Tölvumál - 01.04.1997, Qupperneq 14
TÖLVUMÁL
sjálfseignarstofnanir og ýmis félög
einkaréttarlegs eðils s.s. hluta-
félög, samvinnufélög og sameign-
arfélög jafnvel þótt þau séu í opin-
berri eigu eða rekin á kostnað ríkis
eða sveitarfélaga. Hafi rekstrar-
formi opinberrar stofnunar eða
fyrirtækis verið breytt í einkarétt-
arlegt rekstrarform, eins og t.d.
hlutafélag, fellur hlutafélagið sem
slíkt utan við gildissvið laganna
eftir þá breytingu. í þessu tilliti er
þó rétt að benda á að sé hlutafélag
í eigu rfkis eða sveitarfélags taka
upplýsingalögin til gagna er liggja
í ráðuneyti eða hjá sveitarstjórn og
hafa að geyma upplýsingar um
eignarhald þessara opinberu aðila
á félaginu.
Meginregla upplýsingalaganna
er í 1. mgr. 3. gr. og býður að allir
geti krafist aðgangs að gögnum hjá
stjórnvöldum með þeim takmörk-
unum sem greinir í 4. - 6. gr. uppl.
Aðalatriði þessarar meginreglu, og
það sem greinir hana frá flestum
öðrum reglum um aðgang að gögn-
um hjá stjórnvöldum, er það að
einstaklingar og lögaðilar, þ.m.t.
fjölmiðlar, eiga lögum samkvæmt
rétt til aðgangs að gögnum mála
innan stjórnsýslunnar án þess að
þurfa að sýna fram á tengsl við
málið eða aðila þess og án þess að
þurfa að sýna fram á hagsmuni af
því að fá eða nota umbeðnar upp-
lýsingar. í því felst jafnframt að
sá er upplýsinganna beiðist þarf
ekki að tiltaka ástæður fyrir beiðni
sinni en af því leiðir t.d. að óheimilt
væri að synja um aðgang á þeim
grundvelli að ætla megi að upplýs-
ingarnar verði birtar. Á hinn
bóginn getur birting eða notkun
upplýsinga sem aflað er á grund-
velli upplýsignalaga varðað við
lög, svo sem höfundarlög og al-
menn hegningarlög, og sætt ábyrgð
eftir almennum reglum.
Framangreind meginregla
gildir óskorað innan gildissviðs
laganna og víkur innan þess aðeins
fyrir þeim takmörkunum og und-
anþágum sem tæmandi eru taldar
í 4. - 6. gr. laganna. Undanþág-
urnar eru afmarkaðar með tvenn-
um hætti. Annars vegar formlega
þannig að tiltekin gögn sérstaks
eðlis eru undanþegin upplýsinga-
rétti í 4. gr., en hins vegar efnislega
í 5. og 6. gr. þannig að ákveðnir
hagsmunir standi því í vegi að
upplýsingar verði veittar.
Áður er þess getið að sá mótbyr
sem fyrri frumvörp um sama efni
mættu, hafi einkum beinst að þess-
um undanþáguákvæðum; mönnum
hafi þótt þau of fyrirferðarmikil og
vaxið þær í augum í samanburði
við meginregluna. í frumvarpi þvf
er varð að upplýsingalögum var
því farin sú leið að hafa þær færri
og orða þær með almennari hætti
en áður hafði sést bæði hér og
annars staðar á Norðurlöndum. í
staðinn er inntak ákvæðanna hins
vegar undirorpið túlkun í meira
mæli en annars hefði verið. Þessi
aðferð þótti m.a. tæk með því að
um leið var komið á fót einu
kærustigi fyrir allar ákvarðanir
sem teknar eru á grundvelli undan-
þáguákvæðanna þar sem túlkun
þeirra sætir endurskoðun á hlut-
lægum og óháðum grundvelli. Hins
vegar var með ýmsum hætti leitast
við að draga úr áhrifum undan-
þáguákvæðanna eftir því sem
aðstæður leyfa.
Þannig er í 7. gr. laganna mælt
fyrir um að veita skuli aðgang að
öðrum hluta skjals en þeim sem
undanþáguákvæði kann að taka til.
I 3. mgr. 3. gr. er lagt til að fest
verði í lög sú óskráða regla sem
stjórnvöld hafa hingað til stuðst
við og nefnd hefur verið reglan um
aukinn aðgang að gögnum, en af
henni leiðir að stjórnvöldum verð-
ur eftir sem áður heimilt að veita
rýmri aðgang að gögnum en leiðir
af meginreglu laganna og þeim
undantekningum sem hún sætir svo
fremi að þagnarskylduákvæði í
öðrum lögum standi því ekki í vegi.
I 8. gr. eru ákvæði sem fella brott
þær takmarkanir sem undanþág-
urnar veita að tilteknum tíma liðn-
um, en þá er litið svo á að hags-
munirnir sem þeim er ætlað að
verja hafi ekki ævarandi gildi
heldur dvíni með tímanum.
Þá er í lögunum gerður greinar-
munur á aðgangi almennings og
aðgangi þess er upplýsingar varðar
án þess að mál hans sé til meðferð-
ar í skilningi stjórnsýslulaga.
Olafur Davíðsson er ráðu-
neytisstjóri í forsœtisráðu-
neytinu
Leysum upplýsingaþörf
morgundagsins í dag
Höfðabakka 9-112 Reykjavík - Sími 587 5888 - Fax 587 5887
Netfang - sagis@centrum.is - http://www.softwareag.com
14 - APRÍL 1997