Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 7
VTSTR . Þriðjudagur 30. október 1962. T BRÝR ÍSMtoUM Á leiðinni frá Þverá hjá Hvols- velli og austur að Markarfljótsbrú verður á næstunni tekinn af stór krókur á veginum og hanrt lagður mun beinna en áður. En til þess að sú leið komist í samband þarf að byggja nýja brú á Affallið, allmiklu ofar en þar sem gamla brúin er. Að þessari brúarbyggingu hefur verið unnið að undanförnu og er þarna um að ræða 20 metra langa Bteypta bitabrú. A8ra brú, allmiklu lengri, er verið að gera á þjóðleiðinni austur, en það er ný brú á Skógá. Hún er 36 metra Iöng, einnig steypt bita- brú og er byggð í stað gamallar og hrörlegrar brúar sem nú er á Skóg- á. Nýja brúin er byggð á þurru, en þegar hún verður fullgerð á að veita vatninu úr hinum gamla far- vegl árinnar og undir nýju brúna. Þetta er fyrst og fremst gert til að bæta samgöngur við bæinn Drangshlíðardal, sem er rétt vest- an við Skógá hjá Skógafossi. Verð- ur ekki komizt þangað né þaðan öðru vísi en að fara yfir Skógá, en hún getur orðið slæmur farartálmi á stundum, enda allmikið vatns- fall. En við það að breyta farvegi árinnar verður unnt að komast upp með henni að vestan heim að bænum. Árni Pálsson yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins. hefur tjáð Vísi frá þessum brúargerðum svo og öðrum sem ýmist eru í smíðum víðs vegar um Iand eða þá nýlokið við. En áður í sumar skýrði Vísir frá þeim brúargerðum sem byrjað hafði verið á fyrri hluta sumarsins. Auk framangreindra brúa austan fjalls er verið að byggja 22 metra bitabrú á læk sem heitir Fullsæll og er á leiðinni frá nýju Brúarár- brúnni og suður að Tungufljóti. Ef haldið er lengra austur er nýlega búið að gera brú, 14 metra langa, yfir Reyðará á Lóni. En Reyðará er síðasta vatnsfallið sem til þessa hefur verið óbrúað á leið- inni frá Lónsheiði til Hafnar í Hornafirði. Á Austfjörðum er unnið að smíði brúar yfir Stöðvará í Stöðvarfirði. Það er 27 metra löngu steypt bita- brú með einum Stöpli. Þessi brú er á hinni'nýju leið sem nú er að opnast yfir þvera Austfirðina, allt frá Norðfirði og suður úr. Er með henni komið vegarsamband milli allra þessara fjarða innbyrðis, en áður voru mjög erfiðar samgöngur á landi við suma þessa firði. Hér er um geysimikla samgöngubót að ræða. Unnið hefur verið seinni hluta sumars að nokkrum brúargerðum á Norðurlandi. Þar er fyrst til að taka Djúpadalsá í Eyjafirði, 18 metra steypt bitabrú sem gerð er á sýsluvegi vegna innanhéraðs samgangna. Þá er brú yfir Hofsá í Vesturdal f Skagafirði, allmikið mannvirki eða 40 metra löng stál- bitabrú. Hún er einnig gerð fyrir innanhéraðssamgöngur fyrst og fremst. Þriðja brúin er yfir Vala- dalsá í Vatnsskarði, Skagafjarðar- megin, einnig fyrir innanhéraðs- samgöngur. Brúin sem þar verður byggð er 14 metra járngrindarbrú Brotið blað í sögu háskólans Háskólarektor, Ármann Snæ- varr, skýrði frá því við setningu háskólans í fyrradag að nú hefðu í fyrsta sinn í sögu háskólans ver- ið teknar til greina allar óskir háskólans um fjárframlög, á frum varpi því til fjárlaga fyrir árið ’63, sem lagt hefir verið fyrir Alþingi. Rektor komst að orði á þá leið, að þar með mætti teljast brotið blað í sögu Háskóla islands, og sýndi þetta glögglega að núverandi ríkisstjórn skildi til fulls þá geysi- miklu þýðingu, sem það hefði fyr- ir þjóðfélagið í heild að búa sem bezt að háskóla þjóðarinnar. — Rektor þakkaði tveimur ráðherr- um sérstaklega, menntamálaráð-, herra og fjármálaráðherra, sem há- skólinn hefir mest undir að sækja, fyrir