Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1997, Qupperneq 23

Tölvumál - 01.04.1997, Qupperneq 23
AVINNINGUR Meö fjármála- og upplýsingalausninni Navision Financials frá Streng hf. Sveigjanleiki Laga má Navision Financials að þörfum fyrirtækja og auð- velda stjórnendum yfirsýn í flóknum rekstri. Þannig sameinast öll bókhalds- og upplýsingakerfi fyrirtækisins í einu, öflugu stjórntæki. Aukin framleiðni Lægri þjálfunarkostnaður, skjótari aðlögun, betri stjórn á nýtingu vinnuafls og hráefna, auðveldara flæði starfsfólks milli deilda. Gagnaöryggi Gagnagrunnur Navision Financials er sérlega traustur. Þar eru upplýsingamar óhultar, jafnt gagnvart vélarbilunum STRENGUR - FLÓKIN VERKEFNI - EINFALDAR LAUSNIR sem og fyrir augum óviðkomandi aðila. Traust fjárfesting Verðlagning fer eftir notkun, áfram má nota sama vélbúnað og stýrikerfi, ódýrt í uppsetningu og viðhaldi - sama þjónusta er auk þess fáanleg erlendis. Alþjóðlegt Navision Financials er þýtt og staðfært fyrir hvert land. Þá tekur kerfið fullt tillit til sérstakra aðstæðna í viðskiptum við erlenda aðila, svo sem gjaldmiðla og tungumála. STRENGUR Strengur hf., Ármúla 7, 108 Reykjavík sími 550 9000, fax 550 9010 www.strengur.is Punktar... Glufur í Internet Explorer Microsoft hefur fengið nokkrar tilkynningar um galla í IE 3.0 fyrir Windows 95 sem eru þannig að mögulegt er fyrir utanaðkomandi að seilast inn í tölvu notandans og valda þar usla. Þetta hefur orðið til þess að núna má sækja „patch“ á heimasíðu Microsoft til að stoppa í götin. Þessir gallar eru einungis í Windows 95 útgáfu IE en ekki í Windows 3.11 eða Macintosh gerðinni. Vaxandi áhugi á myndefni á Netinu Fleiri fyrirtæki eru farin að blanda sér í slaginn um lifandi myndflutning um Netið. Nýlega sendi Progressive Net- works frá sér biðil sem er kallaður Real Player en hann er fær um að spila annaðhvort hljóð svo sem frá útvarpi á Netinu eða lifandi myndir. Fyrirtækið VDOnet er einnig með myndtækni í þróun og talsmenn fyrirtækisins segja myndgæðin vera nánast þau sömu og í sjónvarpi ef hraði línunnar er 512 kbit/sek. en það munu vera 30 rammar á sekúndu. Slóðar til að skoða þetta nánar eru www.real.com og www.vdo.net. Bragðbætt Internet Það má betrumbæta Inter- net Explorer og Netscape með viðbótum sem kallaðar eru „plug-in“ og eru lítil forrit sem sett eru í sérstaka möppu. Þannig getur rápfforitið, með viðeigandi „plug-in“, sýnt MPEG videomyndir, sýnt þrívíddargrafík og flutt hljóð frá þar til gerðum útvarps- stöðvum. Sömuleiðis eru margskonar viðbætur fáan- legai' fyrir margmiðlun á Inter- netinu svo sem Shockwave. Lesendur gætu gert margt vitlausara en að kíkja á http:// browserwatch.iworld.com/ og sjá hvort þar sé ekki eitthvað áhugavert að finna. Navision® Financials

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.