Tölvumál - 01.05.1996, Page 21
Maí 1996
þjónn lítið. Öruggasta brenglun í
heimi hjálpar ekkert ef skúrkurinn
hefur lykilinn til að afbrengla og
aðstöðu til að misnota greiðslu-
kortaupplýsingar.
Stefnumörkun í
öryggismálum
Til þess að koma á móts við
þessar kröfur er mikilvægt að gera
stefnumörkun í öryggismálum.
Fara þarf yfir alla þætti rekstursins
og greina þarf alla áhættuþætti.
Það er ekki nóg að tryggja
greiðslukortafærslur yfir Inter-
netið. Taka þarf á öllum þáttum,
skipuleggja eftirlit og aðhald.
Einnig er nauðsynlegt að hafa
neyðaráætlun. Þeir þættir sem
stefnumörkun þarf að taka á eru:
• Umhverfisöryggi
• Rekstaröryggi
• Gagnaöryggi
• Samskiptaöryggi
Umhverfisöryggi felst í því að
greina áhættuþætti í ytra umhverfi.
Mikilvægt er að skoða þætti eins
og brunavarnir og þjófavarnir.
Rekstaröryggi felst í því að tryggja
„uppitíma“ kerfis. Oftast eru kröf-
urnar þær að kerfið sé alltaf uppi.
Stærri tjón eru
tryggð með ein-
faldri speglun véla
og diska. Vara-
aflgjafi sér um að
sía út óæskilega
spennupúlsa og
heldur kerfinu
uppi ef rafmagn
fer tímabundið af.
Fyrir Heima-
kringluna höfum
við einnig komið
okkur upp sjálf-
virku eftirlitskerfi
Kerfið sendir tölvupóst til
ábyrgðarmanns og ef ekki er hægt
að laga ástandið sjálfkrafa hringir
það í símboða ábyrgðarmanns og
gefur upp villukóða. Þannig getur
sá sem er með símboðann ekki
bara séð að það er eitthvað að,
heldur einnig séð hvað er að og
gert viðeigandi ráðstafanir. Gagna-
öryggi felst í því að tryggja að
gögn skemmist ekki. Þetta eru
hlutir sem við þekkjum öll og felst
í því að taka afrit, vírusleita og tak-
marka aðgang í gögn.
Ofangreindir öryggisþættir
eiga við öll fyrirtæki en sá síðasti,
samskiptaöryggi, á sérstaklega við
fyrirtæki sem stunda viðskipti yfir
Intemetið.
Samskiptaöryggi
Samskiptaöryggi felst í því að
tryggja örugg samskipti milli Inter-
net notanda og þeirra sem reka
þjónustuna. Til þess að hafa örygg
samskipti yfir veraldavefinn þarf
öruggan vefþjón og öruggan
vefskoðara. Heimakringlan keyrir
Netscape Commerce Server og
Lengjan keyrir á Microsoft Inter-
netInformation Server. Bæði þessi
kerfið keyra á Windows NT Server
stýrikerfinu með NTFS skráar-
kerfinu.
Öruggur vefþjónn er þannig
settur upp að notaðir eru tveir vef-
þjónar: venjulegur vefþjónn keyrir
á „porti“ 80 eins og flestir vefþjón-
ar, en öruggur vefþjónn keyrir á
„porti“ 443. Allt sem fer um „port„
443 er brenglað. Sá staðall sem
notaður er til þess að tryggja
öryggi gagna er nefndur Secure
Socket Layer (SSL).
Secure SocketLayer
SSL staðallinn var skilgreindur
af Netscape um mitt ár 1994. Þetta
er opinn staðall sem hægt er að
sækja á Intemetinu og hver sem er
getur útfært. Netscape er reyndar
nýlega byrjað á því að dreifa frum-
kóða af lausn. SSL er svokallað
„InternetDraft“ og er til umsagn-
ar hjá World Wide Web Con-
sotrium og Internet Engineering
Task Force, sem em nokkurs konar
staðlaráð. Eftir umsögn hjá þess-
um ráðum verður staðallinn
„Internet Standard“. Aðilar sem
tekið hafa upp SSL fyrir utan Net-
scape eru meðal annars Microsoft
sem stöðugt er að
athuga hina ýmsu
þætti sem við
höfum skilgreint.
Ef eitthvað bilar
reynir kerfið að
laga ástandið.
Tölvumál - 21