Tölvumál - 01.04.1997, Qupperneq 34
TOLVUMAL
Á fundi 20. nóv. var og dreift
drögum að frumvarpi til laga um
breytingu á lögum nr. 94/1996, um
staðgreiðslu skatts á fjármagns-
tekjur, og frumvarpi til laga um
breytingu á lögum nr. 75/1981, um
tekjuskatt og eignarskatt, með síð-
ari breytingum. Breytingafrum-
vörpin voru væntanlega til þess
gerð að fækka vafaatriðum sem
gætu leitt til málshöfðana vegna
útfærslu og voru lögð fyrir Alþingi
fyrir áramót. Á fundi 12. desember
var enn farið yfir drög að fyrr-
nefndum breytingum á lögum. Þar
kom fram ákvörðun RSK að skatti
af verðbótum á innlánsreikningum
skyldi safnað upp yfir árið þannig
að neikvæður skattur vegna verð-
hjöðnunar kæmi til frádráttar en
félli ekki niður nema því aðeins að
heildarverðbætur ársins væru nei-
kvæðar. Þetta einfaldaði óneitan-
lega ferlið varðandi innlán. Einnig
staðfesti RSK að ekki yrði gerð
krafa um að kerfi Rb kæmu alfarið
í veg fyrir tvísköttun áfallinna
vaxta við eigendaskipti krafna.
Nýr rétthafi verði að leita eftir leið-
réttingu eftirá. Orðalag varðandi
kröfur sem hafa verið keyptar oftar
en einu sinni þótti enn ekki nógu
skýrt. Orða þyrfti nákvæmar upp-
hafsverð þar sem ekki þótti fylli-
lega ljóst hvort átt væri við upp-
reiknað verð eða nafnverð. Breyt-
ingafrumvörpin voru samþykkt á
Alþingi á síðustu dögum þingsins
fyrir áramót.
Umfang breytinga í
Rb
Kröfur um breytingar á inn-
lánum urðu alls 24 í einum verklið,
og var það vel sloppið. Kröfur um
breytingar á útlánum urðu alls 57
í 8 verkliðum. Til skýringar má
líkja verklið við hlut ef um hlut-
bundna hönnun væri að ræða.
Þarfalýsing útlána spannar einar
50 síður og hönnunarlýsing 80
síður. Að vísu eru ekki allar síð-
urnar þéttskrifaðar en þó gefur
þetta góða vísbendingu um umfang
breytinganna. Nauðsynlegum
breytingum á víxlakerfi lauk seinni
hluta janúar 1997. Breytingum á
skuldabréfakerfi sem gerir mögu-
legt að skrá kaupverð, kaupdag og
kennitölu seljanda innhe.imtubréfa
er áætlað að ljúki fyrir mitt ár. Að
öðru leyti tókst að ljúka málinu
með viðunandi hætti fyrir 1. jan-
úar. Auk breytinga á inn- og út-
lánakerfum þurfti að gera breyt-
ingar á afgreiðslukerfi, nafna-
skrárkerfi sem sér um undanþágu-
skrána og bankatöflukerfi vegna
tengsla við aðalbókhald. Þegar
þetta er skrifað í lok febrúar hafa
farið tæpar 3.400 vinnustundir
(2,4 mannár) í þetta verk sam-
kvæmt verkbókhaldi Rb.
Ekki eru öll störf kerfis-
fræðinga falin í tækni-
legum útfærslum
Af því sem hér hefur verið ritað
má ráða að ekki eru öll störf kerfis-
fræðinga falin í tæknilegum út-
færslum. Fyrsta skilyrði fyrir því
að hægt sé að setja eitthvað upp í
tölvukerfi er að ljóst sé hvernig eigi
að bregðast við öllum afbrigðum
sem upp kunna að koma. Ekkert
er hægt að skilja eftir fyrir tölvuna
að ráða fram úr af eigin hyggjuviti.
Síðan þarf að huga að því að þægi-
legt sé að vinna við kerfið og skipt-
ir útlitshönnun þá miklu máli. Að
þessu loknu kemur að hinni tækni-
legu hönnun kerfisins. Þarf þá
einkum að hafa tvennt í huga, ann-
ars vegar að kerfið verði auðvelt í
viðhaldi, og hins vegar vinnslu-
hraða. Oft rekst þetta á og verður
þá að finna heppilega málamiðlun,
því bæði sjónarmið eiga rétt á sér.
Verður þá að leggja mat á hvorn
þátt fyrir sig varðandi það tiltekna
verkefni sem verið er að vinna að
hverju sinni.
Kerfissetning
samhliða
lagasetningu
Það er vissulega ekki óskastaða
að þurfa að hanna og jafnvel for-
rita kerfi meðan enn eru lausir
endar varðandi viðbrögð kerfisins
eins og gerðist f þessu tilfelli. Hins
vegar er það oft á tíðum svo að
lausir endar liggja ekki í augum
uppi og koma ekki í ljós fyrr en
farið er hanna kerfið eða jafnvel
forrita. Það er þess vegna ekki
alveg jafn fjarstæðukennt og ætla
mætti að vinna að kerfissetningu
samhliða lagasetningu. Að vera í
svo mikilli tímaþröng að neyðast
til að forrita samhliða orkar hins
vegar tvímælis og verður seint
hægt að mæla með því.
I heildina tekið má segja að vel
hafi til tekist hjá Rb í þetta sinn.
Hópvinnukerfi hjálpar við upplýs-
ingamiðlun og útgáfustýringu.
Einnig er mikið um endurnýtingu
og samnýtingu á kóda í Rb. Mest
er þó að þakka að vel tókst til um
samstarf fjölda fólks úr mörgum
stofnunum.
Ólöf Þráinsdóttir er einn af
fjórum yfirkeifisfrœðingum í
Rb.
34 - APRÍL 1997