Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 11
V1SIR . Þriðjudagur 30. október 1962. Neyðarvaktin, sími 11510, hvern virkan dag, nema laugardaga kl. 13-17. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin virka daga kl. 9—7, laugar- daga kl. 9-4, helgidaga kl. 1—4. Apótek Austurbæjar er opið virka daga kl. 9-7, laugardaga kl. 9-4 Næturvarzla vikunnar er 28. — 3. nóvember í Vesturbæjarapóteki (sunnud. í Apóteki Austurbæjar) Útvarpið Þriðjudagur 30. október. Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Ólaf- ur Þ. Jónsson syngur. Við hljóð- færið er Rögnvaldur Sigurjónsson. 20.20 Framhaldsleikritið „Lorna Dún“ eftir Richard D. Blackmore og Ronald Gow, I. kafli. Þýðandi: Þórður Einarsson. Leikstjóri: Hild- úr Kalman. 20.55 Tvö ítölsk tón- verk. 21.15 Or Grikklandsför, 1. erindi: Bið í Belgrað (Dr. Jón Gíslason skólastjóri). 21.40 Tón- arnir rekja sögu sína, I: Forntón- list (Guðmundur Matthíasson). - 22.10 Lög unga fólksins (Gerður Guðmundsdóttir). 23,001 Dagskrár- lok. Miðvikudagur 31. október. Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Varnaðarorð: Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi talar um fyrstu hjálp á slysstað. 20.05 Göngulög. 20.20 Kvöldvaka. 21.45 Islenzkt mál (Dr Jakob Benediktsson) 22.10 Saga Rotchild-ættarinnar eftir Frederick Morton, I. (Hersteinn Pálsson ritstjóri þýðir og flytur). 22.30 Næturhljómleikar. 23.10 Dag- skrárlok. Thorbjöm Egner. Nýtt barnaleikrit i Þjóðleikhúsinu: Dýrin í Hálsaskógi Um miðjan næsta mánuð verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt barnaleikrit eftir Torbjörn Egner, höfund Kardemommubæjarins, og heitir þetta leikrit Dýrin i Hálsa- skógi. Eins og flestir leikhúsgest- ir muna, þá hafa fá leikrit orðið vinsælli hér á landi en Karde- mommubærinn, og var það sótt bæði af börnum og fullorðnum, sýningar á því urðu alls 75, og mun það vera algert met, hvað aðsókn snertir hér á landi. Margt kom þar til greina, ágætur og fynd inn texti, létt lög, sem allir irerðu, og ágætur leikur í öllum helztu hlutverkunum. Sagt er, að þetta nýja leikrit Egners standi Karde- mommubænum ekkert að baki, og mun það verða sýnt á öllum Norð- urlöndunum um þessi jól. Torbjörn Egner er um þessar mundir vinsælasti barnahöfundur á Norðurlöndum, og heyrzt hefur, að frægð hans hafi borizt víðar, því leikrit hans verða á næstunni sýnd í Þýzkalandi, Hollandi og víðar. Það eru 14 atriði i Dýrunum x Hálsaskógi, og gerist leikurinn i undurfögrum skógi, sem heitir Hálsaskógur. Leikendur eru bæði menn og dýr, og eru 20 hlutverk í leiknum auk dansara og auka- leikara. Um 40 persónur koma fram í leiknum. Mikið er af létt- um cg skemmtilegum söngvum í leiknum. Þeir, sem fara með aðal- hlutverkin í leiknum, eru: Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Bald vin Halldórsson, Ævar Kvaran, Nína Sveinsdóttir, Jón Sigurbjörns Stjörnuspá morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Horfur eru á nokkrum erfiðleik- um á vinnustað í dag og jafn- vel nokkrum deildum við sam- verkamennina. Kvöldstundirnar benda til rómantíkur. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að taka af allan vafa í sambandi við notkun fjölskyld- unnar á þeim tekjum, sem þú afl- ar þér. Sérstaklega það sem fer í tómstundaiðju hennar. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Þú munt finna að afstaða ann- arra til þín á vinnustað er frem- ur óhagstæð £ dag og þú ættir ekki að hafa þig mikið £ frammi £ dag. