Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.05.1996, Blaðsíða 33
Maí 1996 Zimmermann, höfundur dulmálsins PGP Philip Zimmermann er höfund- ur dulmálslykilsins PGP; Pretty Good Privacy. I þættinum í sam- bandi á Rás 2 var viðtal við hann þann 14. febrúar þar sem rætt var um PGP og áhrif dulmálslyklunar á Internetið. Eftirfarandi er úr- dráttur úr viðtalinu. Dulmál er umslag tölvupóstsins Zimmermann er dulmálsfræð- ingur og hugbúnaðarframleiðandi og skrifaði PGP og setti á Intemet árið 1991 til dreifingar og er í dag útbreiddasta aðferðin í heiminum til að breyta innihaldi tölvupósts á dulmál. Þetta hefur valdið deilum innan Bandaríkjanna og þær eru fremur einhliða því í annan stað eru það vissar stofnanir sem vilja hindra slíkt og á hinum vængnum eru allir aðrir, þar með talinn tölvuiðnaðurinn. Stjómvöld telja að dulmálshug- búnaður sé hættulegur þjóðfél- aginu og að glæpamenn geti farið leynt með aðgerðir sínar en allir aðrir telja að hugbúnaðurinn eigi að vera aðgengilegur almenningi því með dulmáli getur almenningur varið einkalíf sitt og frelsi á upp- lýsingaöld. Eftir því sem meira og meira af lífi fólks flyst inn á raf- eindabrautir er meiri þörf fyrir dul- mál því tölvupóstur mun brátt koma í stað bréfapósts og því þarf stafræn umslög utan um tölvupóst á sama hátt og fólk notar pappírs- umslög utan um bréfapóst sinn. Sumir telja að ekki þurfi dulmál ef ekkert er verið að fela. Þetta telur Zimmermann rangt því allir hafa sitt einkalíf eða eru að vinna með viðskiptalegar upplýsingar sem ekki eigi erindi í hendur sam- keppnisaðila. Það er ekki það að óviðkom- andi vilji lesa tölvupóst annarra. Þetta er aðferð til að verja lýðræði. Olíkt bréfapósti geta vélar skannað tölvupóst milljóna manna og leitað að tilteknum orðum svo sem því sem telst óæskilegt pólitískt. Þessu má líkja við það að allir í heimin- um sendu bréf sín í póstkortaformi og enginn notaði umslög. Ef einn myndi síðan taka upp á því að nota umslög myndi það þykja grunsam- legt og stjómvöld myndu opna póst viðkomandi til að komast að því hvað hann væri að bauka. I samfélaginu er ekki farið þannig með bréfapóst. Það er við- tekin venja að verja póst með um- slögum. Ef umslög eru notuð utan um bréfapóst merkir það að verið sé að gera eitthvað ólöglegt eða að vinna undirróðurstarf? Það er ekkert athugavert við það að nota umslög utan um bréfapóst og þess vegna ætti ekkert að vera athuga- vert við það að nota dulmál til að verja tölvupóst. Allir ættu að nota dulmál á tölvupóstinn sinn og sýna þannig samstöðu með þeim sem virkilega þurfa því að halda að senda tölvupóst sinn á dulmáli. Það er erfitt að koma því við að stjórnvöld geti í sérstökum til- fellum lesið tölvupóst á dulmáli án þess jafnframt að eiga það á hættu að slíkt sé misnotað. í Bandaríkj- unum og víðar eru mörg dæmi um misnotkun á símhlerunum, til að mynda. Ef það væri mögulegt að lesa dulmáls-tölvupóst annarra myndi sú aðferð fljótlega breiðast um allan heim og skaðinn yrði meiri en gagnið. Dulmál breytir valdajafnvæg- inu milli stjómvalda og almenn- ings. Tæknin gerir það að verkum að sífellt er auðveldara fyrir stjóm- völd að hafa eftirlit með almenn- ingi og það getur gerst í lýðræðis- þjóðfélagi að spilltir stjórnmála- menn noti tæknina til ills svo sem til að fylgjast með pólitískum and- stæðingum sínum. Því má líta á dulmál sem einskonar bólusetn- ingu gegn þeirri tækniþróun sem er að grafa undan einkalífi almenn- ings og frelsi. Aflétta bandaríkja- menn banni á út- flutningi dulmáls? Zimmermann segir að PGP- dulmálið sé eins öruggt og hann gat gert það. Stjórnvöld vilja ekki upplýsa hvort þau geti rofið það. Hann notaði bestu mögulegar aðferðir við að semja dulmálið og voru til í fræðibókum handa al- menningi. Dulmálslyklar í al- mennri notkun eru að verða eða orðnir jafnöruggir og þeir sem stjómvöld hinna ýmsu ríkja em að nota. Það er margt sem þarf að huga að í notkun dulmáls. Nýlega olli það hneyksli að í Netscape var tími notaður sem lykill á dulmál og því má auðveldlega sjá að þó svo dulmálið sé öruggt er ekki mikið mál að rjúfa það ef lykillinn er svona. PGP er mjög öruggt og source-kóðinn hefur verið gefinn út svo aðrir geti skoðað hann. Zimmermann er að vinna að því að koma PGP á almennan Tölvumál - 33

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.