Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 19.10.1962, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Föstudagur 19. október 1962. VÍSIB (Jtgefandi: Blaöaútgáfan VlSIR. Ritstjörar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensén. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. : lausasölu 4 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Ab rangfæra fréttir Síðustu árin hefir dagblaðið Tíminn fengið það orð á sig að það væri fréitafölsunarblað. Hér skal ekki um það dæmt hvort það orðspor hefir festst við blað- ið að ástæðulausu eða ekki. Fréttir blaðanna er unnar á skömmum tíma og með miklum hraða og oft má mjóu muna svo merkingin breytist ekki. Það þekkja allir sem blaðamennsku eru kunnugir. En í gær flytur blaðið heilsíðufyrirsögn sem erfitt er að skilgreina öðruvísi en sem fréttafölsun. Þar stendur: „Landbúnaðarráðherra ræður bændum frá að rækta korn“. Hér reyndist þó Þjóðviljinn miklu heiðarlegri. Hann getur þess að ráðherrann biður bændur að bíða með það að leggja út í stórfellda kornrækt þar tií Atvinnudeildin hefir komizt að niðurstöðu um hvaða korntegund bezt sé að rækta. Mergurinn málsins er sá að ráðherrann lýsti því yfir að kornrækt myndi verða hér stór atvinnuvegur innan fárra ára og skyldi þá allan nauðsynlegan stuðn- ing hljóta af hálfu ríkisins. Framsóknarflokkurinn er undarlega tvíklofinn flokkur og þessi tvískinnungur kemur stundum fram í málgagni hans. Þetta sem hér hefir verið minnzt á er leiðinlegur vottur þessa tvískinnungs. En bændur landsins þýðir ekki að reyna að blekkja með slíkri blaðamennsku. Barnahjálp Alþýðublaðið hefir undanfarna daga ritað um mikið mannúðarmál. Það er hjálp til hungraðra barna, hvar sem þau dveljast í veröldinni. Þótt við, þær þjóðir sem Evrópu byggjum, þekkjum vart hungur og efna- hagsleg eymd lengur er því miður ekki svo um meiri- hluta meðbræðra okkar. Talið er að tveir þriðju hlutar veraldar lifi við ónógan kost og ekki líður svo árið að hungursneyðir eigi sér ekki stað. Hjálpfýsi hefir ávallt verið rík í íslendingseðlinu. Ef til vill er það vegna þess að þjóðin sjálf hefir þekkt sult og seyru fram á þessa öld. Leggjum því hér öll hönd á plóginn og styðjum þá söfnun sem Alþýðu- blaðið hefir haft forgöngu um. Busagrín forgengið / Sú tilskipun hefir verið látin út ganga að toller- ingar skuli afnumdar hér við Menntaskólann. Ekki mun sú tilskipan breyta gangi veraldarsögunnar. En tolleringar voru litrík og skemmtileg venja, sem um langan aldur hefir sett svip sinn á fyrstu menntaskóla- dagana. íslenzkir skólar eru ekki of ríkir af skemmti- legum erfðavenjum og litlar ástæður virðast hafa ver- ið fyrir því að afnema þetta busagrín. Víst munu bus- arnir sjálfir hvorki hafa óttazt sár né dauða í því ati. ,Sú króna sem fer út úr landinu. er í síðasta sinn44 kvödd SAVA eða Sameinaða verk smiðjuafgreiðslan, sem hefir á hendi afgreiðslu fyrir 8 verksmiðjur af ýmsu ragi, mun vera eina einkafyrirtæk- ið hér á landi, sem gerir sér far um að halda uppi sam- bandi við viðskiptavini sína og aðra með því að gefa út fréttabréf. Hefir svo verið í níu ár, og er það framkvæmdastjóri SAVA, Magnús Víglundsson, sem jafnan ritar fréttabréfiö og eru þar ýmsar góðar hug- vekjur um landsins gagn og nauðsynjar. í síðasta tbl. Fréttabréfs er eftirfarantíi grein um íslenzkan iðnað, sem Vísir telur að eigi erindi til fleiri en þeirra, sem fá Fréttabréfið, þótt það sé all- stór hópur, þar sem upplagið er hvorki meira né minna en 2000 eintök. „Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd í síðasta sinn“. Svo mælti merkur og þjóðrækinnuu Vestur-ís- Iendingur, éi^háitifí •‘yrír1' nærri hálfri öld síðan eggjaði landa sína lög- eggjan til stuðnings á- formi íslenzku þjóðar- innar um að hrinda sm- um eigin hafskipastót á flot. íslendingar höfðu, er hér var komið sögu, ekki sjálfir átt haf- skip síðan þeir gengu erlendurn konungum á hönd þegar á ofanverðri þrettándu öld. Arður inn af siglingum til landsins og frá hafði því í rétt 650 ár runn- ið óskiptur til útlendra skipaeig enda, þeirra hag, en ekki fslend inga, til eflingar. islendingurinn í Vesturálfu skildi til hlítar að við svo búið mátti ekki lengu; standa. Honum hefur sjálfsagt ekki sézt yfir þá staðreynd, að framandi yfirráð og áhrif á sigl ingar og