Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 19
Maí 1996 mikla fyrirhöfn og margar dýrar máltíðir tókst starfsfólki Gullnu Amunar að fá Viskímatsnefndina til að endurskoða matið á Gull- barkanum. Með nýja matinu var Gullbarkinn nú flokkaður sem „gæða“ viskí. Nú er kerfisfræðingur í vanda staddur. Hann hefur tvo val- kosti og hvorugur er góður. Að breyta aðallyklinum í vöruskránni fyrir allar flöskustærðir á Gullbark- anum. Fyrir lítraflösku yrði aðallykillinn þá 010201. Þar sem 02 stæði fyrir „gæða“ viskí. Þetta þýddi að breyta þyrfti alls- staðar þar sem vísað er í vöru- skrána þar sem þetta er aðallykill hennar. Þessar vísanir geta verið víða jafnvel í öðrum kerfum og í gömlum gögnum. Að búa til „nýja“ vöru og láta gömlu vöruna halda sér. Lítraflaska af Gullbark- anum með „gæða“ flokkunina fengi þá aðallykillinn 010201 en lítraflaska af Gullbarkanum með „standard“ flokkun væri áfram með „010101“. Athugið að hér er þó alls eldci um nýja vöru að ræða heldur eingöngu breytt mat á sömu vöru. Þetta þýddi að sjálfsögðu að bæta þyrfti inn vörulínu fyrir allar flösku- stærðir. Erfitt yrði að útbúa stjórn- unarupplýs- ingar t.d. varð- andi sölu þar sem engin tengsl eru milli nýju vöru- línanna og þeirra gömlu. Það sem raunverulega þurfti var einföld brey ting á vöm sem var til og átti að vera til áfram. Ef aðal- lykill vörutöflunnar hefði verið einfalt vörunúmer (án meiningar) og gerð, gæðaflokkur og flösku- stærð einkenni í töflunni (gætu verið aðgangslykill) þá hefði þessi breyting verið einföld og alls ekki komið til kasta kerfisfræðings. Þetta er lítið dæmi um hvernig aðallyklar með mein- ingu geta valdið vanda. í þessu dæmi var vanda- málið þó tiltölu- lega einangrað og ólíklegt að það hefði náð mikið útfyrir viðkomandi fyrirtæki. Þetta getur orðið mun alvarlegra ef mörg kerfi hjá mörgum fyrirtækjum byggja á slíkum lykli. Hugsum okkur t.d. að aðallykill sem einkenndi persónu í þjóðskrá væri sam- settur lykill sem inni- héldi fæðingardag og fæðingarnúmer við- komandi persónu. Þetta þýðir að allsstaðar þar sem vísa þarf til viðkomandi persónu þarf að gefa upp fæðingardag. Hvaða áhrif hefði það á öll þau kerfi sem byggja á þessu ef einhver alþjóðleg nefnd kæmist að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að krefjast svo persónulegra upplýsinga og vænt- anlega jafnframt óheimilt að opin- bera þær? Dæmi um lyklauppbyggingu af þessu tagi er mjög víða að finna og full ástæða til að hafa af þeim áhyggjur. En flest okkar eigum þó líklega nóg með að hafa áhyggjur af því hvað gerist árið 2000. Glenn Michael er ráðgjafi í upplýsinga- málum Sólmundur Jónsson er ráðgjafi hjá Tír ehf solm@tirskyrr.is Tölvumál - 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.