Tölvumál - 01.05.1996, Page 10

Tölvumál - 01.05.1996, Page 10
Maí 1996 Áhyggjuefni: Árið 2000 Douglas Brotchie, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans, segir sitt álit Áramót koma hæfilega sjaldan og hafa þann kost að vera tiltölulega fyrirsjáanleg, koma fáum eða engum á óvart. Það sama mætti segja um aldamót. En nú skammt undan eru fyrstu alda- mótin sem langflest okkar hafa lifað - og það sem skiptir enn meira máli í þessu samhengi, þetta eru fyrstu aldamótin eftir að tölvur, eins og við þekkjum þær, komu fram. Ég læt liggja milli hluta pælingar og vangaveltur um það hvenær næsta öld byrjar, hvort það verður 1. janúar árið 2000 eða árið 2001. Framkomin rök stærðfræðinga og stjörnu- fræðinga sem halda því fram að ný öld byrji ekki fyrr en 2001 eru í mínum huga mjög sterk, rökrétt og sannfærandi, en almenningi finnst þessi rök léttvæg. Almenningur, sú stóra og öfl- uga hjörð, mun fagna aldamótum 1. janúar 2000 hvað svo sem fræðimenn tauta og raula. Það sem er framundan eru ekki einu sinni venjuleg aldamót, frekar eru þau aldatugamót en það vill þannig til að sú staðreynd breytir engu um efni þessarar greinar. Tilkoma ársins 2000 er tilefni til stórra áhyggna fyrir ábyrgðarmenn tölvukerfa, tölvu- deilda og hugbúnaðarframleiðenda, og gefur tilefni til umhugsunar um heilsu og framtíð þeirra kerfa. Ekki skal vanmeta hversu afdrifarík þessi ártalaskipti koma til með að verða fyrir tölvukerfi og umsjónarmenn þeirra. Nú þegar hafa komið fram dæmi þar sem væntanleg aldamót eru farin að hafa áhrif á reksturfyrirtækja í gegnum tölvukerfi sem rekst- urinn grundvallast á. Kerfisfræðingur í fyrirtæki einu í Bandaríkjunum hefur bent á að nú þegar eru færri en 999 vinnudagar fram að aldamót- um. Þetta kom óþægilega í Ijós í fyrirtæki hans þegar skyndilega hurfu pantanir að verðmæti nokkurra milljóna dollara úrframleiðslustýringar- kerfinu. Skýringin á þessu fannst þegar tölvu- kerfið var skoðað; kerfið var hannað til að birta pantanir sem þyrfti að afgreiða innan 999 vinnu- daga. Þegar komið var yfir mörkin, þegar 999 vinnudagar voru fram að aldamótum, valdi kerfið úr og birti pantanir sem afgreiða þurfti fyrir 1. janúar árið 00 - og þær voru engar. „Lausnin" sem gripið var til var að gera breyt- ingu á forritinu þannig að það reiknaði aðeins 500 daga fram í tímann. Eðli málsins Grundvallarvandamálið er augljóst fyrir for- ritara og snýst um geymslu dagsetninga þar sem ártal kemurfram. Hversu oft höfum við ekki séð dagsetningar í forriti geymdar sem 95-09- 04 í stað 1995-09-04? Þetta er kjarni málsins. Eftir fjögur ár verður árið 2000 komið en mörg forrit sem nú eru í notkun munu stytta það í „00“. Hvernig verður þá hægt að greina á milli 1900 og 2000? Útreikningar sem byggjast á ár- tölum, til dæmis þar sem reiknaður er út munur milli tveggja dagsetninga til að fá út lengd tíma- bils eða aldur, ganga ágætlega svo lengi sem báðar dagsetningarnar eru í sama árhundraði. Þeir ganga hins vegar heldur illa ef svo er ekki. Allt í einu verður fjöldi fólks kominn með nei- kvæðan aldur, vextir reiknaðir á lán verða einnig neikvæðir, nýir hlutir verða taldir eldgamlir og allt eftir því. Þetta styttra dagsetningarform getur verið geymt í skrám á segulmiðlum, á segulbandi eða diski, eða í gagnasöfnum. Ennþá lúmskara er það tilfelli þegar styttra form dagsetningar er geymt einhvers staðar í forritum. Eða forritið getur (ósjálfrátt) stytt dagsetningar þó svo að inntaksgögn séu í lagi. Enn eru í notkun mjög mörg forrit sem geta verið tíu eða jafnvel tuttugu ára gömul, arfleifð frá þeim tímum þegar hvert bæt var dýrt. Á ensku er þessum forritum oft gefið virðulega heitið „legacy programs11. Þegar við veltum þessum hlutum fyrir okkur sjáum við glögglega og enn einu sinni (ef frekari sönnunar er þörf) hversu gagnlegt gott og tæmandi gagnasafn/atriðasafn (e. datadiction- ary) getur verið til að áætla áhrif breytinga. Sé gagnaatriðasafn í lagi er viðfangsefnið vel við- ráðanlegt. 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.