skilning þeirra og forgöngu um þessa nýju og ánægjulegu af- stöðu ríkisvaldsins gagnvart æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Skirnit á 21 þús. Á fyrsta bókauppboði Sigurðar Benediktssonar I vetur var eitt dýrasta ritsafn legið, sem nokkru sinni hefur komið til uppboðs hjá Sigurði, en það var Skímir frá upphafi, mestallur bundinn í skinn og var söluverðið 21 þúsund krón- ur. Segja má að þetta fyrsta uppboð Sigurðar í haust hafi einkennzt af mjög misjafnlega verðmætum bók- um, sumum mjög verðmætum og eftirsóttum en öðrum, sem alls staðar eru á ferð og unnt að kaupa fyrir lítið fé í I.vaða fornbókaverzl- un sem er. Var verðið eftir því og í fæstum tilfellum verður sagt að það hafi verið mjög fjarri sann- virði? Á tiltölulega hæstu verði fóru ellefu menntaskólaskýrslur frá ár- unum 1851—62. Þær voru slegnar á 5300 krónur. Á meðal þeirra var „pereats“-skýrslan 1851, sem telja verður mjög fágæta, en hins vegar verður þess þó líka að geta að skýrslurnar næstu á undan eru lít- ið algengari, ef nokkuð er, svo að dýr mun „Hafliði allur“. Aðrar dýrar bækur á uppboðinu voru Almanak Þjóðvinafélagsins, öll, á 3600 krónur, Sá nýi yfirsetu- kvennaskó' i Hólum 1749 á 3200 kr., Saga-Steads of Iceland eftir þá Collingwood og Jón Stefánsson 2000 kr. Ljóðmæli Stefáns Ólafs- sonar 1200 kr. Iðunn I—VII 1100 kr. Rímur af Andra jarli 1100 kr. Tour in Iceland I —II eftir Hooker (defekt) 1000 kr. Messías í þýðingu Jóns Þorlákssonas 1000 kr. Ljóð- mæli M. Stephensens 950 kr. Sög- ur herlæknisins I —VI 900 kr. Gandreiðin eftir Ben. Gröndal á 850 kr. Mmanök 1861- ’75 850 kr. Skýringar yfir fornyrði lögbók ar 750 kr. Ljóðm di Bólu-Hjálmars 700 kr. Privatboligen pá Island eftir dr. Valtý Guðmundsson 650 kr. og aðrar bækur þaðan af lægra. Mmm Umbætur á Múlalundi Verið er að innrétta efstu hæð- ina í vinnustofu Sambands ís- Ienzkra berklasjúklinga að Múlalundi í Reykjavík. Á Múla- lundi vinna nú 50 öryrkjar og geta 30 bætzt í hópinn, þegar þessi hæð verður tekin í notk- un. Þar verður verksmiðja og lager fyrirtækisins. M. a. verða framleidd þarna Ieikföng. Á annarri hæð er saumastofa, en neðstu hæðinni plastverksmiðja. Múlalundur framleiddi á síð- asta ári fyrir 4 milljónir króna, og má búast við að sú upphæð hækki nokkuð á þessu ári. — Framleidd eru regnföt og sport- föt í saumastofunni og möppur og umbúðir í plastverksmiðj- unni. Framkvæmdastjóri er Jón Tómasson og verkstjóri í sauma stofu Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Stjórnarformaður Múlalunds er Þórður Benediktsson. sem áður var yfir Affallið í Hólm- inum í Skagafirði. Fjórða brúin, sem verið hefur í smíðum á Norð- urlandi nú í haust er yfir Austurá í Miðfirði í Húnavatnssýslu, 20 metra steypt bitabrú, gerð vegna innanhéraðssamgangna. Yfir Þambá í Bitru hefur verið unnið að smíði 23 metra steyptrar bitabrúar í stað gamallar brúar sem þar var áður. Þetta er á aðal- leið til Hólmavíkur. Loks skal getið brúar, sem ný- lokið er við á Dragá I Skorradal, en hún er á leiðinni yfir Geldinga- draga. Þarna er um að ræða 20 metra steypta bitabrú og hefur undanfarna daga verið unnið að því að ganga frá vegfyllingu við brúarsporðana. Nær allir brúargerðarflokkar Vegagerðarinnar eru enn f fullum gangi við brúarsmíðar þótt jafn áliðið sé hausts. Mál stjórnarandstöðunnar — loftkastalar — ábyrgðarlaust — afnám aðflutningsgjalda — fjárfesting og búrekstur — Iyfsölulög. Eitt það sem er hvað mest einkennandi við þingstörf ekki síður á þessu þingi en öðrum undanförnum, er hinn mikli fjöldi frumvarpa