Tölvumál - 01.05.1996, Page 27
Maí 1996
Lokaverkefni við tölvuháskólann
Eftir Helgu Sigurjónsdóttur
Nú er að ljúka 9. starfsári
Tölvuháskóla Verzlunarskóla
íslands (TVI) og tæplega þrjátíu
nýbakaðir kerfisfræðingar eru
teknir til starfa við hugbúnaðar-
gerð og þjónustu. Síðustu náms-
önnina eru nemendur TVÍ önnum
kafnir við að vinna lokaverkefni
sem er hápunktur verklegrar þjálf-
unar þeirra við skólann. í þessari
grein ætla ég að segja frá tilhögun
lokaverkefna við TVÍ og þeim við-
fangsefnum sem nemendur hafa
verið að vinna að á síðustu árum.
Efni greinarinnar er að hluta til
byggt á erindi mínu um Skipulag
hugbúnaðarverkefna við TVI sem
var flutt á ráðstefnu Skýrslutækni-
félagsins um greiningu og hönnun
í maí 1994.
Hagnýt þjálfun
í TVÍ hefur alltaf verið lögð
áhersla á verklega hlið námsins og
stefnt er að því að nemendur hafi
öðlast verulega hagnýta þjálfun
þegar þeir ljúka námi. Fyrstu
þremur námsönnum lýkur með 3ja
vikna verklegu námskeiði undir
leiðsögn kennara, þar sem nem-
endur vinna í litlum hópum að
raunhæfum hugbúnaðarverkefn-
um. Á þessum námskeiðum læra
nemendur einnig verkefnisstjóm og
hópvinnu, en það er mjög mikil-
vægt fyrir þá sem ætla að starfa
við hugbúnaðargerð. Á Mynd 1:
Skipting kerfisfræðináms kemur
fram að fjórðungur þess eru
verkleg námskeið og lokaverkefni.
Hápunktur verkefnavinnunnar
er lokaverkefnið sem nemendur
vinna að síðustu fjóra mánuði
námstímans í nánu samstarfi við
fyrirtæki og stofnanir utan skólans.
Markmiðið er að nemendur vinni
sjálfstætt að því að greina, hanna
og smíða nothæfan hugbúnað og
beiti til þess viðurkenndum að-
ferðurn við hugbúnaðargerð. Oft
leita nemendur sjálfir að viðfangs-
efnum en það færist í vöxt að fyrir-
tækin snúi sér sjálf til skólans og
óski eftir samvinnu. Skólinn hefur
átt gott samstarf við fjölmörg fyrir-
tæki og stofnanir. Meðal sam-
starfsaðila eru AKS, Búnaðarfélag
íslands, Eimskip, Flugleiðir, Haf-
rannsóknarstofnun, Kerfi, Marel,
OZ, Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins, Strengur, Tölvumiðlun og
VKS ásamt mörgum öðrum
aðilum.
Viðfangsefni
nemenda
Alls hafa tæplega 80 lokaverk-
efni verið unnin við skólann frá
upphafi. Allt að níu af hverjum tíu
verkefnum hafa verið skrifuð fyrir
Dos, OS/2, Windows og System 7
á Macintosh, flest ætluð til notk-
unar í nettengdu tölvuumhverfi.
Eins og sjá má á Mynd 2:
Viðfangsefiii í lokaverkefnum er
stór hluti verkefna almennur við-
skiptahugbúnaður svo sem sölu-
keifi, launakerfí, starfsmannakerfi,
tollakerfi og upplýsingakerfi fyrir
stjórnendur. Mörg þessara kerfa
hafa verið tekin í notkun eða orðið
söluvara sem er til marks um þá
vinnu og metnað sem nemendur
leggja í þau. Örfá kennsluforrit
hafa verið samin af nemendum, en
áhugi er fyrir því að fjölga slíkum
verkefnum ef það mætti verða til
þess að ýta undir tölvunotkun í
almennri kennslu. í flokki sér-
hæfðra kerfa eru mörg athyglis-
verð verkefni sem sum hver má líta
á sem rannsóknar- og tilraunaverk-
efni. Af nýlegri verkefnum í þeim
hópi má nefna myndræna fram-
setningu jarðskjálftagagna á inter-
netinu, rafræna verslun á internet-
Mynd 1: Skipting kerfisfrœðináms
Tölvumál - 27