Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 7
V1S I R . Föstudagur 19. október 1962. 7 BÆKJJR OG HOFUNDA D. Þýzki rithöfundurinn HEINRICH BÖLL Tjað er engin tilviljun, að skáld- sagnahöfundar Þýzkalands hafa á síðustu tímum tamið sér til tjáningar aðferð hinn- ar margföldu, sundurbrotnu frásögu. Við það fá verk þeirra á sig einkenni hinna mótsagnakenndu tíma, er við lifum, en verða á hinn bóginn óaðgengilegri fyrir lesendur komandi tíma. Þessir þýzku höfundar sjá söguefni sitt með margra augum í einu, fjalla um veruleikann með hugum margra manna samtímis,- Gervidagbæk- ur birta lesandanum tilhneigingu til hlutleysis og verka að auki gegn hinu stranga formi skáld- sögunnar. ,4 samt Gerd Gaiser og Jens Rehn hefur Heinrich Böll framar öllum tileinkað sér þetta tjáningarform. Það er alkunna, að með þessari sundurliðun frá- sögunnar er tilgangurinn sá, að auka möguleika á listrænni framsetningu efnisins. Þetta „svigrúm" innan skáldsögunnar á að ^era höfundinum auðveld- ara um vik að taka efni sitt dýpri og fastari tökum. Þannig gerir Heinrich Böll sögur sínar að einkennilegri gagnsæismynd, hann hefur þær upp Ur hinu til- viljunarkennda til þess sem er einkennandi. í verkum sínum fram til þessa hefur Heinrich Böll beitt þessari aðferð að sýna viðfangsefni sitt frá mörgum sjónarhólum og um fram allt í sögunum „Wandarer kommst du nach Spa“ (Ferðalangur, kom þú til Spa), Wo warst du, Ad- am“ (Hvar varst þú, Adam), „Und sagte kein einziges Wort“ (Og mælti ekki orð frá vörum), „Haus ohne Híiter“ (Umhirðu- laust hús) og „Das Brot der friihen Jahre“ (Brauð fyrri ára). Það er aðeins „Irische Tage- buch“ (írsk dagbók) frá árinu 1957, sem er undantekning frá þessu. Tjessi áherzla á margbreytileika í verkum sínum hefur gert það að verkum, að útlendingar fengu snemma áhuga á hinum þýzku rithöfundum. Verk Hein- rich Bölls eru lesin í þýðingum Fær hann Nóbels- verölaunin bessu sinni? i Frakklandi, Hollandi, Dan- mörku, Svíþjóð, Bandaríkjun- um, Sovétríkjunum, Ungverja- landi o'g Júgóslavíu. Hann hef- ur orðið eins konar samnefnari fyrir rithöfunda Þýzkalands nú- tímans. Sömuleiðis hefur erlend is verið sýnd kvikmynd á sögu hans „Das Brot der friiher Jahre“. Tjessi kvikmynd vakti mikla * athygli á kvikmyndahátíð- inni í Berlín í ár. Kvikmynda- handritið er skrifað af Herbert Vesely, leikstjóra myndarinnar, og Leo Ti. Samtölin skrifaði Heinrich Böll sjálfur. Aðalhlut- verkin eru leikin af frönsku leik konunni Karen Blanguermon og þýzka leikaranum Christian Doermer. Kvikmyndunin fór fram í Berlín. T útvarpsleikritum og smásög- um Bölls birtist okkur hæfi- leiki hans til gagnrýni, til að setja fram persónur og atburði á áleitinn og mjög áhrifamik- inn hátt. í frásögnum sínum og ritgerðum ritar Böll um endur- minningar um fólk og frásögur þess frá liðnum tíma. Þær eru engu að síður gagnsæjar og reynsluríkar en skáldsögur hans. Bókmenntaleg vandamál, sið- ferðisvitund rithöfunda og hin erfiða spenna, sem ríkir milli verks höfundarins og skoðana hans, eru tekin til meðferðar á hlutlægan hátt. Það er sameig- inlegt öllum þessum minni verk- um hans, að þar er Iesandinn aldrei hafinn til skýjanna á ein- :tóm.um,;kenningum og hugarór- um, heldur haldið fast við raun- veruleikann. Þessi veruleikaást á mannlegum athöfnum og lífi fólksins er heildareinkenni þessa 44 ára rithöfundar, sem stundum hefur verið nefndur skáldlegur gagnrýnandi samtíð- ar sinnar af kristilegu hugarfari og bjargfastri, persónulegri trú. Berndt W. Wessling. Tveir áhrifamenn- tvö ólik sjónarmið - sparifjár- binding — varasjóður — framleiðsla í hámarki - betri tæki nauðsynleg — kaupfélögin og ofsóknir á þau - Sjöunda útgáfa á kennslubók á 50 árum Eins og Vísir skýrði frá fyrir skemmstu, eru nú liðin 50 ár frá . því að Iandafræðikennsla var tekin upp í íslenzkum skólum, og var í upphafi kennt eftir kennslubók dr. Bjarna Sæmundssonar. Kennslubók þessi er nú komin út í 7. útgáfu, og hefur Einar Magnús- son menntaskólakennari endurskoð að hana, en hann kenndi landa- fræði við Menntaskólann um langt árabil, svo sem kunnugt er. En þótt hér sé um endurskoðaða út- gáfu að ræða, er