Tölvumál - 01.05.1996, Side 20
Maí 1996
Öryggisráðstafanir í viðskiptum yfir
tölvunet
Grein þessi er byggð á erindi semflutt var á ráðstefnu SÍ, Öryggi á Interneti, 16. febrúar 1996
Eftir ÓlafAndra Ragnarsson
Það hefur lengi verið framtíðar-
sýn manna að þeir geti stundað
verslun með tölvu í rólegheitum
heima hjá sér. Margir eru á því að
viðskipti framtíðarinnar muni að
einhverju leiti fara þannig fram.
Með vinsældum Internetsins und-
anfarin ár hafa skapast forsendur
fyrir slíkum viðskiptum. I fyrsta
lagi er kominn markaður fyrir
heimaverslun með tölvum þar sem
milljónir manna um allan heim
hafa tengst Netinu og virðist aukn-
ingin vera stöðug. I öðru lagi eru
slík viðskipti orðin nægjanlega
örugg. Það hefur lengi verið sagt
að Internetið og öryggi séu
andheiti. Hin opna högun netsins,
sem sennilega á mestan þátt í
útbreiðslu þess, hefur fælt
viðskiptaaðila frá netviðskiptum.
Mörg fyrirtæki hafa þó sett fram
lausnir um hvernig koma má upp
öruggum viðskiptakerfum.
Viðskipti á Internetinu eru
þegar hafín hérlendis og verður hér
fjallað um tvær lausnir sem Marg-
miðlun hf hefur unnið að, Heima-
kringluna og Lengjuna. Þessar
lausnir byggja á því að nota örugg-
an vefþjón til að setja fram vörur
og þjónustu á veraldarvefnum.
Verslun í
Heimakringlunni
Heimakringlan er verslunar-
miðstöð á Internetinu þar sem
verslanir bjóða upp á vörur og
þjónustu (sjá mynd 1). Neytendur
nota almenna vefskoðara til að fá
fram vörulista og skoða upplýs-
ingar um vörur og verð. Vörulistar
geta sett fram margmiðlunarefni,
s.s. myndir, hjóð og hreyfimyndir.
Vörum er safnað saman í inn-
kaupakörfu og pöntun er send til
viðkomandi verslunar.
Heimakringlan keyrir á Net-
scape Commerce Server og notar
CGI forrit, skrifuð í C++, til að
setja fram vörulista, halda utan um
innkaupakörfu og afgreiða
pantanir. Heimakringlan er á
www.mmedia.is/heimakringlan
Lengjan á Netinu
Islenskar getraunir eru senni-
lega það íslenska fyrirtæki sem
unnið hefur hvað lengst í rafrænni
verslun. Frá árinu 1990 hafa tipp-
arar getað keypt raðir með hjálp
mótalds og greitt með greiðslu-
korti. Næsta skrefið í þessari þró-
un er að bjóða upp á Lengjuna á
Veraldarvefnum.
A Lengjuvefnum (sjá mynd 2)
er boðið upp á að velja 3-6 leiki
fyrir ákveðna upphæð. Hvert
merki á hverjum leik hefur ákveð-
inn stuðul sem Getraunir gefa út.
Gangi leikimir eftir er greidd út sú
upphæð sem spilað var fyrir
margfölduð með stuðlunum.
Lengjan er skrifuð sem „Server
Extention “ fyrir Microsoft vef-
þjóninn (Internet Information
Server). Lengjan er skrifuð í C++
og notar ISAPI (Internet Server
API) frá Microsoft. Lengjuna er
að finna á www.toto.is.
Öryggiskröfur
Heimakringlan og Lengjan gera
miklar kröfur til öryggis, en áður
en við getum skilgreint öryggis-
ráðstafanir þurfum við að vita hver
hættan er í raun og veru. Hvað er
það sem við þurfum að vernda?
Hverjar eru hættumar? Eitt vanda-
málið er að tryggja öryggi þeirra
upplýsinga sem fara yfir netið. Sá
sem gefur upp greiðlukortanúmer
yfir tölvunet þarf að treysta því að
enginn komist yfir númerið.
Heimakringlan og Lengjan
þurfa að uppfylla kröfur þriggja
mismunandi aðila. I fyrsta lagi
þarf að tryggja að notendur geti
verslað eða spilað á einfaldan hátt.
Kaupandinn vill að kerfið virki
þegar hann þarf að nota það og
að þær upplýsingar sem hann
sendir komist ekki í hendur óvið-
komandi aðila. Seljendur gera
mikla kröfu um framsetningu upp-
lýsinga, uppfærslur upplýsinga,
flæði skilaboða og „uppitíma".
Greiðslukortafyrirtækin hafa þá
kröfu að tryggt sé að kort við-
skiptavina séu ekki misnotuð. í dag
er þessum öryggiskröfum m.a. náð
með því að keyra þjónustu á
öruggum vefþjónum.
Öryggir vefþjónar gegna til-
ætluðu hlutverki hérlendis þar sem
markaðurinn er svo lítill að neyt-
endur „treysta“ vefverslun af „af-
spurn“. Erlendis er staðan önnur,
neytendur þekkja ekki verslanir
sem þeir vilja versla við, og mikill
skrekkur er í mönnum vegna þeirr-
ar hættu að verslunin sé skúrk-
urinn. Sé svo hjálpar öruggur vef-
20 - Tölvumál