Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 7
V í S I R . Fimmtudagur 18. október 1962. Til lesenda Vísir hefir nýlega gert samning við þýzkt útgáfufyr- irtæki, Dients aus Deutsch- land, um birtingarrétt á greinum um þýzk,, menning- armál, bókmenntir, leikhús og myndlist. Birtist fyrsta greinin hér í dag ög er hún sérstaklega rituð fyrir Vísi. Með þessu vill Vísir kynna lesendum sínum helztu við- burði, sem gerast í menning- arheimi þessarar gömlu og grónu menningarþjóðar. * A bókasýningunni í Frank- furt á síðasta ári kom í ljós, að erlendir bókaútgefend- ur höfðu hvað mestan áhuga á skáldsögu etfir Uwe Johnson „Das dritte Buch uber Achim“ (þriðja bókin um Achim). Síðan hafa birzt þýðingar á bókinni í Englandi, Finnlandi, Frakk- landi, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Spáni og Hollandi og munu flestar þýðingar nær uppseldar í fyrstu útgáfu. Það hefur einn- ig komið í ljós í sambandi við þessa miklu eftirspurn eftir bókum Johnsons, að meðal bókaútgefenda er vaxandi á- hugi á bókum, sem standa utan við hinn brezk-bandaríska bók- menntaheim. ■það er fyrst og fremst efni þessarar skáldsögu, sem gerir hana svo eftirsótta í út- löndum. Hún fjallar um að- greiningu og síaukna fjarlægð- arkennd milli hinna tveggja hluta Þýzkalands. Johnson hef- ur stundum verið nefndur „hinn fyrsti annálsritari tví- skiptingar Þýzkalands". Sjálfur hefur hann vísað slíkri nafn- gift á bug. Það hafði sem sé aldrei vakað fyrir honum að gerast annálsritari, heldur fjalla á lifandi hátt um líf þess fólks, sem býr við þá stöðugu hættu að líf þess verði aðþrengt eða máð burt af yfirvöldum þjóðar sinnar. Efni þessarar skáld- sögu Johnsons er því mjög á dagskrá, og framsetning hans er með óvenjulegum hætti. Ei- lítið vottar fyrir blæbrigða- skyldleika við bandaríska rit- höfundinn William Faulkner og áhrifum frá frönsku stefnunni um „noveau roman“. Að öðru leyti stendur Johnson á eigin fótum sem rithöfundur. Málfar hans er töfrandi, og algengt er að myndir þær, sem hann bregð ur á loft, séu byggðar á ógagn- sæjum og margslungnum veru- ieika. >ýzka skáldið Uwe Johnson 'C'nda þótt Johnson takist á marga lund að spanna 15 ár frá stríðslokum hugsun- ar- og lifnaðarhætti íbúa Aust- ur- og Vestur-Þýzkalands og hvernig þeir færast fjær hver öðrum, þá hefur hann einnig með þessari lýsingu sinni dreg- ið markalínu, sem byggist á því, að enn er á engan hátt séð fyrir endann á tvískiptingu Þýzkalands. En jafnframt hefur hann einnig sett bókmennta- lega markalínu. Bók hans, sem er næstum að öllu leyti rituð í viðtengingarhætti, mætti að sumu leyti kalla „andskáldsögu lega", ef svo má að orði kom- ast, vegna þess, hve hún ber mikinn svip af því, að verið sé að endursegja raunveruleika. Með þessu tekst Uwe Johnson oft á tíðum að skapa einkenni- legan margbreytileika. Þessari tækni hafði hann þegar náð £ fyrstu skáldsögu sinni „Mut- massungen uber Jakob" (I’myndanir um Jakob). Þessi margslungni er lesandanum geysjleg, ,þ,vatning til þess að sökkva sér af ákefð niður í efn- ið. „Markalínan" verður þess vegna sérstök reynsla fyrir hvern og einn. Og það er að lokum sennilega einhver mesti ávinningur þessa unga rithöf- undar, að hann af yfirlögðu ráði bendir aðeins til átta og Iætur hinni þýðingarmiklu Alþingi lín síðan 1959. Fyrir þann tíma var hann búsettur á rússneska hernámssvæðinu, en hann gat ekki fallizt á hugmyndaheim þessa leppríkis, og þar kom, er stjórnin varð æ ómannúðlpgri, að hann fór til Vestur-Berimar eftir að hafa gagnrýnt austur- þýzku stjórnina, en jafnframt bent á ýmislegt, sem miður fór í Vestur-Evrópu. Menn hafa kallað þennan unga rithöfund „sannleiksleitanda" og það með réttu. Sönnun þess er sá marg- breytileiki, sem einkennir verk hans. Þessi margbreytileiki stafar ekki af skorti á ögun í málfari eða ruglingslegum skiln ingi, heldur af virðingu fyrir sannleikanum, sem aldrei verð- ur komið í viðjar neinna kenn- inga. Berndt W. Wessling. Rjúpan er stygg Rjúpnaveiði hefur verið leyfð frá 15. október, svo sem venja er til, og skyttur sem fóru til rjúpnaveiða frá Akureyri s. I. mánudag telja að meira sé um rjúpur nú heldur en I fyrrahaust. Síðastliðinn mánudag tóku skytt ur sig upp frá Akureyri og