Tölvumál - 01.04.1997, Page 10
TOLVUMAL
Ráðstefna um Internetið -
taktu þátt í þróuninni!
Effir Staurð Jónsson
Næsta NORDUnetráðstefna
um Internetið, sú 16. í röðinni,
verður haldin á íslandi 29. júní til
1. júlí. En hefur ekki einmitt Inter-
netið gengið af ráðstefnum af
þessu tagi dauðum? Ekki aldeilis.
Það kemur aldrei neitt í staðinn
fyrir að lfta upp úr daglegum önn-
um og taka púlsinn á þróuninni
með alvöru persónu yfir raunveru-
legum kaffibolla. Margvísleg tæki-
færi verða til að endurnýja kynni
og stofna til nýrra: Móttaka í Ráð-
húsi Reykjavíkur, kvöldverður í
Perlunni og kynnisför að Nesja-
völlum og Þingvöllum.
Setningarathöfn
Lagasjónarmið á Internetinu
hafa verið áleitin viðfangsefni um
allan heim og sums staðar valdið
hatrömmum deilum. Löggjafinn er
nú sem óðast að vakna til vitundar
um sérstöðu Intemetsins og einn
þeirra sem hefur kynnt sér þessi
mál sérstaklega er Mads Bryde
Andersen prófessor í Hafnarhá-
skóla.
Starfsemi símafélaga er í mik-
illi endurskoðun og uppnámi víða
um heim og sitt sýnist hverjum um
hlutverk þeirra á Internetinu. Þessi
eldfimu mál verða kmfin til mergj-
ar á ráðstefnunni.
Frændur okkar á Norðurlönd-
um hafa með samstarfi í NORDU-
net og stuðningi opinberra aðila
náð ágætum árangri í netvæðingu
og megum við enn margt af þeim
læra. Oft á tíðum hefur verið
þyngra undir fæti þegar reynt hefur
verið að koma á samstarfi sem nær
til Evrópu allrar enda mun fleiri
og ólíkari sjónarmið og hagsmunir
í húfi. Um þessa þróun fjalla Pe-
ter Villemoes, framkvæmdastjóri
NORDUnet og David Hartley yfir-
maður UKERNA, breska mennta-
og rannsóknanetsins. Vonast er til
að Martin Bangemann, yfirmaður
fjarskiptamála hjá Evrópusam-
bandinu ávarpi ráðstefnuna við
þetta tækifæri.
Skipulag Internetsins
Oft er látið í veðri vaka að
Internetið sé óskipulegur óskapn-
aður sem breiðist út eins og hvert
annað illgresi sem enginn hafi
minnstu stjórn á. Þetta er auðvitað
fjarri öllum sanni. Margvísleg
samræming og skipulagning fer
stöðugt fram til að tækniþróunin
og hagnýting hennar haldist í
hendur. Sem dæmi má nefna starf
CERT að öryggismálum og úthlut-
un svæðisnafna eða netléna (do-
main). Reglur um úthlutun léna
hafa verið nokkuð á reiki og nú er
útlit fyrir að farið verði að úthluta
undir nýjum yfirlénum.
Miklar hræringar, sem ganga
undir nafninu Internet 2, eru fram-
undan í uppbyggingu Internetsins
meðal háskóla og rannsóknastofn-
ana í Bandaríkjunum með stuðn-
ingi ríkisins og gætu haft mikil
áhrif langt út fyrir Bandaríkin. Um
þessa þróun fjalla Raman Khanna
frá Stanfordháskóla, formaður
stefnumótunarnefndar Internet 2,
og fulltrúi National Science Foun-
dation.
Upplýsingaveitur á
Internetinu
Enginn sem koma þarf frá sér
upplýsingum, hvort heldur er á
mæltu máli, í myndum eða tali og
tónum getur lengur leyft sér að
hunsa Internetið. Bókasöfn, dag-
blöð, verslanir, útvarps- og sjón-
varpsstöðvar og aðrir útgefendur
sjá í netinu kost sem getur gert
allan heiminn að þeirra markaðs-
svæði. En hvernig? Hvað þarf til?
Við heyrum af margvíslegri
reynslu við að koma gagnasöfnum
á netið og sjá til þess aðgangur að
þeim sé góður gegnum veraldar-
vefinn.
Inernetið og
samfélagið
Því er spáð að netvæðingin
verði ein af mestu byltingum sög-
unnar. Algjörlega ný viðhorf eru
að skapast í öllum samskiptum
manna. Hver áhrif þessa verða á
menntun og menningu, höfundar-
rétt og dreifingu upplýsinga er að
mörgu leyti óráðin og spennandi
gáta. Stendur netið af sér tilraunir
til ritskoðunar eða verður þróun
netsamfélagsins heft og þar með
eyðilögð?
Tæknileg þróun
Internetsins
Þeir eiga ekki alltaf sjö dagana
sæla sem bera hitann og þungann
af að finna sífellt nýjar og betri
Frh. á bls. 12
10 - APRÍL 1997