Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 23. október 1962. Sýning Bjarna Jónssonar í Listamannaskálanum Bjarni Jónsson sýnir um þessar mundir verk sín í Listamannaskál- anum og verður sýning hans opin til 28. þ. m. Sýning þessi virðist hafa vakið nokkra athygli, sem sjá má af því að af 73 myndum eru þegar 22 seldar. Þó eru þær sem eftir eru kjarni sýningarinnar. Bjarni Jónsson er í hóp- þeirra, sem í daglegu tali nefnast ,,abstrakt“-málarar. Það hefur þann kost í för með sér að hann ræðst beint að hinum raunverulegu list- rænu vandamálum, þ. e. a. s. ein- hlítum áhrifum lita, lína og flata. Þannig skorar hann vandlátan á- horfanda á hólm, í myndum sínum býður hann ekki upp á eftirlíkingu á fallegum hlutum, svo sem lands- lagi, sem allir þekkja, og sem oft dregur athyglina frú því, hvernig myndin er máluð. Bjarni Jónsson kemst heldur ekki hjá ókostum „abstrakt“-listarinnar, sem felst í því að sniðganga hina fjölmörgu hluti raunhæfs Iífs, sem nú sem fyrr eru þrungnir töfrum og enn langt frá því að vera afgreitt mál. Þrjú höfuðstef vekja athygli á sýningunni. Þau eru „brotágulls"- stefið (nr. 7, 10, 12, 20), „dans“- stefið (nr. 5 og 11) og „ferhyrn- ings“-stefið (nr. 16, 28—37). Mér finnst einkar athyglisvert, að lista- maðurinn skuli glíma við ákveðin viðfang ni á þann hátt, að hann einangrar vandamálin hvert fyrir sig og rannsakar þau með marg- endurteknum tilbrigðum. Vil ég í því sambandi benda sérstaklega á tilraunir hans með útlínur flatanna, sem eru fyrst í stað beinar, skarp- ar, geometrískar, síðan mjúkar og flaueliskenndar og loks brotnar MYNDLIST og hreýfanlegar. Sýnir hann þann- ig að hver línutegund hefur sinn sérstaka tjáningarmátt. t tveim dansmyndum ( nr. 5 og nr. 11) sýnir hann ekki dansandi pör, ekki líkama á hreyfingu, held- ur spor dansins á fleti. Á þennan hátt myndast eins konar dans- teppi. Ekki finnst mér þó listamað- urinn fylgja þeirri stefnu nægilega til hlítar, því danshrynjandin er Stórgjöf til skóg- nna Með Arnarfellinu kom nýlega hingað til lands stór sending girð- ingarstaura frá Sogni í Noregi. Eru það 4200 staurar, sem fáeinir Norð- menn hafa safnað saman til þess að iétta skógræktarfélögum hér á Iandi störfin. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ýmsir einstaklingar í Noregi senda skógræktarfélögunum staura. Séra Harald Hope í Ytre Arne við Berg- en kom ningað með skógræktar- fólki árið 1952 í fyrsta sinni. Síðan hefur hann tvívegis komið hingað í sömu erindum. Fyrir atbeina hans hafa skógræktarfélögin þegið rösk- lega 18.000 girðingarstaura að gjöf á 10 árum. Að gjöfum þessum hafa margir staðið, þar á meðal ýmsir, sem tekið hafa þátt í skógræktar- ferðum hingað til lands. En að auki koma' þar margir Íslandsvínir við sögu, sem aldrei hafa haft tækifæri til að kynnast íslandi eða islend- ingum. í þetta skipti hafa tveir skóg- ræktarfarar verið aðalhvatamenn að staurasendingunni, þeir Olav Mjölsvik í Innstevik í Sogni og Ola Rád, kennari í Nordfjord. En Ola Rád lézt nú fyrir mánuði. Auk þessara tveggja hafa eftir- taldir aðilar tekið þátt í gjöfinni: Erik Hagen í Sunnfjord, Kr. Ram- stad á Fjöllum, J. L. Andreassen Skják Almenniag, búnaðarskóla- stjóri Lien á Aurlandi, Kristoffer Hovland í Dale, Ola Hovland í Eikefjord ásamt verkamönnum við tunnuverksmiðju Ola Hovlands og verkamönnum við tunnuverksmiðju Kristoffers Hovland í Dale. Hákon Bjarnason. Enn eru „ ryðklófnr fluttir til landsins ## Á síðasta ár. vur gefin út reglu- gerð um innflutning notaðra bif- reiða, til að draga úr honum. Samkvæmt reglugerð þessari