fóru til nærliggjandi fjalla og heiðalanda. þ. á. m. Súlur, Hlíðarfjall, upp á Öxnadalsheiði og í fjalllendið upp af Svarfaðardal. Eftirtekjan mun, eftir því sem næst verður komizt, ekki hafa ver- ið mikil, því rjúpan var mjög stygg. Hins vegar ber flestum skyttunum saman um það að þær hafi séð sakaður um áróður og til þess | fieiri eða færri hópa, og mun að hefja verk sín yfir takmark- me;ra heldur en þeir urðu varir við anir tímans og halda þeim lif-; a s, j, hausti. Neytendur urðu líka að gjalda rjúpufæðarinnar í fyrra, ekki sízt fyrir jólin, því þá urðu þeir að borga 100 krónur fyrir hverja rjúpu út úr búð. Dýr jóla- matur það! spurningu um þýzku þjóðina ó- svarað til þess að verða ekki andi. TTwe Johnson er fæddur árið 1934 £ Pommern, sem nú lýtur pólskri stjórn. Hann hef- ur verið búsettur £ Vestur-Ber- Rabbað um kornrækt - niðurgreiðslur — engin samkeppni - misheppnaðar tilraunir — jarðrækt- arstyrkur — jákvætt og hyggilegt starf Þjóðverjar eru mestir ökumenn Það er á flestra vitorði, að Vest- ur-Þýzkaland er annar stærsti bíla- framleiðandi heims, aðeins Banda- rxkin framleiða fleiri bíla árlega en það. Samt er tala bila, sem skrásettir eru í Vestur-Þýzkalandi, lægri en bíla I Bretlandi og Frakklandi, sem eru I þriðja og fjórða sæti, að þvf er framleiðslu snertir. I Frakklandi er veganetið lengst, svo að miklu munar á næsta landi, en hins vegar hefir Þjóðverjum tekizt að fara langt fram úr öllum öðrum, að þvi er snertir lagningu fullkominna bílabrauta. Þjóðverjar eru einnig mestir ökumenn, þvf að þeir aka að meðaltali lengri vegalengdir á ári hverju en nokkrir aðrir. Þar eru Frakkar í þriðja sæti, þótt þeir aki manna hraðast, og er þetta talið stafa af þvi, að benzínverð er þar hærra en í öðrum Evrópulöndum. Nokkrar umræður urðu á Al- þingi í gær um íslenzka korn- rækt og það verður að segjast, að ekki urðu þær til að auka hróður stjórnarandstöðunnar. Eysteinn Jónsson, form. Fram- sóknarflokksins hafði tíðum orðið, xeeddi einkum um auka- atriði, snéri út úr og klykkti út með þeirri staðhæfingu að land búnðarráðherra, Ingólfur Jóns- son, vildi alla íslenzka koin- rækt feiga! Áleit hann sem sagt að Ingólfur stefndi að því einu marki að drepa niður þessa at- vinnugrein með ráðum og dáð Málsatvik voru þau, að Iíari Guðjónsson flutti þingsályktun- artillögu um að íslenzk korn framleiðsla yrði greidd niður til jafns við erlenda innflutta kornframleiðslu. Taldi hann, eins og þeir menn munu eflaust gera, sem ekki hafa kynnt sér þetta mál til hlítar, að það væri engin sanngirni í, að er- lent korn væri greitt niður en það íslenzka ekki. Gerði það þeim síðarnefndu samkeppnina að sjálfsögðu erfiðari. Ef við kynnum okkur málið nánar, þá er á tvennt að líta. í fyrsta lagi, að kornframleiðsla hér á landi nemur aðeins um 1% af því fóðurþorni sem not- að er hér, svo alls ekki er enn um neina samkeppni að ræða sem talandi er um. í öðru lagi hafa ekki allir þeir bændur sem ræktað hafa korn notað réttu kornafbrigðin og því hafa sumir þeirra orðið fyrir allverulegum fjártöpum af þeim sökum. Það hlýtur að vera rétt afstaða hjá ríkisstjórninnj að hvetja ekki bændur né aðra til að hefja kornrækt meðan allar tilraunir varðandi hana eru ennþá á byrjunarstigi. Eins og Ingólfur sagði: „Þeg- ar bændur hefja kornrækt og bíða tjón af, þá er það vísasti vegurinn til að hefta framgang kornræktar. Síðar þegar tilraunum um kornrækt hefur verið lokið og niðurstaða fengin, mun erlend- um kornframleiðendum síður en svo verða fvilnað umfram íslenzka kornræktarmenn‘. Þetta var mergurinn málsins og kom hann greinilega fram í ræðu landbúnaðarráðherra. Það kom einnig fram £ orðum and- stæðinga hans, „að sú bót hefði að vfsu fengizt á síðasta ári, þar sem jarðræktarstyrkurinn væri“, og „rétt væri að korn- rækt hefði brugðizt á síðasta sumri. Hvort tveggja ber að þeim sama brunni, að ráðherra hefur unnið jákvætt £ þágu þessarar atvinnugreinar og sú afstaða er rétt að ekki sé hyggilegt að hvetja bændur til ræktunar sem ekki er byggð á neinum vfsinda legum niðurstöðum. Má á þv£ sjá hvort ráðherra vildi drepa niður kornrækt og ósanngjarnt sé að greiða ekki niður fslenzka komrækt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.