Tölvumál - 01.05.1996, Page 18
Maí 1996
Lyklar á upplýsingafylliríi
Eftir Glenn Michael og Sólmund Jónsson
Þegar beðið eru um að skxifa
nokkur orð um innbyggða mein-
ingu í aðallykla (semantically load-
ed keys) þá gæti einhver sagt því
færri því betra. Allt um það þá er
þetta grundvallaratriði varðandi
gagnauppbyggingu sem hefur af-
gerandi áhrif á sveigjanleika í nýt-
ingu og viðhaldshæfni kerfa. Lykl-
ar á upplýsingafylliríi er þýðing
sem kom fram á námskeiði sem
fjallaði meðal annars um þetta efni
og er sett fram hér meira til að
vekja áhuga á efninu en sem tillaga
að þýðingu. Hér er því verið að
fjalla um þegar meining (upplýs-
ingar) eru byggð í aðallykil töflu í
gagnasafni.
Þessi lyklauppbygging er mjög
algeng. Snjallir kerfisfræðingar
hreykja sér gjarnan af því hversu
snilldarlega þeim tókst til við upp-
byggingu á aðallykli kerfis hvort
sem það var vörulykill, reikninga-
lykill eða eitthvað annað. Það skal
tekið fram að undirritaðir hafa
ekki verið saklausir af þessu
í gegnum tíðina.
Það eru að sjálf-
sögðu fræðilegar
forsendur fyrir því
að þessi upp-
bygging er ekki
heppileg. Það
mætti útskýra í
löngu máli grund-
vallaruppbygg-
ingu á töflum og
einkennum, fallákvæði (functional
dependency) og skyldleikagrein-
ingu (normalization). Við teljum
þó ekki að það eigi heima hér og
ætlum frekar að útskýra þetta með
dæmum.
Við teljum við hæfi með skír-
skotun til fyrirsagnarinnar að út-
búa dæmi úr bruggverksmiðju.
Gullna Áman hf. er framleiðslu og
dreifingaraðili á áfengum drykkj-
um. Þekktust af framleiðslu hennar
er viskítegund sem þau nefna Gull-
barkann. Gullbarkinn er seldur á
mörgum flöskustærðum og hefur
verið flokkaður sem „standard“
viskí af Viskímatsnefndinni.
Við gerð gagnagrunnsins útbjó
einn af hönnuðunum samsettan
aðallykil. Lykilinn samanstóð af
eftirtöldum atriðum.
• Gerð (01 = Gullbarkinn)
• Gæðaflokkun (01 = Standard)
• Flöskustærð (01 = Lítraflaska)
Einkenni(lykill), sem Gull-
barkinn á lítraflösku fékk, var því
010101.
Til að byrja með gekk allt vel
og kerfisfræðingurinn fékk stöðu-
hækkun fyrir góða frammistöðu.
En viðskiptin þróuðust og eftir
18 - Tölvumál