Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . FimmUidagur 18. október 1962. AÐ YERA I KIRKJU — í gamla daga, þá er ég í gagnfræðaskóla, lang aði mig ekki til að ganga menntaveginn, hreinlega sagt. Alveg síðan ég man eftir mér hefur mín heit- asta ósk verið að spila á píanó .... Maðurinn, sem talaði var Rögn valdur Sigurjónsson, píanóleik- • ari, nýstaðinn upp frá siaghörp- unni í Háskólabíói, eftir að hafa leikið pianokonsert Dovraks með Sinfóníuhljómsveit íslands. Rögnvaldur hefur 'að vissu marki fengið ósk sína uppfyllta. Hann byrjaði að læra á piano þegar hann var barn að aldri, var f Tónlistarskólanum síðan á frægasta tónlistarskóla Bandaríkj anna ef ekki alls heims, hefur eftir námið farið víðar en nokkur annar fslenzkur pianoleikari til að halda konserta. En hingað nær uppfylling óskanna og ekki miklu lengra. Rögnvaldur hefur nefnilega eins og aðrir íslenzkir pianoleikarar sem hér setjast að orðið að sjá fyrir sér og sínum með kennslu, er tekur upp megiri hluta af tíma hans, sem yfirkenn ara við Tónlistarskólann f Reykja vík. Engin vonbrigði. Rögnvaldur hefur þrátt fyrir þetta ekki orðið fyrir vonbrigð- um. — Ég hef reglulega gaman af að kenna, skal ég segja .þér. Mað ur uppgötvar ýmislegt á rneðan, og Iærir á því Markús, Mixa og Árni. — En hvenær byrjaðirðu að - ra? — Byrjaði og byrjaði. Ég var að spila eftir eyranu fjögurra ára patti, þegar Markús Krist- jánsson, við erum náfrændur, kom í heimsókn, og heyrði fiktið. Hann sagði að ég ætti að læra. Það tók enginn mark á því. Ég var lítill og hvað var fyrir piano- leikara að gera? Nú, en ég fór til Mixa í Tónlistarskólann. Hann hlustaði á mig spila. Það var árið 1931, þá var ég tólf ára gamall. „Hvar hefurðu lært þetta, spurði hann“. „Ég hef bara lært þetta“, anzaði ég. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Tveimur árum seinna kemur Árni Kristjánsson heim frá Þýzkalandi, og heldur konsert f Reykjavík. Hann byrjaði að kenna í Tónlistarskó'"num. Ég fór til hans. Þá hafði fcg verið frá námi um tfma. Það var migrene. Hún var óþolandi og gerði mér námið erfitt. Árni vakti upp allt í mér, sem mig hafði dreymt um. Ég var allan tímann eftir þetta hjá honum og útskrifaðist 1937. Árni taldi mér trú um það að ég gæti spilað. Hann var dásam- legur kennari, sem átti vel við mig. Þó erum við gjörólíkir bæði sem menn og listamenn. Ekkert nema tækni. Þá til útlanda, eða hvað? — Já, svo fer ég til Parísar, 19 ára, að verða tvítugur, og er þar tvo vetur hjá Marcel Ciampe. Ég átti erfiðan. tíma, þá. Hann sagði: Ef þú ætlar að vera pianoleik- ari, vinur, þá æfir þú teknik í allan vetur. — Það var engin músik í heilan vetur. En þá var kominn tími til að halda heim aftur. Ég fann það vel að stríðið var að koma. Félagar mínir í skól- anujn vissu það. Sjá þessa ungu menn, sem voru skjálfandi af ótta. Hitler var alls staðar í bíó, æpandi, og fólkið æpti á móti. Ég hugsaði með mér: Mitt nám er búið að vera. Stríðið skellur á. í skipalest. — Var þá allt nám búið? — í kennslustundinni heima fann ég að ég varð að læra meir. Það var líf eða dauði fyrir mig. Þá var ég nýgiftur. Bæði korn- ungar manneskjur, 22 ára. Við tókum okkur upp og fórum til Ameríku, 1942, um haustið. Páll ísólfsson ■ átti hugmyndina og hvatti mig óspart, eins og líka aðrir, sem styrktu mig til ferðar- innar. Það var ævintýralegt ferða lag, sem tók 21 dag, skipalest. Við vorum 16 ungir krakkar, sem vorum að fara til Ameríku að stúdera. Þetta var svo fullkomlega val- inn hópur, Brandur í Heyrnar- leysingjaskólanum, Sturla Frið- riksson jurtafræðingur, Valborg, kona Ármanns rektors, Björn Hall grímsson ef ég á að nefna nöfn. Þessi ferð var mér gersamlega ógleymanleg. Það var svo mikið áhyggjuleysi um borð. Við vild- um varla skilja í New York eftir veizlu og ræður. — Hvað fannst þér um New York? — Ég hef aldrei orðið fyrir eins miklum áhrifum. Hugsaðu þér, að sigla niður East River undir skýjakljúfum Manhattan. Það er hægt að sigla ofan og neðan við