Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . Þriðjudagur 30. okíóber 1962. Einkasamtal Vísis vió Roy Jenkin^ Það fer nú bráðlega að draga til úrslita í Evrópu- markaðsmálunum, hvort Bretar gerast aðiljar að Efnahagsbandalaginu eða ekki. Hafa línurnar skýrzt eftir flokksþingin. Macmillan og íhalds- flokkurinn hans eru að hefja lokasóknina. Þeir ætla að tengja Bretland Efnahagsbandalaginu fyr ir næsta vor. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að snúast gegn aðildinni. Að vísu eru þeir formlega með- mæltir henni, en setja þó svo einstrengingsleg skil- yrði, að það virðist ljóst að þeir ætli að berjast gegn aðild. Tjegar þannig er að draga upp " í storm í brezkum stjórnmál- Gaitskells á flokksþinginu, þá er ég hræddur um að megin hluti flokksins stefni í áttina til á- kveðinnar andstöðu. — i~kg hver er yðar afstaða. ^ Viljið þér að Bretland gangi skilyrðislaust í Efnahags- bandalagið? — Nei, alls ekki. Ég tel meira að segja, að við Bretar getum náð hagkvæmari kjörum en okkur bjóðast nú og auðvitað eigum við að leita sem hagkvæmastra kjara. Ef ég ætti hins vegar að- eins um tvo kosti að velja, að taka þeim kjörum, sem nú bjóð- ast ,eða standa utan bandalags- ins ella, þá er ég það ákveðinn að ég vildi frekar taka þessum kjörum. — Hvað verður um yður, ef þingkosningar verða nú haldnar áður en ákvörðun verður tekin í þessu, og kosningarnar standa beinlínis um þetta mál? — Þá verð ég auðvitað 1 erfiðri aðstöðu. En ég býst við að ég muni þó halda áfram að berjast fyrir aðild Breta að Efnahags- bandalaginu og eg mun verða áfram í framboði fyrir flokkinn. Þér skuluð athuga það, að það eru fimm til sex ár síðan ég fór að berjast fyrir aðild Breta að Efnahagsbandalaginu og af 250 þingmönnum Verkamannaflokks- samur um að Bretar gangi í Efnahagsbandalagið? — Það er einfalt, yfirvegun sýnir, að þar er framtíð Bret- lands. Þátttaka f Efnahagsbanda- laginu er stórkostlega þýðingar- mikil fyrir okkur bæði efnahags- lega og stjórnmálalega. Við skulum fyrst líta á efna- hagslegu hliðina. Þvf aðeins að við göngum f Efnahagsbandalag- ið verðum við hluti af sameinuð- um stórmarkaði, sem allir helztu keppinautar okkar á sviði iðnað- ar gerast þátttakendur f. Ef við stöndum fyrir utan, þá drögumst við óhjákvæmilega aftur úr. Bar- áttan hlýtur að standa um for- ustuna í nýjum iðnaði, sem krefst mikilla útgjalda til rann- sókna, en það fé verður ekki fyr- ir hendi nema markaðurinn sé stór. I dag stendur samkeppnin ekki um framleiðslu á vefnaðar- vörum, sem allar þjóðir munu framleiða hver fyrir sig, heldur er þýðingarmest að halda forustunni f nýrri tækni t ,d. rafeindatækni. Þeirri baráttu hljótum við Bretar að tapa ef við verðum utan við inn stóra markað. Hér er þó að eins fáorð skýring á miklu vfð- tækara vandamáli. Bretar hafa verið forustuþjóð f tækni og upp- finningum. Þeir munu missa þá forustu til hinna sameinuðu Evrópuríkja ef þeir standa utan við Efnahagsbandalagið. utan við EBE verður það áhrifalaust og hlutlaust" um þótti fréttamanni Vísis það fróðlegt, að fá tækifæri til að ræða við brezkan þingmann, sem staddur var hér á Iandi og ræða við hann um þessi mál. Þingmað- ur þessi heitir Roy Jenkins og er þingmaður fyrir Leeds-kjördæmi í Norðimbralandi. Hann hefur sérstöðu, þar sem hann er þing- maður Verkamannaflokksins, en er þrátt fyrir það einn ákafasti stuðningsmaður Efnahagsbanda- lagsins og virtist því, er ég hitti hann á heimili Boothbys sendi- herra fróðlegt að spyrja hann, hvort það væri ekki hættulegt fyrir pólitíska framtfð hans, að kljúfa svona flokkinn. ins eru 80—90 hlynntir aðild, þó ekki séu þeir allir eins ákveðnir. Svo koma aðrir 80 sem eru í miðjunni og á báðum áttum, þó þeir virðist nú ætla að snúast gegn aðildinni. Loks kemur vinstri armur flokksins sem f eru Iíka um 80 manns og þeir eru yfirleitt fjandsamlegir Efnahags- bandalaginu. — Haldið þér að kosningar verði haldnar um þetta? — Það getur verið, en ekki er það öruggt. Og auðvitað verð ég þá í erfiðri aðstöðu, hvort sem kosningarnar verða áður en á- kvörðun