Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 23.10.1962, Blaðsíða 10
10 VÍSIR . Þriðjudagur 23. október 1962. HVÖT Félagsfundur HVÖT, sjálfstæðiskvennafélag, heldur fund annað kvöld (miðvikudaginn 24. okt.) kl. 8.30 í gyllta salnum á Hótel Borg, gengið um suð- urdyr. — Fundarefni er félagsmál. Dómsmála- ráðherra Bjarni Benediktsson flytur ræðu á fundinum. Kaffidrykkja og skemmtiatriði. Allar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN. Skrifstofuhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu 2—3 herbergi fyrir skrifstofu, helzt í miðbænum. Uppl. í síma 36786. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan heldur félagsfund að Bárugötu 11 miðviku- daginn 24. þ. m. (á morgun) kl. 20.00. DAGSKRÁ: 1. Kjarasamningar. 2. Hafnarmál Reykjavíkurhafnar. STJÓRNIN. Hafnarfjörður Ungling vantar til að bera út Vísir. Uppl. í síma 50641. Afgreiðslan Garðavogi 9 uppi. VERKAMENN Verkamenn óskast strax. Byggingarfélagið Brú h.f. Borgartún 25. Símar 16298 og 16784. BILA OG BILPARTASALAN Höfum til sölu m. a.: Dogde '55 einkabíl. skipti æskileg á góðum 4 manna bíl '58 60 Ford '55 station skipti æskileg á fólksbíl — 20 tommu ford felgur með dekkjum, skipti- drifs hausing og góðai sturtur af 4 tonna bíl. Hellisgötu 20, Hafnarfirði, simi 50271, Benzðn- og bílnsalon Vitatorgi Höfum kaupendur að Volkswagen '55—'62. Ope) Record og Caravan '55 — 60 Taunus '56—'60. Nýum og nýlegum jepp- um. Seljum Chervolet '58 lítið ekinn, Fíat 1800 '60 Pontiac 56’ selst fyrir skuldabréf allt að 6 ára fasteignatryggð. Renau Dauphin '62 skipti á Landröver, Skoda '56 fæst fyrir fasteignabréf Opel Capitan '56 og '59 glæsilegir bílar. Volksagen '62 útborgun 70—80 þús, Ford 47, Vörubíll mjög góðir. Hringið i sfma 23900 og 14917. Hjolbarðaverlcstæðið Millan Opin alla daga frá kl 8 að morgni til kl 11 að kvöldi Viðgerðii á alls konai njólbörðum Selium einnig allai stærðn hjólbarða - Vj.iauð vmna - Hagstætt ve ö - MILLAN, Þverholti 5. Þrjú tölublöð af kvennablaðinu „Frúin“ eru komin út og flytja fjölbreytt og vandað efni. íslenzkar konur hafa tekið þessu blaði mjög vel og þykir það hafa fyllt skarð i blaða- og tímarita útgáfu hér á landi. Alls eru um 30 frásagnir í þessu síðasta tölublaði auk 60—70 mynda. Konum er ráðlagt að kynna sér þetta blað og bera það saman við annað Iestrarefni, sem völ er á og ætlað er konum. Verð blaðsins, sem er 52 bls. í stóru broti, er kr. 15,00 á mánuði til áskrifenda, og er það mjög Iágt ef borið er saman við önnur blöð. Mikill fjöldi kvenna hefir þegar gerst áskrifendur og er vissara fyrir þær, sem vildu eignast blaðið frá upphafi, að gerast áskrifendur strax meðan upplag endist. ÍSLENZKAR KONUR! Gerið „Frúna“ að heimilisblaði yðar og það mun kappkosta að veita, ekki einungis yður, heldur og öllu heimilisfólki yðar fróðleiks- og ánægjustundir. Áskriftar- símar blaðsins eru 14003, 15392. iyndsjá — Framhald a* bls. 3. en aörir ná, sem geta ekki valið um hvort þeir taka þær. Tíminn skiptist þannig milli bóknáms og verknáms, að ef menn velja engar greinar, fara 32 prósent af tíma þeirra í verk- nám. Ef menn óska eftir, er hægt að haga náminu þannig að meira en helmingur tímans í skólanum fari í verknám. Nemendur skólans fara í marg ar atvinnugreinar. Þó er það nærri undantekningarlaust að piltamir fara út i atvinnulífið. Þeir sem vilja fara i iðnnárn þurfa ekki að taka fyrsta bekk Iðnskólans og spara sér þannig tvo mánuði og einnig Iosna þeir við fjögurra mánaða vinnu, ef þeir fara i sama fag og þeir tóku í skólanum. Aðsókn að skólanum hefur verið mjög mikil og hefur ekki verið rúm fyrir nema helming þeirra sem sækja um. Hefur hin- um verið komið fyrir i öðrum skólum i borginni. dæmis eitt herbergi, sem ekkert hefur verið breytt síðan 1920, en þá var það búningsherbergi ein- hvers frægs leikara. Þetta er raunverulega samsteypa af mörg- um sjálfstæðum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki eru mjög velstödd fjárhagslega og mér er sagt að þau hafi aldrei átt í neinum fjár- hagsörðugleikum. Mér líkaði þessi vinna vel og það er sérstaklega ánægjulegt að vinna með