Manhattan, þetta er eyja eins og þú veizt. Við fór- um ekki þeim megin, sem Frelsis styttan er. Hlutur Serkins. — Hvernig gekk þér námið? — Ég fékk gífurlega góðan kennara. Ég hafði skrifað Serkin, og beðið hann að útvega kenn- ara. Hann var svo undrandi að fá bréf frá ungum strák uppi á íslandi. Hann útvegaði mér fyrsta flokks kennara, Horzo- wsky, hann hefur verið meðspil- ari Casals. En þá fór ég að finna til í hendinni og fór til læknis. Hann setti hendina í gips. Það var óþolandi í öllum þessum hit- um. Óþolandi sársauki. — Hvað var að hendinni? — Það vissi eiginlega enginn. Ég var búinn að finna fyrir þessu lengi. En svoleiðis var að ég spilaði póló, sundknattleik. Lækn irinn sagði að póló og pianoleik- ur færi ekki saman. Þessi verkur var búinn að gera mér gramt í geði. Fann fyrir þessu þegar ég var strákur. Svo fékk ég að fara með liði á Olympíuleikana 1935, þá æfðum við mikið. En daginn fyrir keppnina var ég viðþolslaus af kvölum. Ég varð að fara heim. Þegar ég spilaði fór verkurinn niður í hendina, frá öxlinni. Gorodnitzky. Þetta leit ekki vel út fyrir mér. En ég varð að halda áfram. þá fór ég á Julliard. Þar fékk ég kennara, sem var bezti kennari sem ég hef haft fyrir utan Árna. Hann hét Gorodnitzky. Hann var einn af beztu pianoleikurum Bandaríkjanna. Meira hvað sá maður fékk alltaf góða krítik. Hjá honum var ég 1 þrjú ár. Þarna fékk ég reynslu í því að spila á konsert. Hann var svo vinsamlegur við mig, að það tók út yfir allan þjófabálk. Hann lét mig spila einan á konsert fyrir nemendur og foreldra þeirra og leyfði mér að bjóða öllum þeim íslendingum í New York sem ég vildi. Hann sagðist aldrei hafa gert þetta fyrir nokkurn nemanda. Debut. — Hvernig gekk námið? — Það var gífurlega erfitt að láta sér fara fram. Kunnáttan kom alltof hægt, fannst manni. Þegar maður hefur svona góð- an kennara, sem segir: þú get- ur þetta, það tekur bara tíma, þá missir maður ekki kjarkinn. Svo náði maður þessu án þess að vita hvenær. Ég debuteraði í National Gallery í Washington. Thor Thors og Ágústa kona hans þekktu stjórnendurna, þau buð- ust til að skjóta þv£ að þeim að þarna væri íslenzkur pianisti, sem gæti spilað. Ég fór frá New York til Washington gagngert til að taka eins konar próf áður en það yrði ákveðið hvort ég fengi að spila. Þarna voru kon- sertar vikulega, troðfullt fyrir- fram. Þetta er eitt stærsta lista- safn í heimi, með konsertsal, sem er garður með glerhimni yfir. Það var ákveðið að ég spilaði í apríl. Tveim dögum áður dó Roosevelt. Ég var að leggja af stað. Ég hringdi í Thor og spurði hann: Verður nokkuð úr þessu? Hann sagði mér að koma. Þau fóru með mér, Jórunn Viðar, Drífa systir hennar, Lárus Fjel- sted jr. og Helga kona mín. Ég fór í síma í veitingahúsi á leið- inni til að hringja í Thor og spyrja hann um útlitið. Þegar ég kom aftur til þeirra bað ég um einn bjór. Þá vissu þau að konsertinn yrði ekki. Það var slæmt maður var búinn að vera í svo mikilli spennu. í Washing- ton sagði Thor mér að slappa bara af og bauð okkur að vera hjá þeim hjónunum í nokkra daga. — Varð þá ekkert úr konsert- inum? — Jú, í júní, 10. júní Troð- fullt hús og krítíkin með af- brigðum góð. Thor hafði mót- töku á eftir. Krítík. Við fengum að sjá úrklippur með gagnrýninni. Dr. Gunn, sem þá var stórveldi í bandarískum músíkheimi, en lifir nú í hárri elli, kallaði Rögnvald „Virtuoso" og annar gagnrýn- andi taldi sennilegast að Rögn- valdur yrði meðal fremstu piano- leikurum heims þegar fram liðu stundir. Eitthvað þessu líkt hef- ur gagnrýnin ósjaldan verið þeg- ar Rögnvaldur Sigurjónsson hef- ur átt í hlut. Palmgren, frægasta finnska tónskáldið eftir Sibelius hældi Rögnvaldi á hvert reipi, þegar Rögnvaldur var í Finn- landi fyrir nokkrum árum. Þekkt- asta musikblað Vínarborgar sagði um konsertana í borginni mánuðina marz og apríl 1955 að Frh. á bls. 13 • Rögnvaldur Sigurjónsson, • píanóleikari rifjar upp frá • námsárum og sitthvaá fleira

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.