mátti ekki flytja inn eldri bifreiðir en tveggja ára, og var þetta gert til þess að menn flyttu ekki inn í landið fjölda ónýtra bíla, hreint sorphaugaskran, sem hefði ekkert annað en kostnað í för með sér og væri þar að auki hættulegt í um- ferðinni á margan hátt. Þrátt fyrir bann þetta, hefir ekki tekið fyrir þenna innflutning með ö'.lu, því að Vísir veit til þess, að fyrir nokkru var fluttur til landsins bíll, sem var þrefalt eldri en íeim- ilt var, því smíðaárið var 1956. Þeg- ar hann var kominn hér á hafnar- bakkann, var hann tekinn til skoð- unar, eins og gengur og gerist, svo að hægt væri að meta hann, en eft- ir matinu fer tollur sá, sem eiganda er gert að greiða. í skoðunarvott- orðinu var komizt svo að orði, að „dekk eru öll ónýt, bíllinn allur ryðbrunninn og illa farinn að öðru leyti.“ Þannig getur staðið á um inn- flutning þessarar oifreiðar, að gleymzt hafi að afturkalla leyfis- veitingu fyrir innflutningi hans, og er því fyllsta ástæða til að athug- að sé, hvort fleiri slík gleymsku- leyfi séu í umferð og þau felld úr gildi, því að slíkur bílainnflutn- ingur er fyrir neðan allar hellur og auk þess óheimill samkvæmt því, sem segir í upphafi þessa máls. ekki nógu lifandi, heldur um of í viðjum geometrískar hugsunar. Þessu er öðru vísi varið í myndröð, sem er, að því er mér virðist, þungamiðja sýningarinnar, en það eru tilbrigðin um ferhyrningskom- position. Nr 6 — „Ferhyrna" — er augsýnilega upphaf stefsins. Grundvallarbygging þessi helzt í öllum myndum frá nr. 28 —■ „Kontura" — til nr. 37, að undan- skildum 32, 33 og 36. Er skemmti- legt að sjá hvernig nýir kostir koma fram í hverju tilbrigði. Hér gætir sparsemi og listrænnar hag- sýni í litavali. ákveðinn og tak- markaður litahljómur setur í hverju sinni svip á myndina og kemur það fram í nöfnum mynd- anna: „Grænt“, „Blátt“, „Rautt“, „Rauðbroti" o. s. frv. Finnst mér þessar myndir vera sterkastar í verkum Bjarna. Þær eru ákveðn- ar i byggingu og hvíla í jafnvægi línu og lita. í þeim hefur lista- manninum tekizt að yfirvinna hinn kreddulega geometríska ofsa, sem gætir í sumum af eldri myndum hans. (Við höfum séð það svo oft áður). „Leikur á bláu“ (nr. (33) sameinar einna bezt það sem Bjarni hefur fundið í viðleitni sinni og er sú mynd þó óseld. Með ofangreindum myndum sýn- ir Bjarni Jónsson, að hann er mað- ur sem vinnur með alvöru og hnit- miðun að list sinni. Að því sönn- uðu, verð ég að játa að ég hafði minni ánægju af öðru, sem slæðzt ■hefur með á sýninguna. A ég þar við nokkrar ■lakkmyndir, í „klístur- pappírsstíi". Vel má vera að til- raunir sem þessar eigi tilverurétt Bjarni Jónsson við eina af myndum sínum. á verkstæði, en ég mótmæli því að slíkur tilviljanakenndur leikur sé skýrður nöfnum, sem gefa meira í skyn en áunn'ið er. Nefnist ein þessara mynda „Bæn“. Hugtakið bæn er í hugum flestra svo leynd- ardómsfullt og lotningarvert fyrir- bæri andlegs lífs, að mér finnst nokkuð mikill kjarkur, ef ekki dirfska, að vilja lýsa því með eins lítilli fyrirhöfn og raun ber vitni. Sama má segja um ,,Can-can“ og einkum ;,KristaIla“. Myndi ég fremur kjósa að skoða kristala undir smásjá, eða fást við þá stærð fræðilega, svo undurfagur og dá- samlegur er heimur þeirra. Ég fæ ekki séð að slík hending í nafn- gift mynda hjálpi listamanni í viðleitni hans. Aftur á móti getur það valdið vantrausti á „abstrakt" list. Litaæfingar þessar hafa selzt mest á sýningunni. Væri óskandi að listamaðurinn léti það ekki blekkja sig í þeirri aivarlegu list- rænu viðleitni, sem annars setur svip sinn á sýningu hans. Kurt