Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 25
Maí 1996
Frá orðanefnd
Eftir Stefán Briem
@
Það atriði sem oftast er spurst
fyrir um hjá orðanefnd er heiti á
merkinu @ sem er stafur nr. 64 í
ASCII-stafamenginu.
Orðanefnd telur vera þörf á
nokkrum heitum á þessu merki
sem eigi að ráðast annars vegar af
hlutverki þess og hins vegar af
útliti þess.
Hlutverk:
Fyrir daga tölvunnar var @-
merkið notað á vörureikningum til
þess að tilgreina einingarverð vöni
og er svo enn. Samkvæmt því hlut-
verki leggur orðanefnd til heitið
verðmerki.
í tölvupóstfangi er ávallt eitt
@-merki sem skilur að kenni not-
anda og staðgreini fyrir tölvupóst-
stöð hans. Samkvæmt því hlut-
verki leggur orðanefnd til heitið
vistmerki.
Oft má vísa til þessara tveggja
hlutverka @-merkisins með því að
nota í stað þess forsetninguna á.
Það er hliðstætt því sem ensku-
mælandi menn gera þegar þeir lesa
úr @-merkinu ensku forsetninguna
at. Þriðji möguleikinn á heiti @-
merkisins samkvæmt hlutverki
þess er því að kalla það á-merki.
Útlit:
Ýmsar hugmyndir hafa komið
fram um heiti á @-merkinu eftir
útliti þess og eru mörg þeirra leidd
af erlendum fyrirmyndum. Nokkur
þessara heita eru talin hér upp í
stafrófsröð: a með rana, fílseyra,
skott-a, snigill, snúð-a.
Orðanefnd mælir einkum
með heitinu snigill þegar talað er
um @-merkið almennt.
Þegar lesið er upphátt tölvu-
póstfang manns getur hins vegar
verið óheppilegt að nota eitthvert
ofantalinna orða, svo sem snigill,
því að hætt er við að áheyrandinn
haldi að skrifa eigi það orð fullum
fetum. Tillaga orðanefndar er sú
að lesa @ í tölvupóstfangi sem á.
Hvernig lesið er úr tölvupóst-
fanginu að öðru leyti ræðst af ein-
stökum stafarunum. Stundum er
hægt að lesa stafarunur eins og orð
en stundum þarf að stafa þær.
Undimtaður les til dæmis tölvu-
póstfang sitt stefan@ismal.hi.is
þannig:
stefan á ismal punktur há i
punktur is
Því er þó ekki að neita að
stundum þarf að útskýra d-ið
þegar menn heyra það í fyrsta sinn
notað í þessu sambandi, til dæmis
með því að segja á-merki. Reynsl-
an ein sker úr um hvort menn geta
vanistö-inu þannig að útskýringar
verði óþarfar.
Upplýsingar og fróð
Tölvutækni er einkum beitt við
vinnslu upplýsinga. I Tölvuorða-
safni, 2. útg. 1986, eru upplýsingar
kv. ft. (í gagnavinnslu) skilgreindai'
Frh. á nœstu síðu
Frh. affyrri síðu
Kötturinn í sekknum
Eftir að hafa keypt vöru eða
þjónustu á netinu vakna nokki'ar
spumingar: Hver er réttur neytand-
ans ef eitthvað fer úrskeiðis?
Hvernig er ábyrgð og viðhalds-
þjónustu háttað? Er greiður að-
gangur að upplýsinga- og kvört-
unarþjónustu? Hvernig eru reglur
um skilarétt og endurgreiðslu? Ef
um svik er að ræða hver er þá
skaðsemisábyrgð og hvernig er
aðgangur að dómstólum? Þessar
vangaveltur geta skapað enn frek-
ari hindranir.
Öryggið byrjar heima
Það skiptir ekki máli hversu
öruggt Internetið er ef öryggi er
ábótavant hjá notandanum sjálf-
um. Öll aðgangsorð og gögn sem
verið er að senda þarf að varðveita
á öruggan hátt. Þegar tölvusnápar
geta ekki lengur þefað uppi
greiðslukortanúmer og aðrar við-
kvæmar upplýsingar á netinu
sjálfu er eins víst að þeir leiti út
fyrir netið. Öryggi er víða ábóta-
vant á nærnetum og þar eru oft
margir notendur um sömu tölvuna.
Til er fjöldi forrita sem hlerar inn-
slátt af lyklaborði og ritar í falda
skrá. Starfsmenn fjármálafyrir-
tækisins First Virtual Holdings í
Bandaríkjunum hafa veitt þessum
hlerunaiTÍtum athygli. Snemma á
þessu ári sýndu þeir fram á að hler-
unarforritin gátu auðveldalega náð
í greiðslukortanúmer og aðrar upp-
lýsingar úr netforritum sem fram-
leidd eru af Netscape og Cyber-
Cash og hafa verið talin örugg.
Þetta hefur leitt umræðuna að því
hvort kortalesari verði algengur
aukabúnaður á tölvum í fram-
tíðinni.
Ágúst Ómar Ágústsson
situr í stjórn Neytenda-
samtakanna
Tölvumál - 25