er tekin eða rétt á eftir. — 'p'g vil ekki kalla þetta klofning, réttara er að segja ósamkomulag. Það hafa oft orðið miklu harðari deilur innan Verkamannaflokksins á sfðustu árum og minnist ég þá sérstak- lega deilnann; um einhliða af- vopnun. — En virðist það nú ekki ljóst, að Gaitskell og stjómarforustan ætli að snúact gegn Efnahags- bandalaginu? — Formlega er Verkamanna- flokkurinn hlynntur aðild með vissum skilyrðum. En þar sem nú er ólfklegt að þeim skilyrðum verði framfylgt og þar sem tölu- verður fjandskapur út í Efna- hagsbandalagið kom fram í ræðu - ITvers vegna eru vinstri menn yfirleitt svo fjandsamlegir aðild Breta að Efnahagsbandalaginu?' Nú eru vinstri flokkar all sterkir t. d. f Frakklandi, Italfu, þar eru jafnvel sterkir kommúnistaflokkar. — Já, það er ekki það sem skiptir þá máli. Þeir væru ekkert áhugasamari fyrir sameiningu Evrópu, þó Willy Brandt væri kanslari i Þýzkalandi eða Guy Mollet í Frakklandi. Þeir eru bara hlutleysingjar og vilja ekki að samband Bretlands við Evrópu styrkist. — \7"iljið þér nú Mr. Jenkins skýra það út, hvers vegna þér hafið orðið svo áhuga- — Ag hvað segið þér þá um hina pólitfsku hlið málsins? — Hún -r ennþá þýðingar- meiri. Ef Bretland stendur utan við Efnahagsbandalagið, munu Bretar innan skamms tíma missa áhrif sín á mótun stefn- unnar f alþjóðamálum. Þá mun svo fara, að jafnvel eftir fimm til tfu ár, að stefna vestrænna þjóða verður ákveðin aðallega milli Washington og Briissel, en Bretar verða fremur áhrifalftil smáþjóð við hliðina á þessum tveimur stórveldum vestrænna þjóða. — En væri það nú ekki bara þægilegt fyrir ykkur Breta að hætta að reyna að vera stórveldi og bera alla þá ábyrgð sem stór- veldin þurfa að bera. Fara nú að taka lífinu með ró eins og t. d. Norðurlandaþjóðirnar gera? — jþetta er einkennileg ^spuming hjá yður, en í sjálfu sér nokkuð góð. En þeir sem fjandsamlegastir eru Efna- hagsbandalaginu vildu allra sfzt fallast á slík sjónarmið. Þeir virð- ast fmynda sér, að Bretland geti haldið áfram að vera stórveldi upp á eigin spýtur eins og í gamla daga, en slfkt er auðvitað hin mesta fjarstæða. Ef Bretland yrði fyrir utan Efnahagsbanda- lagið er ég einmitt hræddur um, að svo gæti farið sem þér nefnd- uð, að það yrði einna líkast Sví- þjóð, áhrifalftið og hlutlaust rfki. Ég held að fáir Bretar myndu æskja þess. Sérstaklega vegna þess, að mér finnst líka að Bret- land hafi hlutverki að gegna innan Evrópusamtakanna. Það er að hafa áhrif á hina sameigin- legu stefnu. Ég er hræddur við að þeir Adenauer og de Gaulle séu of harðskeyttir og ósveigjan- legir. Bretland þarf nauðsynlega að komast í aðstöðu til að hafa sín áhrif á mótun alþjóðastefn- unnar. — Hvað segið þér um árásir Nehrus á Efnahagsbandalagið, þar sem hann hélt þvf fram að þátttaka Breta f bandalaginu myndi auka á spennuna? — Ég held að þetta hafi byggzt á misskilningi hjá honum. Það getur ekki aukið spennuna, að Evrópa eflist gegn hinni rúss- nesku hættu, auk þess sem ég var að segja, að ég held, að Bretar geti haft bætandi áhrif á hina sameiginlegu stefnu Evrópu. TVTehru réðist á Efnahags- bandalagið í byrjun Sam- veldisráðstefnunnar, en sfðar . sneri hann við blaðinu og hefur dregið til baka þessar ásakanir. Hann skilur það nú, að þaðerekki réttmætt hjá honum að ráðast á Bretland fyrir aðild að vest- rænum samtökum, ekki frekar en að Bretar fari að ráðast á Ind- verja fyrir hlutleysisstefnu þeirra. — Og þér haldið að ekki sé úti um brezka samveldið þótt Bretar gangi í Efnahagsbanda- lagið? — Nei, alls ekki, — ég held að Samveldið geti haldið áfram starfsemi sinni sem lauslegt ráð- gjafasamband.’ Stjórnmálalega er það svo sundurlaust að það verð- ur ekki undirstaða pólitfsks styrkleika. Efnahagslega getur það þvf aðeins haft gildi, að Bretland sé sterkt efnahagslega. Það verður Bretland ekki ef það stendur utan við Efnahagsbanda- lag Evrópu. Því er það brezka samveldinu happadrýgst þegar til lengdar lætur, að Bretland gerist aðili að Efnahagsbandalaginu. Þ. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.