Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 18.10.1962, Blaðsíða 5
V í S I R . Fimmtudagur 18. október 1962. 5 Útvarpsráð harmar ummæli Gísla Kristjánsonar Útvarpsráð setti ræki- lega ofan í við Gísla Kristjánsson, ritstjóra Freys, á síðasta fundi. Vítti það Gísla með fund arsamþykkt fyrir óvið- urkvæmileg ummæli, sem hann viðhafði í út- varpinu á mánudaginn um Neytendasamtökin og kartöflumálið svo- nefnda. Tilefni þessa sjaldgæfa máls er það, að á mánudaginn kom Gísli í útvarpið og fiutti einn af búnaðarþáttum sínum. Var hann þar mjög stóryrtur og ill- yrtur og fjallaði aðallega um kartöflumálið. Hjó hann þar mjög til Neytendasamtakanna og þeirra málsstaðar. Neytendasamtökin vildu ekki liggja óbætt undir árás Gisla. Drógu forsvarsmenn samtak- anna sverð sín út slíðrum, • brýndu þau og sendu útvarps- ráði harðort mótmælabréf. Útvarpsráð skaut samstuntíis á húsþingi. Ræddi það deiluna og gerði samþykkt þess efnis að það teldi „ummæli Gísla ó- viðurkvæmileg og þætti mjög miður að þau skyldu hafa ver- ið viðhöfð í útvarpinu“. Neitendasamtökunum var til- kynnt um þessa samþykkt með bréfi. Bætzt hefir því einn sér- stæður þáttur inn í hið fræga kartöflumál, sem enn liggur hjá Saksóknara og enginn veit enn hvern endi fær. árni Thorsfeinsson Bátinn UNDU—sákkulaði til KANADA að um verulegan útflutning á Lindusúkkulaði geti verið að ræða, á íslenzkan mælikvarða. Athyglisvert er, að íslenzk súkkulaðiverksmiðja skuli vera orðin samkeppnisfær á heims- markaðnum og ber það fram- taki og dugnaði forstjóra henn- ar, Eyþórs Tómassonar, gott vitni. Ekki er nema ár síðan verksmiðjan flutti í mikil og glæsileg húsakynni og keypti nýtízku vélakost erlendis frá. Árni Thorsteinsson tónskáld lézt að Landsspítalanum á þriðjudags- kvöld. Var Árni 92ja ára þegar hann andaðist, en hafði stuttu áður orðið fyrir slysi, er honum skrikaði fótur á götu. Foreldrar Árna voru þau Árni Thorsteinsson fógeti og Soffía Hannesdóttir Johnsen. Árni tók stúdentspróf 1890 og var því elzti stúdent lands- ins. Heimspekiprófi lauk hann frá Kaupmannahafnarháskóla 1891, en að því loknu lagði hann stund á lög um nokkurt skeið við sama skóla. Þá lærði hann ljósmyndaiðn og starfaði sem ljósmyndari f Reykja- vík um langt skeið. Árni Thorsteinsson var þó fyrst og fremst kunnur fyrir tónsmíðar, og hefur hann lengi verið eitt vin- sælasta tónskáld þjóðarinnar. Komrækt d framttS fyrir sér Hárlos — Fiamhald af 16. síðu: ekki væri að hægt að skella skuldinni & neitt einstakt atriði í þessu efni. Konur nota alis konar efni í hár sitt, bæði til að prýða það og halda því hreinu, konur fengju sér „permanent", þær notuðu alls konar sápur eða „shampoo“, og í þeim væru ým is efni, sem hefðu vitanlega á- hvern þátt í hárlosinu. Helzta orsökin mundi hins vegar vera notkun á svonefnd um „rúllum“ eða keflum, sem hárinu er vafið þétt um og konur bera að jafnaði klukku stundum saman, stundum heilar nætur. Er þá sífellt á- tak á hárinu og rót þess, og virtist eðlilegast, að þetta væri áhrifamesta orsök hár- lossins. Vísir hefir sannfrétt, að fyrir hafi komið, að skallablettir hafi komið á ungar stúlkur og kon- ur vegna of mikils dugnaðar þeirra við að auka hárprýði sína, og ættu konur að athuga, að í þessu efni sem öðrum gild- ir hið fomkveðna, að „betra er að veifa röngu tré en öngvu“ — betra er að fara varlega í hár- snyrtinguna en snyrta á sig skalla! AugSýsing eykur viðskiptin Samkvæmt ákvörðun rektors hafa tolleringar verið lagðar niður í Menntaskólanum í Reykjavík. Þykir þeim nemend- um, sem begar afa orðið að ganga í gegnum tolleringar, þc u slæmt og hafa þeir kosið nefnd til að finna upp á ein- hverju í staðinn fyrir þær. Nefnd.