Tölvumál - 01.04.1997, Síða 28

Tölvumál - 01.04.1997, Síða 28
TÖLVUMÁL skipanir á sekúndu. Þessi mótöld kosta út úr búð í Bandaríkjunum minna en $100. Það gefur auga leið að slfkt reikniafl á þessu verði hefur ekki verið í boði fyrr en á allra síðustu árum. Símkerfið Þó að talsímarásinn sem hinn almenni notandi sér í dag sé ekki svo ósvipuð því sem hún var fyrir 50 árum hefur orðið gjörbylting á því hvernig símafélögin flytja merkið innan símkerfisins. Fyrr á árum var merkið flutt hliðrænt (,,analog“) alla leið milli notenda en nú er merkið flutt stafrænt (,,digital“). Það er því bara á milli notanda og símstöðvar sem merkið er flutt hliðrænt. Mynd 1. sýnir uppbyggingu stafræns símkerfis líkt og við höfum í dag. Ef um venjulegt símtal er að ræða þá er talmerkið sent hliðrænt frá símtæki yfir 2-víra línu upp í símstöð. I símstöðinni er merkið síað, því breytt yfir á stafrænt form og það sent á stafrænu formi innan símkerfisins. A mynd 2 er blokk- mynd af því sem fer fram í sím- stöðinni. Breytingin frá hliðrænu formi yfir á stafrænt felst í að taka 8000 sýni á sekúndu úr hliðræna merk- inu. Inngangssviðinu er skipt upp í 256 stakræn útslög og inngangs- merkið er skammtað niður á þessi útslög. Til hvers skömmtunargildis svarar eitt 8-bita kóðaorð. Innan símkerfisins er talið síðan sent sem runa af 8-bita kóðaorðum sem svara til skömmtunargilda A/D breytunnar („Analog to Digital Converter“). Hver talsímarás er því 64 kb/s bitaruna í stafrænu símkerfi. I símstöðinni næst notanda 2 er ferlinu snúið við. Kóðaorðunum er breytt í útslög og síur látnar endur- vinna hliðræna merkið sem síðan er sent yfir 2-víra línu í símtæki notanda 2. Með því að nota 8 kHz söfn- unartíðni á talið (sýni tekið úr merkinu 8000 sinnum á sekúndu) má koma því yfir á stakrænt form svo lengi sem það inniheldur enga tíðniþætti yfir 4000 Hz. Þ.e. ef upplausnin í A/D breytunni væri óendanleg, þá er hægt að geyma talið á þessu formi án taps. Hlut- verk síanna í símstöðinni er fyrst og fremst að bandtakmarka tal- merkið við 4 kHz þannig að 8 kHz söfnunartíðni dugi til flutningsins. Endanleg upplausn A/D breyt- unnar (hún er 8-bita í okkar tilviki) veldur því að merkið varðveitist ekki fullkomlega en nánar verður vikið að því hér á eftir. V.34 mótöldin Útslag hliðræns merkis getur tekið óendanlegamörg gildi. Þegar hliðrænu merki er breytt yfir á staf- rænt form eru aðeins endanlega mörg útslög leyfð. Það gefur því augaleið að einhver hluti merkis- ins breytist lítillega og merkið verður fyrir svokallaðri skömmt- unarskekkju. Við sjáum þessa skömmtunarskekkju sem suð og ef stakrænu útslögin eru nægilega mörg (og rétt valin) þá verður þetta suð ekki aðgreinanlegt frá öðru suði í kerfinu. V.34 mótöldin líkt og forverar þeirra nýta sér ekki beint þá stað- reynd að innan símkerfisins er merkið flutt stafrænt. Merkja- mengið sem V.34 mótaldið notar er því ekki valið með tilliti til skömmtunargilda A/D breytunnar í símstöðinni. Þetta þýðir að merk- ið sem V.34 sendir á línuna verður fyrir skömmtunarskekkju líkt og um talmerki væri að ræða. Á góðum innanbæjarlínum er annað suð í kerfinu orðið það lítið að skömmtunarsuðið er allsráð- andi. Skömmtunarsuðið er c.a. 37dB undir merkinu en hægt er að færa fjarskiptafræðileg rök fyrir því að ekki sé raunhæft að fara hraðar en 33,6 kb/s miðað þennan suðstyrk á venjulegum símalínum. Við komumst því ekki lengra öðru- vísi en að losna við skömmtunar- suðið en það er einmitt það sem K56 byggir á. Internetið Með Internetinu förum við í æ ríkari mæli að sjá marga notendur tengjast í gegnum mótald inn á einn stað. Þessi hnútpunktur innhringi- línanna liggur hjá Internet Þjón- ustuaðilanum (IÞ). Hver IÞ þarf því að bjóða upp á tugi innhringi- lína. Nú er merkið sent stafrænt á milli símstöðva, hvers vegna ekki að taka það þá stafrænt alla leið til IÞ? Með því sparast D/A breyt- ing („digital-to-analog conver- sion“) í símstöð og A/D breyting („analog-to-digital conversion“) í 1/T = 8kHz / Notandi > Sía V Kóöari (8-bita 1 í kóöaorö} Símstöö Mynd 2. Stafrœn símstöð. 28 - APRÍL 1997

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.