Vísir - 11.10.1962, Qupperneq 8
8
VÍSIR . Fimmtudagur 11. október 1962,
Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
t lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Engit nýir skattar
FiárJögin hafa nú verið lögð fram og væntanlega
tekst að afgreiða þau fyrir jól.
Höfuðatriði þeirra er, að þrátt fyrir hækkuð út-
gjöld ríkisins eru hvorki tollar né skattar hækkaðir.
Því munu allir fagna. Sú staðreynd sýnir, að hér er
unnið að málunum með hag borgaranna í huga. Þetta
er þriðja árið í röð, sem fjárlög hafa verið lögð fram
án skatta eða tollahækkana. Tuttugu árin áður var
sagan önnur og verri. Þá var aðalvandamál fjármála-
ráðherrans að finna upp nýja og nýja skatta til þess
að mæta útgjöldum ríkisins.
Að höfuðstofni bera fjárlögin því vitni, að áfram
er haldið uppbyggingar- og viðreisnarstefnunni í efna-
hagsmálum þjóðarinnar. Fyllstu hagsýni er gætt í út-
gjöldum, en þó aukast ríkisútgjöldin yfir 300 milljónir
króna. Hjá því verður ekki komizt sökum fólksfjölg-
unar og því aukins kostnaðar við skólahald og al-
mannatryggingar, auknar niðurgreiðslur og fleira. Að-
alatriðið er, að fé hefir fengizt til þess að mæta þess-
um gjöldum án nýrra skatta.
Það kann aldrei góðri lukku að stýra að reka fyr-
irtæki með halla og sama má segja um ríkisbúskap-
inn, þótt á þeim vettvangi gildi nokkuð önnur lög-
mál. Frumvarpið gerir ráð fyrir hallalausum ríkisbú-
skap; að tekjuafgangur verði 13 millj. króna. Er það
vel. Ríkinu ber að ganga á undan og reka hallalausan
búskap. Hið gamla heilræði, að enginn má eyða um
efni fram, er enn í fullu gildi.
Of lengi höfum við íslendingar vanizt á bruðl og
skeytingarléysi í fjármálum ríkisins. Of lengi hefir
ríkið litið á borgarana sem ótæmandi uppsprettu nýrra
og nýrra skatta. Við sættum okkur ekki við slík sjón-
armið. Við viljum enga „jólagjöf“ líka þeirri sem
vinstri stjórnin gaf þjóðinni í mynd fimm þúsund
króna álags á hverja fjölskyldu.
Sjóslysasöfnunin
Forráðamenn sjóslysasöfnunarinnar tilkynntu nú
í vikunni að í desember yrði hafizt handa um úthlut-
un söfnunarfjárins. Er þar um meira en tvær milljónir
króna að ræða.
Framtak þeirra, sem að söfnuninni stóðu, er lofs-
vert og liðsinni þeirra mikilvægt.
Tæpt ár mun verða liðið frá því að hin hörmu-
legu sjóslys áttu sér stað, þar til fénu verður úthlut-
að. Þessi langi tíma gefur tilefni til þeirrar spurning-
ar, hvort ekki sé óhagræði fyrir þá, sem fjár eru þurfi,
að verða að bíða svo langan tíma eftir úthlutun. Mörg
heimili voru svipt fyrirvinnu sinni í sjóslysunum og
tvímælalaust hefir orðið hart í búi hjá ýmsum þeim,
sem um sárt áttu að binda.
Kemur ekki fyllilega til greina að hefja úthlutun
söfnunarfjár fyrr en hingað til hefir tíðkazt, — jafn-
vel áður en söfnuninni er að fullu lokið?
Brezkir
kratar
ennþá
klofnir
Gaitskell — þótti ganga of Iangt.
Flokksþingi brezka
Verkamannaflokksins
er nýlega lokið. Gait-
skell og Harold Wilson
fyrrv. formaður flokks-
ins lýstu því yfir í þing-
lok að flokkurinn hefði
aldrei verið sterkari og
sameinaðri. Þeir sem
fylgdust með þinginu af
áheyrendapöllum eru
ekki á sömu skoðun.
