Tölvumál - 01.05.1996, Page 29

Tölvumál - 01.05.1996, Page 29
Maí 1996 ar. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er unnið að því að laga það betur að aðferðafræði hlutbund- innar greiningar. Frumgerð að notendaviðmóti er skoðuð formlega af kennurum þegar 5-6 vikur eru liðnar af undir- búningstímanum. Þá gefst tækifæri til að meta stöðu verkefnisins og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara tiltölulega snemma á þróunartímanum. Með þessu er einnig eindregið hvatt til þess að frumsmíð sé notuð sem að- ferð við greiningu kerfisins, enda hefur það reynst mjög vel sem samskiptatæki bæði gagnvart not- endum og öðrum sem að verk- efninu koma. Síðustu vikurnar leggja nem- endur nótt við dag í forritun og út- færslu á verkefnum sínum. Prófun á verkefnum fer fram 5-7 dögum fyrir skiladag enda er verkefnið þá orðið fullmótað. Flest verkefni eru unnin af 3ja manna hópum og er umfang þeirra lauslega áætlað um það bil átta mannmánuðir. Það setur mjög ákveðið mark á þessi lokaverkefni að þau eru unnin innan fyrirfram tilgreindra tímamarka. Þetta hefur að mínu mati fleiri kosti en galla. Þessi til- högun gerir töluverðar kröfur til nemenda varðandi verkefnastjóm- un. Þess er enda krafist að þeir geri áætlanir og fylgist með framvindu þeirra á skipulegan hátt. Oft þarf að forgangsraða kröfum og gera ráð fyrir að verkefnið sé unnið í nokkrum þrepum eða útgáfum. Þannig öðlast nemendur lærdóms- ríka reynslu sem mun koma að góðu gagni í starfi. Umbótaferli Af framansögðu ætti að vera ljóst að TVÍ leggur mikið kapp á að skapa nemendum góðan ramma um vinnu þeirra við lokaverkefnin. Allir fastráðnir kennarar ásamt nokkrum stundakennurum veita leiðsögn í lokaverkefnum og taka þátt í að meta þau. Sérstakur kenn- ari hefur það hlutverk að hafa yfir- umsjón með vinnu nemenda og kennara. Það starf er meðal annars fólgið í því að sjá til þess að reynslan frá ári til árs skili sér í betra hugbúnaðarferli, betri verk- efnum og hæfari kerfisfræðingum. Helga Sigurjónsdóttir er tölvunarfrœðingur og aðstoðarkennslu- stjóri við TVÍ Mynd 3: Vinnuferli lokaverkefna Tölvumál - 29

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.