Tölvumál - 01.04.1997, Page 22

Tölvumál - 01.04.1997, Page 22
TOLVUMAL TxJ sdr:g u n narg@getz New Calendar Rrefs Help Quit Putalic Sessions Camegie Melion University Holiday Ooncert CBC Newsworld On-Line Test CERN - ATLAS Physics and Plenary meetings cisco CCIE Forum FreeBSD Lounge General Motors Buick Announcement Interop Sydney KTIS 96 (Korea Telecom) MBone RTP Audio NASA-Space Shuttle STS-80 Cöverage SGI HPC Australian Users Meeting Keynote Talk Test of Wín32 SD/SDR The incneasingly virtual G11 (private) Tirkistys II UCB Multimedia Seminar UMich IRL (private) USC-CS dgroup VR conference room (private) UCL Session Directory vZ.3a1 Sdr er n.k. dagskrárgluggi MBONE netsins Tenging við MBONE netið Til þess að setja upp tengingu við MBONE þarf sá þjónustuaðili Intemetsins sem verslað er við að vera tengdur MBONE netinu Hægt er að nálgast „mrouted“ hugbúnaðinn í gegnum netið og er hann fáanlegur fyrir flest afbrigði af UNIX (þar með talið LINUX). Fjölvarpsviðbætur (e. multicast patches) fyrir UNIX kjarna er einnig hægt að nálgast í gegnum netið. Niðurstaða Við höfum séð mjög örar framfarir í kóðunartækni fyrir tal, hljóð, kyrrmyndir og hreyfimyndir á síðustu misserum. Má þar nefna að hægt er að fá kóðara (e. en- coder) sem gera mönnum kleift að senda tónlist í stereo um 28.8 kbps mótald (sbr. RealAudio útg. 3.0) með vel ásættanlegum gæðum. Alþjóða fjarskiptastofnunin (ITU) staðlaði á síðasta ári kóðunaraðferð fyrir tal til notkunar í margmiðlunarmót- öldum (H.324) og er flutnings- þörfin 5.3 kbps. Þrátt fyrir að þessar framfarir leiði til þess að fleiri geti notað Internetið til flutnings á marg- miðlunarefni tel ég að það komi fljótt til með að stíflast ef margir fara að flytja þess konar efni yfir netið, slíkur er vaxtarhraði í fjölda notenda þess. Ég tel að tækni sem fjallað var um hér að framan sé fyrsta skrefið í þá átt að láta draum notenda netsins um gagnvirka margmiðlun rætast. Næsta skref kemur í kjölfar tækni sem kallast RRSP (Resource Reservation Setup Protocol) og síðar ATM sem tryggir notendum fyrirfram ákveðin gæði allan þann tíma sem þeir eru tengdir. Slík gæði eru langt frá því að standa notendum Internetsins til boða í dag. Frekari upplýsingar http://www.mbone.com/ http://www.merit.edu/ ftp://ftp.isi.edu/mbone/ ftp://playground.sun.com/pub/ http://www.stones.com/mbone/ V. Kumar, Mbone: Interactive Multimedia on the Internet, In- diana, USA, New Riders Pub- lishing, 1996. H. Eriksson, „MBONE: the multicast backbone“, Commun. ACM Vol 37., No. 8, August 1994, p. 54-60. Gunnar Guðmundsson er rafmagnsverkfræðingur og tölvunarfrœðingur og starfar í Símstöðvadeild Pósts og síma hf. 22 - APRÍL 1997

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.