Enda þótt Verkamannaflokk-
urinn hefði mikla möguleika á
að sigra í þingkosningunum,
sem fram færu í dag, þá er ekki
þar með sagt að flokkurinn sé
miklu samstilltari en hann var
þegar allt logaði í deilum innan
flokksins um stefnu flokksins
f vígbúnaðar málum. Það sem
nú skilur í sundur samherja er
afstaðan til Efnahagsbandalags
ins.
Gaitskell hafði heitið því á
þinginu að berjast gegn því með
oddi og egg að Bretland gengi
í Efnahagsb'andalagið, nema sex
veldin, sem fyrir eru í banda-
laginu, slaki á skilyrðum sínum.
Var þessari yfirlýsingu Gait-
skell fagnað gífurlega á flokks
þinginu. En ekki voru allir jafn
ánægðir.
Nokkrum klukkustundum síð-
ar reis Georg Brown varamað-
ur Gaitskell, og líklegasta utan-
ríkisráðherraefni Verkamanna-
flokksins á fætur. og talaði f
allt öðrum dúr. Hann taldi ó-
hjákvæmilegt að Bretar gengju
í bandalagið. Án þess að gagn-
rýna Gaitskell eða ræðu hans,
reyndi Brown að draga eftir
mætti úr þeim áhrifum, sem
ræða Gaitskell hafði haft. Orð
Brown vöktu mikla athygli, því
að augljóst var að hann var á
allt öðru máli en Gaitskell, þótt
hann legði sig allan fram við
að orða skoðanir sínar á þann
hátt að andstaðan kæmi ekki
berlega í Ijós.
Það eru einkum yngri menn
innan Verkamannaflokksins og
leiðtogar launþegasamtakanna,
sem eru andvígir stefnu Gait-
skell, Reis mikil andúðaralda
gegn Gaitskell er á umræð-
urnar leið. Þótti mönnum hann
hafa gengið of langt í yfirlýs-
ingum sínum, sem margir sögðu
að þýddu ekkert annað en al-
gjöra andstöðu við inngöngu
Breta í Efnahagsbandalagið.
Georg Brown — í andstöðu við
Gaitskell.
Vestur-Þjóðverjar voru meðal
þeirra þjóða, sem brugðu við
skjótt vegna hörmunganna i
sambandi við jarðskjálftana i
íran fyrir skemmstu. — Sendi
þýzki flugherinn meðal annars
þrjár risaflugvélar af Noratlas-
gerð til Teheran fullfermdai
alls konar hjálpargögnum, tjöld
jm, ábreiðum, bráðabirgðahvíl-
um, blóðvatni og þess háttar.
Þessar deilur eiga eftir að draga
dilk á eftir sér ef að líkum læt-
ur. Geta þær orðið til þess að
draga úr sigurmöguleikum
Verkamannaflokksins í næstu
þingkosningum, ef þá verður
ekki búið að sætta deiluaðila.
En hvað sem leið yfirlýsing-
um Gaitskell og Wilsons um
einhug í Verkamannaflokknum,
þá var það auðvitað augljóst
að hann hefði ekki verið .--vo
alger, sem þeir vildu láta í ve-5ri
vaka, burt séð frá deilunni varð
andi Efnahagsbandalagið. í
flokknum hefur ríkt og ríkir að
miklu leyti ennþá algjört ósam-
komulag um stefnuna í vígbún-
aðarmálum, utanríkismálum, og
þjóðnýtingarmálum. Reynt hef-
ur verið að klastra í sprungurn-
ar, sem myndazt höfðu í flokks
vegginn. En það dygði skammt
ef málin væru tekin föstum
tökum.
Klofningurinn í Verkamanna-
flokknum er því raunverulegri
en í fljótu bragði sýnist. Það
gefur þeirri skoðun aukinn byr
að Frjálslyndi flokkurinn kunni
að vinna enn meira á en orðið
er, ekki síður á kostnað Verka-
mannaflokksins en íhaldsflokks
ins.
Myndin er tekin, þegar verið er
að ferma eina flugvélina á
Wahn-flugvelli við Köln, og er
verið að aka ullarábreiðum að
vélinni. Þær þrjár flugvélar,
sem sendar voru fyrst af stað,
fluttu alls sjö lestir af alls kon-
ar nauðsynjum. Vestur-þýzka
stjórnin lagði fram um tvæi
millj. króna til hjálparstarfsins.
Aðstoð við ÍRAN
m
m.