þessi er komin af bekkj- arráðum skólans. Hefur hún þegar mótmælt við rektor þeirri málsmeðferð að ganga alger- lega fram hjá nemendum, er á- kvörðun var tekin um að banna tolleringar. Situr nefndin nú á Fyrir nokkru f ór fyrsta súkkulaðisendingin frá Lindu á Akureyri vestur um haf. Útflutningur ís- lenzks súkkulaðis er því hafinn. Vísir frétti í morgun, að súkkulaðiverksmiðjan Linda hefði að undanförnu kannað möguleika á útflutningi súkku- laðis. Voru send sýnishorn vest- ELciiinesði — Framh at 16 síðu: Er leið að hádegi kom þó svo að gesturinn yfirgaf húsið og hvarf á brott. Skömmu seinna veitti hús- ráðandi því athygli að honum hafði hcrfið forláta vesti sem hann átti. Ennfremur bárust fregnir um það að horfið hefðu vekjaraklukkur úr tveim íbúðum í sama húsi. Var málið þá kært fyrir lögreglunni, sem hóf leit að þjófnum og hefur nú fundið hann. Var hann í vesti gestgjafa síns, en klukkunum hafði hann fargað. fundum og veltir fyrir sér hvaða móttökur séu viðeigandi fyrir busana þegar þeir koma í skólann. Miðár nefndin við það, að sem minnst hætta sé á líkam- legum átökum, við þá athöfn sem kann að verða ofan á. Kem ur helzt til greina að hafa ein- hverja athöfn á sal, hvort sem busarnir yrðu teknir þangað einn í einu eða margir í senn, en hugmyndin mun vera að láta þá ganga í gegnum einhverjar minni háttar þrautir. ur um haf og líkuðu gæði vör- unnar vel. Er fyrsta sendingin nú farin og er kaupandinn firm- að La Donbonniére £ Montreal í Kanada. Bendir allt til þess uýir áskrif- endur Áskrifendasöfnun Vísis hef- ir nú staðið f sex daga. Hef- ir hún gengið mjög vel því bætzt hafa 300 nýir áskrifendur í hópinn þennan stutta tíma. — Stendur söfnunin enn yfir í Heimunum. Áfram mun siðan verða haldið í önnur hverfi og smám saman farið þannig yfir alla borgina. í þessu sambandi viljum við á Vísi benda á, að Vísir er ódýr- asta dagblaðið, sem gefið er út á landinu. Það kostar aðeins 55 krónur á mánuði, sent heim á hverjum degi. Þá hefir Vísir annað til síns ágætis, og það er hið mánaðar- lega áskrifendahappdrætti blaðs ins. Eru allir áskrifendur sjálf- krafa þátttakendur í happdrætt- inu án aukagjalds. Vinningamir eru hinir eigulegustu gripir, í þessum mánuði Elna-saumavél, og verður dregið um hana eftir viku. Hafa margir áskrifendur Vísis orðið stórum efnaðri á því að vera þátttakendur í happ- drættinu. Ef þér eigið vin eða vinkonu, sem þér viljið gleðja, bá er ekkert upplagðara en hringja i síma 1-16-60 og gefa þeim áskrift að Vísi. Það kom fram í um- ræðum á Alþingi í gær, að umfangsmiklar til- raunir fara nú fram með kornrækt hér á landi, tilraunir, sem miklar vonir eru bundnar við. Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra kvað það engum vafa undir- orpið að kornrækt ætti mikla framtíð fyrir sér á íslandi, og væri ekki að bíða nema 2—3 ár, þar til tilraunum væri lokið og unnt væri að hefja kornframleiðslu í stórum stíl. Örfáir bændur hafa þegar ráð- izt í tilraunir með kornrækt, en enn eru þær á frumstigi og nema ekki meira en 1 til 2% eftirspurn- arinnar. Hins vegar hafa farið fram á vegum ríkisins, sagði Ing'ólfur, ná- kvæmar rannsóknir að undanförnu undir forystu færustu vísinda- manna og er að vænta góð's ár- i angurs af þeim rannsóknum. Reynd I hafa verið um 40 kornafbrigði með tilliti til jarðvegs, veðráttu og ann- ars. Ef þær vonir rætast, sem gerð- ar eru í þessum efnum, verður ekki' langt að bíða þar til íslendingar framleiða allt sitt korn sjálfir og kornrækt verður stór liður í land- búnaði íslands. Þessar athyglisverðu upplýsingar gaf ráðherrann vegna umræðna um niðurgreiðslu íslenzkrar kornfram- leiðslu. Er nánar rætt um þær um- ræður á síðu 7 (Alþingi). Sjoppun- um lokað AKUREYRI í gær. — Bæjarstjórn Akureyrar samþ. á fundi sínum í gærkveldi að loka sjoppum í bænum að kvöldi til, er. það mál hefur mjög verið þar á döfinni að undanfömu. Tillaga um þetta efni var borin upp á fundinum og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1, en 4 sátu hjá. Samkvæmt þessari samþykkt verður sjoppunum lokað kl. 6 síð- degis á tímabilinu frá 1. okt. til 1. maí, en kl. 10 síðdegis aðra mán- uði ársins. Hvað á að gera við busana?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.