Tölvumál - 01.04.1997, Page 30

Tölvumál - 01.04.1997, Page 30
TOLVUMÁL Raunveruleg flutningsgeta K56 mótalda Spurningin er þá hversu hratt er hægt að flytja gögn með þessari nýju aðferð. Hér á undan kom fram að 64 kb/s er ekki raunhæfur möguleiki. Ástæðan fyrir því er að stafræni sendibúnaður símstöðv- anna er hannaður með flutning á tali í huga. Til að hægt væri að nýta hann fullkomlega til flutnings gögnum þyrfti hreinleiki merkisins á sfmalínunni að vera mjög mikill. Styrkur merkisins þyrfti að vera c.a. 80 dB yfir suðstyrknum, en slíkum hreinleika er ómögulegt að ná á venjulegum símalínum. Sem betur fer minnka kröfur til merkis- suðshlutfalls mjög hratt eftir því sem við sláum af flutningshrað- anum. Við 56 kb/s er krafan komin niður í c.a. 52 dB. En hvaða hraði næst í raun og veru? Svarið við þeirri spurningu fer eftir gæðum línanna sem unnið er á. Fyrsta kynslóð þessara mót- alda mun geta sent allt að 56 kb/s niðureftir (frá IÞ til notanda) og allt að 33,6 kb/s uppeftir (frá notanda til IÞ). Það má þó búast við að 44 - 48 kb/s verði algeng- asti hraðinn, að 52 kb/s náist oft en 56 kb/s náist einungis á allra bestu línum. 28,8 kb/s mun vænt- anlega verða algengasti hraðinn sem menn sjá uppeftir. I síðari kyn- slóðum þessara mótalda mun væntanlega mesti hraði uppeftir aukast úr 33,6 kb/s upp í 40 kb/s og hærri mörkin niðureftir munu líklega verða algengari. Til að K56 mótald nái einhverri hraðaaukningu umfram V.34 þarf annar aðilinn (Internet þjónustu- aðilinn) að vera með stafræna tengingu frá sínu K56 mótaldi og upp í símstöð. Stafræn tenging getur t.d. verið ISDN tenging eða háhraðanet. Hinn aðilinn (notand- inn) tengir hinsvegar sitt K56 mót- ald við símalínu eins og um venju- legt V.34 mótald væri að ræða. Ef stafræn tenging er ekki fyrir hendi skiptir mótaldið yfir í V.34 ham og vinnur sem slíkt. Eins og önnur mótöld finnur K56 út í byrjun mesta hraða sem bæði geta sent á og notar síðan þann hraða. Notandinn þarf þvf ekki að vita hvort hinn endinn sé Mynd 4. Internet Þjónustuaðili með stafrœna tengingu upp í símstöð. 30 - APRÍL 1997

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.