fólki, sem líkar vel það sem maður gerir, eins og var tilfellið með Balling. Það er þó aldrei að vita hvort maður getur samið í það óendanlega. Ég hefði mjög gaman af að prófa þetta aftur, þó að aldrei sé að vita nema maður þorni upp eftir stutt- an tíma, Svo gæti það líka farið svo að frjósemin ykist við æfing- una. ó. s. Viðtal dagsins - Frambald at bls 4. Elzta kvikmyndaverið. — Ég kunni mjög vel við mig þama úti. Fólkið sem ég vann með var ákaflega þægilegt. Þetta er elzta kvikmyndaver heims Fyrsta mynuin frá Nordisk Film kom árið 1906 og þarna er til AðoKundur Angliu Aðalfundur félagsins „Anglia" var haldinn í Glaumbæ 19. október kl. 8.30. Dr. Gunnar G. Schram var kjör- inn formaður og aðrir í stjórn voru kjörnir: Haraldur Á. Sigurðs- son, gjaldkeri, A. F. Comford, rit- ari, frú Doris Briem, Þorsteinn Hannesson, Donald M. Brander, Hal' rímur F. Hallgrímsson, Hjalti Þórarinsson, Brian D. Holt for- maður skemmtinefndar. Á næstunni mun verða skýrt frá því hvernig starfi félagsins í vetur muni verða háttað. Árai Thorsteinson- Framhald af bls. 9 fyrir tónlistinni. Árni ritaði af góðvild og skilningi og sagði kost og löst á því, sem um var dæmt og gerði það eins og „gentle- rnaður". Hann tamdi sér ekki þann götustrákstón, sem sumir halda að þurfi að vera í slíkum skrifum, svo bragð sé að. 'C'n Árni Thorsteinson hefur og gefið þjóðinni gjöf, sem fengur er að, og verður meira metin en nú er, þegar fram líða tímar, en það er „Drög að söng- og tónlistarsögu Reykjavíkur, sem birt er „Hörpu minning- anna“, sem áður er nefnd..Meg- inkjarninn er söngsaga okkar frá því er viðreisnin hefst um miðja 19. öld með Pétri Guðjohnsen og fram til ársins 1930. Er þetta all ýtarleg söngsaga. Það var mikil þörf á því, að þessu tímabili yrði gert skil af manni, sem gjör- þekkti það. Árni Thorsteinson var rétti maðurinn. Hann hafði náin kynni af flestum þeim mönnum, sem þar koma við sögu, og eykur það mikið gildi bókar- innar sem heimildar. Og það skal tekið fram, að hann kunni glögg skil á þeim straumum sem voru í tónlistarlífinu á þessum tíma. Bjarni Þorsteinsson frá Siglu- firði hafði fyrstur skrifað ís- lenzka söngsögu í þjóðlagasafn sitt. Hún var síðan gefin út sér- prentuð, en nokkru fyllri, árið 1931, og nefnist: „Þjóðlegt söng- líf ,á íslandi að fornu og nýju“. Þessi söngsaga er byggð á frum- rannsóknum höfundarins og er aðallega um söng okkar á liðnum öldum, en fljótt farið yfir sögu, þegar komið er fram undir miðja 19. öld. Þar tók Árni upp þráð- inn. Árni hafði vakandi auga á því, sem ritað var um íslenzka tón- list, og þá einnig á því, sem lát- ið var ósagt um hana. Hann fann sárt til þess, að hún var horn- reka hjá sagnfræðingum okkar. Hann bendir á það í endurminn- ingum sínum, að í sögu Reykja- víkur, sem Klemenz Jónsson samdi og gefin var út í tveim bindum, var tónlistarlíf höfuð- staðarins afgreitt með þrjátíu línum og þrem mannamyndum. Árni Thorsteinson tónskáld var fríður sýnum, fyrirmannlegur og prúðmenni mikið. Hann bar það með sér, að hann var af höfð- ingjum kominn og hlaut að verða eftir honum tekið, hvar sem hann fór. Hann var Ijúfmenni, hjartahlýr, en fastur fyrir, ef á var leitað, og ákveðinn f skoðun- um. Hann var glaðlegur í við- ræðum og hafði glöggt auga fyrir því, sem skoplegt var, en góð- gjarn og veglyndur. Hann var alvörumaður undir niðri, eins og mörg sönglög hans bera vitni um. Árni naut vinsemdar og virð- ingar „kollega" sinna í tónlist- inni. Hann var heiðursfélagi í Tónskáldafélagi Islands og báru meðlimir í því félagi kistu hans út úr Dómkirkjunni, þegar hann var til moldar borinn 20. þ. m., að viðstöddu fjölmenni. Athöfn- in, scm var hin hátíðlegasta, hófst með því, að leikinn var á orgelið hinn áhrifamikli Sorgar- slagur eftir Hartmann, tónskáld- ið, sem Árni hafði svo miklar mætur á og ritar svo fallega um í endurminningum sínum. Baldur Andrésson. Skipaútgerðin Ms. BALDUR fer til Gilsfjarðar- og Hvamms- fjarðarhafna 24. þ. m. — Vöru- móttaka í dag til Rifshafnar, Skarðsstöðvar, Króksfjarðarness, Hjallaness og Búðardals.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.