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlf: Þú ættir að fara varlega ef þú Árnað heilla Á laugardaginn voru gefin saman f hjónaband £ Hallgrfms- kirkju af séra Jakobi Jónssyni ungfrú Alda Magnúsdóttir verzlunarmær Ránargötu 46 og Bjami Ólafsson gjaldkeri Sól- heimum 45. S.l. sunnudag voru gefin sam an £ hjónaband af séra Árelfusi Nfelssyni ungfrú Guðrún Jó- hannsdóttir og Ingimundur Jón Einarsson. Heimili þeirra er að Bjamarstfg 9. Nýlega voru gefin saman f hjónaband af séra Jakobi Jóns- syni ungfrú Guðrún Bjarnadótt- ir Grandav. 30 og Björn Pálma son bifvélavirki Snóksdal, Dala sýslu. Fundahöld Fundur verður haldinn f Kven- stúdentafélagi íslands f kvöld, þriðjudag 30. október f Þjóðleikhús kjallaranum kl. 8.30 e.h. Formaður félagsins Ragnheiður Guðmunds- dóttir læknir segir frá félagsskap amerískra menntakvenna og önnur mál. son, Emilía Jónasdóttir Lárus Ingólfsson o. fl. Leikstjóri er Klemenz Jónsson. Carl Biílích stjórnar hljómsveit- inni. Hinn nýi ballettmeistari Þjóð leikhússins Elisabeth Hodyshon semur og stjórnar dönsunum. Leiktjöld og búningateikningar eru eftir Egner sjálfan, og hann hefur einnig samið lögin f leiknum. þarft að vera eitthvað á ferð- inni um bæinn í dag. Nokkrir erfiðleikar gætu beðið þín á vinnustað. Ljónið, 24. júlí tU 23. ágúst: Þú munt þurfa að halda að þér hend- inni í fjármálunum í dag sakir þess að ýmsir aðilar vilja verja fé þínu f þágu skemmtana. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Ef það er ekki alveg bráð nauðsynlegt þá ættirðu að slá öllum ferðalögum á frest í dag. Nokkrar skærur gætu átt sér stað á heimilinu. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Um daginn í dag mætti með sanni segja að ekki er allt gull sem glóir. Varastu því tælandi tilboð á sviði fjármálalffsins og gættu sparsemi. Dreklnn, 24. okt. til 22. nóv.: Þér ætti að reynast auðvelt að framfylgja flestum málefnum varðandi starf þitt og vinnustað. Fjármálin eru nú undir nokkuð hentugum afstöðum. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des. Þú ættir að hagnýta þér hæfileika þfna til stjórnsemi á viturlegan hátt í dag, ef þú villt ekki eiga á hættu nokkra gagn- rýni annarra. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú ættir ekki að vanrækja nein sjúkdómseinkenni f dag, þú gætir þarfnast meiri hvíldar f kvöld heldur en venjulega. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir ekki að láta vini þína vera að snuðra eftir fjármála- legum aðstæðum þínum, þrátt fyrir að þeim sé gott eitt f hug. Þú hefur betra vit á málunum nú. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þér gæti stafað nokkur hætta af eldi í dag, svo að bezt er fyrir þið að nota sem minnst eldfæri, Annars eru horfur nokk- uð góðar á vinustað. R 1 Tímarit Rit Ljóstæknifélags íslands I — 1962 er komið út. Meðal efnis er: „Ljós og litir í iðnaði“, erindi flutt af Rolf Aspestrand á haustfundi Ljóstæknifél. Isl. 1961. Frásögn af haustfundi 1961. Ljósfréttir. ýmsar fréttir. Bókaskrá, bækur í eigu fé- lagsins. Birtutöflur, úrdráttur úr nýjum, sœnskum birtutöflum. Lampalýsing, frá sýningu á innlend um lampabúnaði. Söfnin Árbæjarsafn lokað nema fyrir hópferðir tilkynntar áður f síma 180"' Bæjarbókasafn Reykjavfkur Sími 12308. Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A: Útlánadeild opin 2-10 alla daga nema laugardaga 2-7 og sunnu- daga 5-7. Lesstofan er opin 10-10 alla daga nema laugardaga 10-7 og sunnudaga 2-7. Útibú Hólmgarði 34: opið 5-7 alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Útibú Hofsvallagötu 16: opið 5.30-7.30 alla daga nema laugar- daga og sunnudaga. „Allt í lagi Inace mín, komdu bara“. „Þú vonast til að geta gert Campbell alveg ruglaðan £ koll- inum með því að skipta á ung- frú Marsh og ungfrú Savage?“ „Alveg rétt, eftir þetta veit hann alls ekki hvern hann á að gruna" En hinir hálf-sorfnu hringir segja að það verði ekkert „eftir þetta“ „Loksins er tækifærið komið“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.