grunnurinn hinn sami, sem reist er á, og hefur engin kennslubók hér á landi reynzt eins „lífseig" og þessi. Er það góður vítnisburður um það, hversu vel hefur verið vandað til bókarinnar f öndverðu, og í sam- ræmi við allt starf dr. Bjarna Sæ- mundssonar, sem var ekki aðeins afbragðs visindamaður í sérgrein sinni, fiskifræði, heldur og alhliða fræðimaður, sem gat miðlað öðr- um þekkingu á mörgum sviðum. Hann komst svo að orði í 2. út- gáfu Landafræðinnar, sem út kom 1920, að lokinni fyrri heimsstyrj- öldinni, að „Landafræði er ekki ríkjaskipunarfræði eingöngu, hún er jarðlýsing, sem heidur sínu gildi. þó að ríki kollvarpist og þjóðhöfð- ingjum sé steypt af stóli“. Eins og fyrr segir, er þessi 7. útgáfa að stofni til óbreytt, en breytingar þær, sem á henni voru gerðar, eru afleiðingar atvinnu- og stjórnmálaþróunar síðustu ára — „allt fram í september 1962“, eins og segir aftan á kápu. ísafoldarprentsmiðja hefur prent r og gefið bókina út, en stærðin er 282 bls. Gylfi Þ. Gíslason og Eysteinn Jónsson leiddu saman hesta sína á Alþingi í gær og deildu af miklu kappi þann tíma, sem þingfundur stóð yfir í Neðri deild, eða tvo og hálfan tírna Þar sem hér stóðu andspænis hvor öðrum þeir menn, sein á- hrifamestir eru hvor í sínum flokki, var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlýða. á rök þeirra og málflutning. Mál þetta stóð fyrst og fremst um efnahagsmál, þróun þeirra, stefnur og markmið. Eysteinn varði löngum tíma, einni og hálfri klukkustund, í að sann- færa menn, og þó helzt sjálfan sig líklega, hversu botnlaus vit- leysa efnahagsmál ríkisstjórn- arinnar væru. Það sem vel hafði tekizt var svo ýmist góðæri ellegar vinstri stjórninni að þakka. Hafði vinstri stjórnin greinilega vinninginn umfram það síðarnefnda. Málflutningur hans fjallaði nánar tiltekið um þann varasjóð Seðlabankans, sem myndazt hefði vegna ráð- stafana stjórnvaldanna. Sá vara- sjóður er nú 500 milljónir og þreyttist Eysteinn aldrei á að telja mönnum trú um, að þess- ar milljónir væru beinlíms fryst ar inni í Seðlabankanum, þetta fé stæði þjóðarframleiðslunni fyrir þrifum og væri einmitt sá stofn, sem atvinnurekendur ættu heimtingu á að fá lán af. Benti dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem hélt uppi vörnum fyrir rík- isstjórnina, á þá augljósu stað- reynd, að framleiðsla væri nú svo mikil í landinu að hvar- vetna væri skortur á vinnuafli. Þjóðarframleiðsluna væri aðeins hægt að auka með betri tækja- nýtingu og betri tækjum — ekki með auknum lánum til atvinnu- veganna. Til að kaupa ný tæki þurfum við að fá lánstraust erlendis og það lánstraust fáum við með styrkum varasjóði, því á honum er gjaldeyrisforðinn byggður. „En varasjóðurinn er ekki ein- göngu notaður til að vega upp á móti gjaldeyrisforðanum," hélt Gylfi áfram, „heldur einn- ig til að endurkaupa afurðar- víxla landbúnaðarins og sjávar- útvegsins. Ef við Ieggjum niður bindingu sparifjárins, hvar ætl- ar þá Eysteinn að fá féð til þessara liða?“ spurði ráðherr- ann. Annað kom einnig fram í ræðu ráðherrans, sem mikla at- hygli vekur eflaust. Það er, að af öllum La.astofnunum lands- ins, sem fengið hafa lán hjá Seðlabankanum, standa innlána deildir kaupfélaganna í lang- stærstum skuldum, og er þó ekki miðað við hlutföll, sem sanngjarnt væri. Einnig hitt, að sparifé kemur að langstærstum hluta til inn í banka Reykjavík- ur, en samt fer y3 allra útlána út á landsbyggðina. Þrátt fyrir þetta fara Framsóknarmenn og málgagn þeirra stöðugt með þann lítilfjörlega áróður að ríkisstjórnin haldi uppi beinum ofsóknum á hendur kaupfélög- unum og mönnum út á lands- byggðinni! Margt annað merkilegt kom fram í ræðu Gylfa, þótt þvf miður séu ekki tök á að rekja, hvorki hans ræðu né Eysteins. Á fundi efri deildar í gær fylgdi Bjarni Benediktsson þrem stjórnarfrumvörpum úr hlaði, um landsdóm, ráðherra- ábyrgð og um öryggisráðstaf- anir gegn geislavirkum efnum. Ráðherra rakti ítarlega þróun tveggja hinna fyrrnefndu mála og þar sem hér er um merkilega löggjöf að ræða, fræðilega séð, verður þessu efni gerð nánari skil í þessum dálki innan skamms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.