Tölvumál - 01.04.1997, Page 24
T O L V U M
Á L
Af CeBIT‘97
Eftir Ehar H, Revnis
Það er alveg við hæfi að hefja
greinina á nokkrum tölum:
Sýningin var í 25 sýningarhöll-
um, sýnendur frá 61 landi, sýning-
arbásar, ef hægt er að nota það
orð, voru 6.814 og allt sýningar-
svæðið var 350.000 fermetrar.
Reiknað var með 750.000 gestum
vikuna 13 til 19. marz og slegið
var á að 250 Islendingar hefðu
heimsótt CeBIT’97 íHannover.
Það er líka alveg deginum ljós-
ara að skoða allt er alveg vonlaust
þó ekki væri nema vegna mann-
mergðarinnar á staðnum. Reyndar
hefur skipulaginu á sýningunni
verið breytt og reynt að stfla frekar
á að fá fólk úr viðskiptalífinu en
almenning á sunnudagsrúntinum
og sérstök sýning sem kallast
CeBIT Home er ætlað að taka
þann kúf.
Hvað sem því líður er sýning
sem þessi vel þess virði að skoða,
þó ekki væri nema til að taka
púlsinn á markaðnum og kynnast
nýjum straumum.
Internet og Intranet í
sviðsljósinu
Það kemur ekkert á óvart að
Internetið/Intranet skyldi hafa
verið fyrirferðamikið. Símafyrir-
tækin voru sérstaklega að fást við
Intemetið og sýndu ýmsan hug- og
vélbúnað í tengslum við það. Eitt
símafyrirtækjanna sýndi hvernig
hægt er að nota Internet tengingu
til að tala og flytja gögn í einu um
mótald, og var það tæknilega mun
flottari lausn en það sem venjulegir
notendur hafa verið að basla við
en er þó vel að merkja ekki ætlað
til að tala ódýrt þvert um heiminn
heldur frekar að tvinna tölvuna við
símann.
Sömuleiðis var sýndur búnaður
sem ætlað er að taka Intemet um-
ferð af langlínum og flytja á þar
til gerðum samböndum og þannig
greina tal- og gögn alveg í sundur
sem næst notandanum. Þetta getur
verið gott mál þar sem tölvuum-
ferð er mjög mikil og reyndar hvar
sem er því gert er ráð fyrir ógnar-
vexti í Internetinu á næstu árum
og kannski ekki ráð nema í tíma
sé tekið. Allar tölur sem eru
nefndar eru hundruð eða þúsundir
prósenta. Annars voru allskonar
lausnir svokallaðar áberandi. Eitt
þýzku símafyrirtækjanna býður
sérstakan Internet pakka handa
þeim sem vilja stofna þjónustu þar
sem allt sem þarf fylgir með; allur
tölvubúnaður og forrit og allur
fjarskiptabúnaður.
Mynd- og hljóðflutningur var
áberandi og má nánast segja að
útvarp og sjónvarp séu að undir-
búa innrás á Netið. Það em komnir
fram fyrstu vísarnir að hinni einu
sönnu margmiðlun með mynd og
hljóði í rauntíma. Eitt fyrirtæki
sýndi hvernig sjónvarpsstöðin
RTL var tengd inn á Netið og
tölvunotandinn gat horft á dag-
skrána um 2 Mbit samband með
MPEG-1 gæðum. Upphafið að
alheimssjónvarpi? Það er ekki frá-
leitt að CNN og BBC færu fyrstar
á Netið af einhverri alvöru en það
kostar jafnframt að annarri tækni
verður að beita til að flytja mynd
en venja er í dag, svo Netið koðni
ekki í gífurlegri umferð.
Nettölvan NC og Internet sjón-
varp WebTV eru meðal þess sem
nefnt er til að auðvelda tengingar
við Internet en ekki bar mikið á
þessu. WebTV er þó tæki sem vert
er að skoða og sum fyrirtæki eru á
því að þar sé komin leið til að
auðvelda ótæknisinnuðum notend-
um aðgang að Netinu. Lítill kassi
er tengdur við sjónvarpstæki heim-
ilisins og þar til gerð fjarstýring
notuð til að flakka um Netið.
WebTV hefur til að bera alla helstu
kosti rápforrita en heimasíður eru
valdar með tölum og að því leytinu
líkist WebTV textavarpi.
Microsoft sýndi frumgerð af
Explorer 4.0 en fyrirtækið stefnir
að því að tvinna rápforritið meira
við Windows. Sýnendur á CeBIT
virtust mér langflestir nota Navi-
gator og verður forvitnilegt að sjá
hver framvindan verður þarna.
Novell hampaði því hvernig
netstýrikerfi þeirra getur tvinnast
við Internet og Intranet, sem svo
er kallað og hefðbundnir þjónustu-
aðilar eins og CompuServe og
America On Line (eða Alles On
Line eins og það er kallað í Þýzka-
landi) eiga núna á brattann að
sækja og mörkin milli þeina og
hins eiginlega Internet eru oft æði
óljós. Cisco hefur mjög sterka
stöðu á markaðnum á leiðstjórum
fyrir Internet og slegið er á að
markaðhlutdeild fyrirtækisins sé
83%.
GSM: veni, vidi, vici
Vöxturinn í farsímakerfum er
lygilegur. Núna bætast við 1,24
nýjir notendur á hverri sekúndu í
heiminunt og markaðurinn stækk-
aði um 56% á árinu 1996. Reiknað
24 - APRÍL 1997