Tölvumál - 01.04.1997, Síða 32
TOLVUMAL
Staðgreiðsla
fjármagnstekjuskatts
Eftir Ólöfu Þrdnsdótlur
Þann 14. júní 1996 voru sam-
þykkt á Alþingi lög um skatt á fjár-
magnstekjur og samhliðaþeim lög
um staðgreiðslu skattsins. Báðir
lagabálkarnir skyldu öðlast gildi
frá og með 1. janúar 1997. Var
fjármálaráðuneyti og embætti
Ríkisskattstjóra falið að setja regl-
ur um framkvæmd innheimtunnar.
Samkvæmt 3. gr. laga um stað-
greiðsluna hvílir skilaskylda
skattsins m. a. á innlánsstofnunum.
Þessari grein er ætlað að gefa
smá nasasjón af þeirri vinnu sem
þessi lög höfðu í för með sér fyrir
Reiknistofu bankanna (Rb). Rb
hannar og innir bókhaldskerfi fyrir
innlánsstofnanir. Það kom því að
stórum hluta til hennar kasta í
samvinnu við innlánsstofnanir að
reyna að uppfylla lagaákvæðið um
staðgreiðsluna fyrir þessar stofn-
anir, sem vafalítið eru helstu fjár-
vörsluaðilar í landinu.
Samræming lausna
Þegar í ágústmánuði var farið
að ræða áhrif laganna á kerfi Rb
þó reglugerð um framkvæmd væri
ekki fyrirhendi. Þann 15. október
byrjuðu viðræður fulltrúa Ríkis-
skattstjóra við fulltrúa innláns-
stofnana og verðbréfafyrirtækja.
Þá þegar var boðaður samráðs-
fundur með fulltrúum allra verk-
efnahópa í Rb sem málið varðaði.
Nauðsynlegt var að fá allt, sem
þurfti að framkvæma, sem allra
fyrst upp á borðið svo hægt væri
að átta sig á umfangi og gera heild-
aráætlun yfir verkið. Samráðs-
fundir voru síðan haldnir á nokk-
urra daga fresti til að byrja með,
til að fá fram sem flestar hug-
myndir, fylgjast með stöðu mála,
Frh. á nœstu síðu
Frh. affyrri síðu
2.) ADSL („Asymmetric Digital
Subscriber Loop“) sem gerir
ráð fyrir allt að 6 Mb/s frá sím-
stöð og til notanda en allt að
576 kb/s uppeftir. Slfkur hraði
mun að vísu aðeins nást þar
sem stutt er upp í símstöð.
Fyrsta útgáfa af staðlinum gerir
hinsvegar ráð fyrir 1,544 Mb/
s uppeftir en 64 kb/s niðureftir
og er líklegt að slíkir hraðar
náist á c.a. 80% lína.
Nauðsyn staðlavinnunar á
þessu sviði er mikil því á þessum
sendihraða duga ekki forritanlegir
merkjareiknar í merkjavinnsluna
heldur þarf að hanna sérhæfðar
rásir fyrir slíkt. Endabúnaðinn er
ekki hægt að selja ódýrt nema hann
sé framleiddur í miklu magni og
mikið magn næst ekki fyrr en
tæknin verður útbreidd. Reynslan
sýnir okkur að staðall hraðar mjög
útbreiðslu nýrrar tækni.
En einn er sá þáttur sem á eftir
að ráða úrslitum um hvaða tækni
verður ofan á. En það er hvernig
símafélögin verðleggjaþjónustuna
og hvaða þjónustu þau munu
bjóða upp á. Þetta er í raun undir
þeim komið hvaða endabúnað þau
kjósa að bjóða upp á og hvert þau
beina mönnum með verðlagningu
sinni. Tæknilega er ekkert því til
fyrirstöðu að HDSL og ADSL
tæknin nái útbreiðslu en mörg
símafyrirtæki hafa þegar fjárfest í
ISDN endabúnaði og því kannski
líklegt að þau reyni að beina
mönnum inn á þær brautir fyrst um
sinn.
Lokaorð
Allar líkur benda til þess að
þessi nýja kynslóð K56 mótalda
verði sú leið er hinn almenni Inter-
netnotandi velur til að auka band-
vídd sína inn á netið. Þau munu
einnig tákna fullnýtingu þeirrar
bandvíddar sem hefðbundnar
talsímarásir gefa okkur. Aukin
bandvídd eftir K56 fæst aðeins
með því að skipta út endabúnaði í
símstöð og kaupa þar með nýja
þjónustu af símafyrirtækjunum.
Hvort sú þjónusta verður í auknum
mæli ISDN „Basic-Rate“ eða
hvort stökk verður tekið yfir í
HDSL/ADSL tækni skal ósagt
látið en í öllu falli bendir flest til
þess að núverandi símkerfi geta
séð notendum fyrir auknum gagna-
hraða á næstu árum án þess að
grafa þurfi skurði og leggja ljós-
leiðara inn á hvert heimili.
Olafur Örn Jónsson er fjar-
skiptaverkfrœðingur hjá
Rockwell á Islandi.
Sverrir Ólafsson er fram-
kvœmdastjóri Rockwell á
Islandi
32 - APRÍL 1997