og þingsálykt unartillagna, sem sífellt berst frá stjórnarandstöðunni, hleðst upp og tefur öll þau mál sem raunbæfa þýðingu hafa. Þetta er sagt vegna þess að nær und antekningarlaust eru mál stjórn arandstöðunnar loftkastalar er ekki geta staðizt neinar fjár- hagsáætlanir né fallið inn í skipulagðar framkvæmdir. Þau líta vel út á blaði, eru aðkall- andi fyrir viðkomandi stétt, en eru oftast mál, sem flutnings- mönnum sjálfum er ljóst að ekki er hægt að mæta. Það sést bezt á því að þeir menn sem leggja tillögurnar og frum vörpin fram, gera það aðeins, þegar þeir eru í stjórnarand- stöðu, en minnast ekki á málin. þegar flokkar þeirra eiga sæti í ríkisstjórn. Af þessu er ljóst að ábyrgðar tilfinning þingmanna er ekki á- vallt í sa nræmi við stöðu þeirra og áhrif í þjóðfélaginu. Þeir láta stjórnast af lýðskrumi og ábyrgðarleysi á kostnað nytsam Iegra starfa hins háa Alþingis Magnús Jónsson, þingmaðui Eyfirðinga drap á þessa lesti i störfum bingmanna og kastað skuldinni engu síður á sina eig in flokkshríeSur en núverand' stjórnarandstöðu. Þó hafa brögðin af fánýtum auglýsing armálum aldrei verið meiri en nú af hálfu Framsóknarmanna, og var Magnús einmitt við þetta tækifæri að svara einu slíku áróðursmáli. Ásgeir Bjarnason hafði reifað frum- varpi sínu um afnám aðflutn- ingsgialda á landbúnaðartækj- um. Fór Ásgeir fram á að að- flutningsgjald af þessum tækj um væri lagt niður eins og það legði sig. Talaði hann um verulegan, jafnvel háskalegan samdrátt í landbúnaðarmálum og fram- kvæmdum bænda yfirleitt. Sannaði hann mál sitt með skýrslum og tölum. Magnús benti á, að málið væri að sjálfsögðu ekki svo ein- falt, þótt honum væri ljóst að koma þyrfti til móts við hænd ur í þessu máli. Hann kvað Ás- geir vita sem væri, enda væri það öllum ljóst, að ekki væri hægt að fella niður tolia og skatta, án þess nokkuð kæmi á móti, og væri því frumvarp þetta eitt þeirrar tegundar, sem hér hefur verið talað um að otan. Magnús fullyrti einnig að jrað væri of djúpt tekið i árinni að seg í framkvæmdum bænda væri háskalegur sam dráttur. Innflutningur dráttar- véla einna, sem hefur aukizt að mun á síðasta ári, talaði þar skíru máJi,--og -éíns væri vitnis burður kaupfélagsstjóra og hvgeinearmeistara víðs vegar um landið á bann veg, að siald an hefði um meiri framkvæmd ir verið að ræða. Hins vegar, sagði Magnús, má svo aftur endurskoða og f rauninni væri nauðsynlegt að láta fara fram athugun á þvf hvort fjárfesting bænda væri alltaf í samræmi við búrekstur- inn. Samdráttur í framkvæmd- um þyrfti ekki alltaf að þýða verri aðstöðu hjá bændum eða „höft af hálfu ríkisstjórnarinn- ar“. I neðri deild fylgdi Bjarni Benediktsson úr hlaði stjórnar- frumvarpi um lyfsölulög. Lyf- sölulaga þessara hefur áður verið getið hér í blaðinu enda ekki ástæða til að rekja þau hér. Þess skal getið að lög um lyfsölu hafa verið dreifð og mörg þeirra orðin úrelt fyrir alllöngu. Frumvarpið hefur ver ið samið fyrir frumkvæði Sig- urðar Sigurðssonar landlæknis og siðan var það yfirfarið af Ármanni Snævarr háskólarekt- or sem gerði á því nokkrar lög- fræðilegar breytingar. Þórarinn I . ' ;son flutti mál sitt um ferðaskrifstofur og var því sem og hinum málun- um báðum -'sað til annarrar umræðu. Mál sem lögð voru fram 1 gær voru m.a. frumvarp til law> um heimild fyrir ríkistjórnine til að innheimta skemmtana skatt með viðauka árið 1963 Tillaga tveggja kommúnista urr tafarlausan hrottfiiitning Bando ríkjahers af íslandi vegna styri aldarhættu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.