Tölvumál - 01.04.1997, Page 13

Tölvumál - 01.04.1997, Page 13
TÖLVUMÁL bærilegan aðgang að starfsemi framkvæmdavaldsins og t.d. að fundum Alþingis og þinghöldum dómstóla þyrfti það þó ekki að koma í veg fyrir - og ætti ekki að standa því í vegi - að almenningur gæti fylgst með athöfnum stjórn- valda, ýmist beint eða fyrir milli- göngu fjölmiðla. Slíkur aðgangur gæfi almenningi kost á að kynna sér viðfangsefni stjórnvalda og mynda sér á þeim skoðun á hlut- lægum grundvelli og ætti yfirleitt að veita fjölmiðlum betri mögu- leika á að sinna hlutverki sínu í lýðræðislegu þjóðfélagi. í öðru lagi benti hann á að lög- festar reglur um rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjómvöld- um væru til þess fallnar að auka á aðhald með starfsemi stjórnsýsl- unnar. Með lögunum opnist sú leið að fá upplýsingar um áður af- greidd mál hjá stjómvöldum svo að hægt væri að meta hvort stjórn- völd hefðu gætt samræmis og jafn- ræðis við úrlausn mála. Þannig stuðli meginmarkmið laganna að því að styrkja lýðræðislega stjóm- arhætti og réttaröryggi í stjórn- sýslu hins opinbera auk þess sem þau ættu, þegar best lætur, að auka tiltrú almennings á að stjórnvöld séu hlutverki sínu vaxin. Það veltur á ýmsu hvort fram- antalin markmið náist enda ræðst það hverju lögin fá áorkað ekki aðeins af efni þeirra heldur og af hinu hversu til tekst með fram- kvæmdina. í því efni skiptir í fyrsta lagi máli að stjórnvöld virði rétt al- mennings samkvæmt upplýsinga- lögum. Forsætisráðuneytið hefur fyrir sitt leyti leitast við að skapa grundvöll og aðstæður til að starfs- lið stjórnsýslunnar öðlist skilning og tök á breyttu starfsumhverfi hins opinbera að þessu leyti með viðamiklu kynningar- og fræðslu- starfi af ýmsu tagi. I því skyni hefur ráðuneytið, í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands, gengist fyrir námskeiðum um framkvæmd laganna auk þess sem styttri kynningar hafa verið haldnar fyrir tiltekna hópa opin- berra starfsmanna þegar eftir því hefur veirð leitað. Þá hafa verið gefnar út bæk urn ar Kennslurit um upplýsingalögin eftir Pál Hreins- son lögfræðing og einn höfunda frumvarps til upplýsingalaga og Upplýsingalögin ásamt greinar- gerð þar sem frumvarpið er varð að upplýsingalögum hefur verið fært í búning handbókar. í öðru lagi er það, til að stuðla að auknu réttaröryggi, að sam- kvæmt lögunum starfar sjálfstæð kærunefnd, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem hægt er að kæra til ákvarðanir stjómvalda um að synja um aðgang að gögnum. í þriðja lagi má nefna að forsenda þess að stjórnvöld geti fundið þær upplýsingar, sem óskað er aðgangs að, er að skipulega hafi verið staðið að skráningu og geymslu gagna. I 1. mgr. 22. gr. laganna er þess vegna kveðið svo á að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varð- veita málsgögn með aðgengilegum hætti. Á hinn bóginn hafa engar samræmdar reglur gilt um skrán- ingu og varðveislu mála fram til þessa. Sé skjalastjóm ábótavant að þessu leyti torveldar það mjög alla framkvæmd laganna. Það kann því að varða miklu um aðgengi að gögnum að takist að nýta sem fyrst heimild 2. mgr. 22. gr. laganna til að setja reglugerð um hvernig skjalastjórn skuli hagað í stjórn- sýslu ríkisins. I fjórða lagi er þess að geta að margvísleg stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga er eflaust misjafnlega móttækileg fyrir áhrifum laganna og breytingum sem þau hafa í för með sér. Af þeim sökum er mestra breytinga e.t.v. að vænta á þeim sviðum stjórnsýslunnar sem verið hafa hvað mest lokuð fyrir setn- ingu laganna. Þegar allt kemur til alls er það hins vegar almenningur sem mest veltur á að upplýsingalögin virki. Lögin byggjast á að almenningur eigi frumkvæði að því að leita eftir aðgangi að gögnum og neyti þeirra úrræða sem lögin bjóða þegar synjað er um aðgang. Ef réttindi þau sem lögin veita eru ekki nýtt er ljóst að þau munu lítil áhrif hafa. Gildissvið, megin- reglan og takmarkanir sem hún sætir Gildissvið upplýsingalaga er hið sama og stjómsýslulaga að því leyti að það tekur til allrar stjórn- sýslu ríkis og sveitarfélaga, þ.e. þeirra starfsemi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa með höndum samkvæmt þeirri þrískipt- ingu ríkisvaldsins sem leiðir af 2. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því falla löggjafarstörf og dóm- störf utan gildissviðs laganna. Öndvert við stjórnsýslulög skiptir hins vegar ekki máli hvers eðlis sú starfssemi er og verður gildissvið upplýsingalaga að því leyti víð- tækara en stjórnsýslulaga. Upp- lýsingalögin gilda því ekki aðeins um þau mál sem tekin er stjórn- valdsákvörðun um, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, heldur ná þau og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerð- ar og annarrar starfsemi á vegum hins opinbera, jafnt ríkis sem sveitarfélaga. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. uppl. ná lögin einnig til einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falin meðferð opinbers valds til að taka stjórnvalds- ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Er það starfsemi sem að öðru jöfnu myndi vera í höndum stjórnvalda og má því hafa til við- miðunar að hér er um að ræða þann hluta stjórnsýslunnar sem ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslu- laga tekur til. Að öðru leyti verður skilgrein- ing á gildissviði laganna til að fella utan þess alla þá starfsemi sem rekin er áeinkaréttarlegum grund- velli en með því er m.a. átt við APRÍL 1997 - 13

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.