Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 3
V í SIR . Miðvikudagur 31. október 1962. 3 Skyttan i góðu færi. Myndin var tekin fyrir helgina íhrauni á Reykjanesskaga og þá var hraunið enn snjó- laust, svo að rjúpumar í vetrarbúningi skáru sig vel úr umhverfinu. Rjúpnaveiðamar standa sem hæst og fréttir berast um að veiðzt hafi betur en i fyrra, enda kemur það heim og saman við kenningar dr. Finns Guðmunds- sonar varðandi rjúpnastofninn. » . r,rf ' Helztu veiðifréttir koma úr Þingeyjarsýslu, en þar hafa menn fengið allt upp í 70 rjúpur yfir daginn. Við Sunniendingar verðum að láta 'okkur nægja minni veiði, þar eð rjúpnalöndin Einn veiðimannanna, Þórður Hermannsson skipstjóri, standast ekki samanburð, eða þá að Þingeyingar eru melri veiði- menn. Eigi að síður era nógir til að fara til rjúpnaveiða. 1 fyrsta lagi er það vegna þess hve ljúffeng rjúpan er, því að fjöldi fólks getur vart hugsað sér jólahald án þessa lostætis. í öðru lagi er það vegna útiver- unnar við veiðamar og síðast en ekki sfzt vegna hinnar óumræði- legu veiðigleði. Það er ekki síð- ur spennandi að skjóta rjúpu en veiða silung á stöng. ★ Gamanið byrjar þegar rjúpan sést f fjarska, en hún sker sig mjög úr umhverfinu, þar sem ekki hefur snjóað að ráði, en rjúpan næstum orðin alhvít. Menn verða sfðan að komast f skotfæri með þvf að skrfða á maganum eða fjóram fótum, þar til komið er hæfilega nærri. Verði maður var við að sú hvíta reisi sig skyndilega, verður að fara varlega, þvf að annars má búast við að fuglinn fljúgi rop- andi burt frá velðimanninum, sem eftir sltur, aurl ataður á maga og hnjám, bölvandi yfir að hafa ekki reynt að fara öðra- vísi að henni. Meðfylgjandi myndir era tekn ar á Suðumesjum í sfðustu viku. Veiðigleðin var mikil, þó að eftirtekjan væri rýr. Fengur veiðmannsins og byssan. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.