aðra þætti atvinnulífs ins voru meginorsök efnahags legs umkomuleysis íslendinga, er m. a. hafði í för með sér hina stórfelldu flutninga þeirra til Ameriku. Alda þeirra þjóðflutn inga var einmitt nýlega hnigin, þegar hafizt var handa um stofn un Eimskipafélagsins. Siglingarnar til fslands voru þó ekki eini bjargræðisvegur- inn, sem útlendir menn höfðu undir sig lagt. Þannig var svo til enginn verksmiðjuiðnaður til hér á landi fyrr en fullur fjórð- ungur hinnar 20. aldar var geng- inn um garð. Hins vegar hafði hvers konar iðnaður þróazt með grannþjóðunum um ár og aldir, og þaðan keyptu fslendingar þær iðnaðarvörur, sem þeir höfðu ráð á að eignast. Hér gerð ist þvi hliðstæð saga og í siglingamálunum: verkalaunin gengu til erlendra manna, og arðurinn af iðnrekstrinum rann í sömu slóð. Lífskjör þjóðarinn ar voru lakari en efni stóðu til, hinar mörgu krónur, sem kvadd- ar voru í síðasta sinn, gerðu þar gæfumuninn. — Magnús Víglundsson. Á síðustu áratugum hefur myndarlegur og stöðugt vax- andi verksmiðjuiðnaður náð að þróast á íslandi, og er iðnaður nú orðinn einn af höfuðatvinnu vegum þjóðarinnar, við hliðina á landbúnaði og sjávarútvegi. Sam kvæmt þeim heimildum, sem ég veit réttastar, hafa full 40% Reykvíkinga framfæri sitt af atvinnu við iðnað. Svipað mun hlutfallið vera víða í kaupstöð- um landsins, og þess er skemmst að minnast, er skýrt Eftir Magnús Víglunds- son, ræðis- mann var frá því í sambandi við ný- liðinn 100.' afmælisdag Akur- eyrarkaupstaðar, að um 60% bæjarbúa byggðu afkomu sína á iðnaði staðsettum í höfuðstað Norðurlands. Hinn ungi íslenzki iðnaður hefur á þroskaárum sínum átt við margháttaða örðugleika að stríða, og málstaður hans ekki æfinlega hlotið þægan byr í seglin, þótt ekki skuli að sinni rætt um þá vankanta. En það er íslenzku iðnverkafólki til sóma, hversu það hefur í heild sinni lagt sig fram um að gera iðnað- arvörurnar sem bezt úr garði, og stutt þannig að stöðugt varandi áliti íslenkrar iðnaðar- framleiðslu meðal landsmanna. Þess er og sjálfsagt að geta, að íslenzkur iðnaður hefur yfir- leitt búið við allverulega toll- vernd. Sú tollvernd hefur þó þegar verið skert svo að um munar, með nýsettri löggjöf. Við búið er, að framhald verði þeirr ar þróunar á komandi árum, er svo kann að fara, að Island sjái framtíðarhag sínum bezt borgið með einhvers konar samstarfi við efnahagsbandalag vestrænna þjóða. Öll þurfa þau mál vand- legrar yfirvegunar við, a. m. k. að því er til iðnaðarins tekur, en vel má þó svo fara, að fyrr en varir standi íslenzkur iðnað- ur á „beru svæði“ í harðri sam keppni við framleiðslu þjóða með aldalanga og markvissa iðn aðarþróun að baki. Þess má enn geta, að nú síðustu árin hafi margar greinar íslenzka iðnaðarins átt í harðri og vax andi samkeppni við innfluttar vörur frá helztu iðnaðarlönd- um veraldar ,(t. d. hefur alls konar skófatnaður, karlmanna- skyrtur o. fl. fatnaður verið flutt ur inn að því er virðist ótak- markað frá Englandi, Bandaríkj unum, V-Þýzkalandi, Japan, Frakklandi, Danmörku og frá enn fleiri löndum). — Með þessar staðreyndir í huga hljóta því iðnrekendur og iðn- verkafólk enn að efla samstarf sitt um að vernda framleiðsluna svo sem bezt má verða, svo að hún standi jafnan hinum inn- fluttu iðnaðarvörum á sporði. Það er og trú mín, að þetta megi takast, enda gefur iðnþró- un síðari ára hér á landi fyrir- heit um það. En þá kemur til kasta ís- lenzkra neytenda, að þeir kaupi innlendu vöruna að örðu jöfnu, þ. e. þegar hún er sambærileg við hinn útlenda iðnvarning. Og hér eru einmitt orð verzlunar- fólksins, jafnt kaupmanna sem afgreiðslufólks, þung á vog. Á umsögn og afstöðu þessara að- ila byggist endanleg ákvörðun kaupandans að verulegu leyti. Þau iðnfyrirtæki, sem standa að útgáfu þessa litla „Frétta- bréfs" vilja vissulega leggja sig fram um að haga starfsemi sinni svo, að fullt og verðskuldað traust megi jafnan ríkja milli þeirra og viðskiptamannanna, jafnt kaupmannaverzlana sem samvinnuverzlana. Og ég tel mig áhættulaust geta fullyrt, að sams konar óskir búi íslenzkum iðnrekendum yfirleitt í huga. Það varð íslenzku þjóðinni til heilla er hún bar gæfu til að draga réttan lærdóm af þeim varnaðarorðum hins þjóðrækna og framsýna íslendings, sem eru Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.