Tölvumál - 01.05.1996, Qupperneq 11
Maí 1996
Viðbrögð athafnamanna
I anda frjálsra viðskipta hefur það tækifæri
sem þetta tilefni skapar ekki farið fram hjá at-
hafnamönnum. Vestan hafs hefur verið brugð-
ist við þörfinni með því að stofna ráðgjafafyrir-
tæki og verktakafyrirtæki sérhæfð (að eigin
sögn) í að skipuleggja og vinna heildarlausn á
þessu verkefni. Hugbúnaðarfyrirtæki eru að
byrja að setja á markað hjálparkerfi tölvumanna
sem á að afgreiða í einni svipan heildarúttekt á
áhrifum aldamótabreytinganna. Árið 2000 er
sem sagt orðið „Big Business" í tölvuheiminum.
IBM og álíka fyrirtæki eru farin að líta á árið
2000 sem bjargvætt!
Ráðstefnur hafa verið haldnar um málefnið,
komið hefur verið af stað umfjöllun í fjölmiðlum,
ekki hvað síst í þeim tilgangi að skapa viðskipti.
Málefnið er ekki bundið við eina tegund vél-
búnaðar frekar en aðra. Þetta er alls ekki ein-
angrað við stórar „móðurtölvur" (þar sem átt er
við IBM og samhæfðar vélar). Þó mætti með
sönnu segja að vandamálið komi fyrst og fremst
í Ijós í kerfum viðskiptalegs eðlis, í þeim hefð-
bundnu (og að öllum líkindum gömlu) tölvu-
kerfum sem við höfum tilhneigingu til að taka
sem sjálfsagða hluti - launakerfum, bankakerf-
um, lánakerfum og þess háttar.
Verkefnið hér á landi
Enginn hefur enn sem komið er reynt að taka
saman hversu umfangsmikið eða kostnaðar-
samt þetta verkefni kemur til með að verða fyrir
fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði hér á landi.
í Bandaríkjunum eru menn farnir að nota við-
miðunartölu í þessu sambandi og reikna með
að verkefnið „Árið 2000“ komi til með að kosta
fyrirtæki 500 fyrir hverja forritslínu í forritasafni.
Meðalstór banki þar hefur áætlað að þetta
verkefni komi til með að kosta bankann 25
milljónir dollara. Enginn smápeningur þar! Ekki
veit ég hvort umfangið verður sambærilegt fyrir
til dæmis Reiknistofu bankanna, en við sjáum
strax að hér er á ferðinni stórt verkefni sem
kemur til með að verða dýrt. Það sem enn verra
er, árangurinn verður lítið áberandi, helst
ósýnilegur. Hann felst einfaldlega í því að
rekstur fyrirtækisins eða stofnunarinnar heldur
áfram ótruflaður og með óbreyttum hætti eftir
áramótin 1999/2000 eins og áður var.
Það er vel þekkt vandamál að erfitt getur
reynst að réttlæta svo mikil útlát þegar árangur/
framþróun er ekki meiri en hér um ræðir. Hins
vegar ber alltaf að hafa í huga að hér er um að
ræða sannkallað lífsspursmál.
Við sem starfað höfum lengi við hugbúnaðar-
framleiðslu vitum hvaða hlutfall af verkefnum
klárast á tilætluðum tíma. En nú ber að hafa
skýrt í huga að hér er á ferðinni verkefni þar
sem framkvæmdaáætlun verður að ganga upp
og undirbúningurinn verður að vera tilbúinn á
tilsettum tíma, þar sem aldamótin koma hvort
sem við erum tilbúin eða ekki.
Hvað er hægt að gera?
Ef þú ert ábyrg(ur) fyrir hugbúnaðarþróun,
kerfisviðhaldi eða rekstri tölvukerfa er ráðlagt
að skilgreina og koma af stað formlegu verkefni
til að meta ástandið og hættuna fyrir kerfis-
rekstur þegar í stað. Hafðu hættumat og við-
bragðsáætlun tilbúna fyrir lok ársins 1996.
Kláraðu undirbúning og allar kerfisbreytingar
sem fyrst, í síðasta lagi fyrir árslok 1998, þannig
að hægt verði að keyra öll kerfi í heilt ár áður
en aldamótin skella á.
Ég vona að Skýrslutæknifélagið muni á
næstunni standa fyrir ráðstefnu þar sem því við-
fangsefni sem hér hefur verið tæpt á verða gerð
miklu betri og ítarlegri skil.
Verður árið 2000 bjargvættur
tölvuframleiðenda?
Gartner Group skýrði frá því nýlega að undir-
búningur á tölvukerfum fyrir árið 2000 gæti orðið
stærsta einstaka atriði sem komi til með að hafa
áhrif á sölu hefðbundinna stórtölva á næstu
árum. Bæði IBM og fyrirtæki sem sérhæfa sig í
framleiðslu diskakerfa fyrir IBM tölvuumhverfi
hugsa sér gott til glóðarinnar þegar þeir horfa
fram til aldamóta.
Verkefni þetta virðist ef til vill óspennandi,
það hefur ekkert með Internet að gera og ber
þar af leiðandi stimpil sem gamaldags og púkó.
En þetta mál er dauðans alvara, í fjármála-
kerfum, bönkum, tryggingafélögum, verðbréfa-
miðlunum, spítulum, skólum, flutningafyrir-
tækjum og miklu víðar. Undirbúningur undir
aldamótin er lífsspursmál fyrir fyrirtæki sem
standa að tölvurekstri. Ef stór fyrirtæki undirbúa
sig ekki vel og tímanlega geta þessi aldamót
einfaldlega riðið þeim að fullu.
Tölvumál - 11