Zier. Strákavegur á dagskrá — jómfrúarræða — lands- hafnir — ríkisreikningur — þinglýsingar — tækni- legar breytingar — ýmsar þingsályktanir. Þingfundir stóðu stutt á Al- 18 þingi i gær. Tvö mál voru á dagskrá í neðri deild, annað fjallaði um endurbætur á Siglu- 1|| fjarðarvegi, flutt af nokkrum ||| Fram.sóknarmönnum. Gagn- | rýndu þeir það ástand sem veg- * urinn væri og hefði verið í, en eins og kunnugt er, er hann III meira og minna lokaður yfir |Í| vetrarmánuðina. Teppist þar með eina samgönguleiðin sem III til kaupstaðarins liggur land- leiðis. Einar Ingimundarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði, kvað það ekki af á- III hugaleysi sem hann og flokks- bræður hans stæðu ekki að þessu frumvarpi. Sjálfstæðis- menn hefðu flutt frumvarp þess efnis á síðasta þingi, en þá hefði ekki unniz.t tími til að af- |:;8| greiða það. Ástæðan fyrir því , að þeir flytja það ekki aftur nú væri sú, að þeir treystu rík- | isstjórninni til að hefjast handa | * á endurbótum á Siglufjarðar- §18 vegi hið skjótasta. Síðara málið í neðri deild Ívar frumvarp um landshöfnina í Keflavík. Flutningsmaður var Ragnar Giiðleifsson, sem nú sit- ur á þingi sem varamaður Em ils Jónssonar. Ragnar fluí I 8" þarna sína jómfrúarræðu. Fór 118 hann nokkrum orðum um þær endurbætur sem nauðsynlegar væru á Keflavíkurlandshöfn- inni og lagði til að framlagið til hafnarinnar væri hækkað úr 25 milljónum kr. í 70 millj. kr. Ekki hafði Ragnar fyrr lokið máli sínu en tveir þingmenn af Vesturlandi stóðu upp, minntu menn á landhöfnina á Rifi á Snæfellsnesi, en hún væri önn- ur af tveimur landshöfnum á landinu. Gísli Jónsson fyrsti þingmaður Vestfirðinga lýsti því yfir, að ef frumvarp Ragn- ars væri flutt með samþykki sjávarútvegsmálaráðherra, þá ætlaði hann við aðra umræðu þessa máls að bera fram sams konar tillögu um aukningu framlags til Rifshafnarinnar. Ekkert væri sjálfsagðara en að báðar landshafnirnar nytu sama styrks, sérstaklega þar sem á- standið á Rifi væri gjörsamlega óviðunandi. Halldór E. Sigurðs son tók í sama streng. I efri deild fylgdi Gunnar Thoroddsen samþykkt á ríkis- reikningunum úr hlaði með nokkrum orðum og er þess get- ið á öðrum stað í blaðinu. — Bjarni Benediktsson fylgdi einn ig úr hlaði ríkisstjórnarfrum- varpi, sem fjallaði um þinglýs- ingar. Ráðherrann fór ekki mörgum orðum um frumvarp- ið, kvað það ^amið af próf. Ár- manni Snævarr og fulltrúa borg ardómara Ólafi Pálssyni, Próf. Ármann hefur manna mest kynnt sér þetta efni og er tví- mælalaust bezt að sér 1 fræði- Iegu hlið málsins, en Ólafur hefur unnið mikið við þinglýs- ingar síðustu árin og hefur mikla og hagnýta reynslu. Ekk- ert vafamál er því að frumvarp þetta um þinglýsingar er sam- ið af þeim mönnum sem bezt þekkja til. Mest er um lögfræði legar og tæknileg atriði og kvað því ráðherrann ekki ástæðu til að fara mörjum orðum um frumvarpið á þessum vettvangi. Engar umræður urðu að lokn- um framsögum ráðherranna. Eftirfarandi mál voru lögð fram í gær: Þingsályktun um fiskiðnskóla flutt af fulltrúum úr báðum stjórnarandstöðuflokkunum. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lánveit- i ‘r til íbúðabygginga flutt af Framsóknarmönnum í neðri deild. Tillaga til þingsályktun- ar um baráttu gegn eiturlyfja nautn. Flutt af Alfreð Gíslasyni lækni. Frumvarp til laga uip breyt- ingar á lögum um hafnargerðir og ídingarbætur flutt af Karli Guðjónssyni. Tillaga til þingsályktunar um hlutdeildar- og arðskiptifyrir- komulag í atvinnurekstri ísl. Flutt af þrem Sjálfstæðismönn- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.