Tölvumál - 01.05.1996, Page 32

Tölvumál - 01.05.1996, Page 32
Ráðstefna Skýrslutæknifélags íslands Skólastarfog upplýsingatækni verður haldin laugardaginn 31. ágúst 1996 kl. 09:00 -17:00 í Borgartúni 6, Reykjavík. Skýrslutæknifélag íslands hefur um árabil haldið ráðstefnur um áhrif upplýsingatækninnar á nám og náms- aðstæður og leitað við það samstarfs við fjölmarga aðila innan menntakerfisins. Að þessu sinni á félagið samstarf við Kennaraháskóla íslands og 3F Félag tölvukennara. Stefnumótun - notkun Víða á sér nú stað stefnumótun í menntakerfinu og þeim kennurum sem nýta tölvur í kennslu náms- greina fer óðum fjölgandi. Efni ráðstefnunnar endur- speglar þetta tvennt því að erindi fjalla annars vegar um ýmsa þætti stefnumótunar vegna upplýsingatækni og mikilvægi slíks starfs og svo aftur um þau fjöllþættu áhrif sem upplýsingatæknin hefur á nám og kennslu innan námsgreina og í samþættingu þeirra. Viðurkenningar Fyrirhugað er að veita tvenns konar viðurkenningar fyrir innsent efni. Annars vegar fyrir hugbúnað tilbúinn til notkunar eða á þróunarstigi. Hins vegar er um að ræða viðurkenningu fyrir kennsluferli þar sem upplýsingatækni er mjög vel og hyggilega nýtt. Flér getur verið um að ræða lýsingu á kennsluferli og greinargerð um framkvæmd eða mjög skýrar og rökstuddar tillögur. Skilafrestur í samkeppnina rennur út 1. júní 1996. Dagskrá ráðstefnunnar mun birtast í heild í Morgunblaðinu sunnudaginn 25. ágúst 1996, en meðal efnis verður: • Setningarávarp menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar • Stefnumörkun menntamálaráðuneytisins • Stefnumótun annars lands vegna upplýsingatækni í menntamálum • Áhrif upplýsingatækni á kennaramenntun og stefnumörkun KHÍ • Stefnumótun sveitarfélags • Áhrif upplýsingatækni á gerð skólanámsskrár • Veraldarvefurinn og notkun hans í kennslu • Tölvuvædd upplýsingaöflun á skólasöfnum • Upplýsingatækni og námsgreinar séð frá ýmsum sjónarhornum • Vilji vex þá vel gengur • Tölvur í sérkennslu • Notkun tölvuforrita til náms inni á heimilum Þátttaka - skráning Þáttökugjald er kr. 5.400. Hádegisverður, kaffi og meðlæti er innifalið. Þátttöku þarf að tilkynna til Skýrslutæknifélags íslands sem allra fyrst. Þeir sem skrá þátttöku fyrir 15. júní 1996 fá 20% afslátt af þátttökugjaldi. Allra síðasti skráningardagur verður 29. ágúst 1996. __________________________ Þeir sem skrá þátttöku fyrir 15. júní 1996 fá 20% afslátt af þátttökugjaldi. Skýrslutæknifélag íslands Barónsstíg 5 - 101 Reykjavík Sími 551 8820 - Bréfsími 562 7767 - Netfang sky@skima.is

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.