Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 9
'oviKuaagur si. oktðber 1962. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra: SKIPUN NYRRA SKATTSTJÓRA Ný skipan skattamála. Með skattalögunum frá liðnu vori var gjörbreyting gerð á þeirri skipan, er áð- ur hafði gilt um framkvæmd skattamála, álagning og eftir- lit. 1 stórum dráttum var eldra skipulag á þessa leið: 1) I öllum hreppsfélögum og nokkrum kaupstöðum voru skattanefndir þriggja manna, er lögðu á skatta til ríkisins. Þessar nefndir voru 219 að tölu og nefndarmenn alls 657. 2) I 10 kaupstöðum voru skattstjórar, sem lögðu skatt- inn á. Þeir voru ekki skipað- ir eins og embættismenn og starfsmenn ríkisins almennt, heldur til 6 ára í senn. Eng- in skilyrði voru um undir- búningsmenntun eða þekk- ingu. 3) í hverri sýslu og kaup- stað voru yfirskattanefndir, 24 að tölu með 72 nefndar- mönnum. 4) Enginn einn embættis- maður hafði yfirstjóm á þessum málum. 5) Þriggja manna ríkis- skattanefnd kvað upp fulln- aðaruppskurð um kærur, hvaðan sem var af landinu. Með skattalögunum nýju var hið eldra kerfi lagt nið- ur og nýtt lögfest. . Aðalatriði hins kerfis eru þessi: nyja 1) 9 skattumdæmi skulu vera í landinu; svara þau til hinna 8 kjördæma, en auk þess eru Vestmannaeyjar sér- stakt skattumdæmi. í hverju þessarra umdæma er einn skattstjóri og skattstofa. Lögfestar voru strangar kröfur um sérmenntun skatt- stjóra. Engan má skipa skatt- stjóra, nema hann hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði, sé löggiltur endurskoðandi eða hafi aflað sér sérmenntunar á skattlög- gjöf og framkvæmd hennar. 2) Stofnað var embætti ríkisskattstjóra, er hafa skal yfirstjórn og umsjón skatta- mála um land allt. Hann skal vera formaður ríkisskatta- nefndar, en í hana skipaðir tveir menn að auki. 3) Lagðar voru niður und- ir- og yfirskattanefndir og afnumin hin tímabundnu og staðbundnu skattstjóraemb- ætti, sem verið höfðu, að öðru leyti en því að í Reykja- vfk og Vestmannaeyjum er starfssvæði skattstjóranna ó breytt. Tilgangur þessara breyt- inga er sá, að skapa meira samræmi í skattamálum, betra eftirlit með framtöl- um og Iækka tilkostnað. Veiting skattstjórastarfanna. Við skipun f hin nýju skatt- stjórastörf varð sérstaklega að hafa í huga hin nýju skil- yrði laganna um próf og sér- menntun. Þær kröfur bar að hafa efst í huga, þótt það undanþáguákvæði sé í lögun- um, að heimilt sé að veita manni skattstjóraembætti, þótt ekki fullnægi hann þess- um kröfum, ef hann hefur áð- ur gegnt skattstjórastarfi. 1. Reykjavík: Um það embætti sótti að- eins einn maður, núverandi skattstjóri, sem gegnt hefur því starfi f 28 ár. Hann var skipaður í starfið. 2. Norðurlandsumdæmi eystra: Um það sótti aðeins einn maður. Hann hafði verið skattstjóri á Akureyri um nokkurra ára skeið, og var skipaður í starfið. 3. Suðurlandsumdæmi: Um það sótti aðeins einn maður. Hann er viðskipta- fræðingur að mennt og full- nægði því skilyrðum lag- anna, og var skipaður í starfið. 4. Vestmannaeyjar: Um það embætti sótti einn maður, lögfræðingur, full- nægði skilyrðum og var skipaður í starfið. 5. Vestfjarðaumdæmi: Um það sótti einn maður, sem verið hafði skattstjóri í nokkur ár. Hann var sett- ur í starfið fyrst um sinn. 6. Norðurlandsumdæmi vestra: Um það sóttu tveir menn. Hvorugur fullnægði skil- yrðum laganna, e.. annar þeirra hafði gegnt skatt- stjórastarfi á Siglufirði um nokkurra ára skeið, og var settur í embættið fyrst um sinn. 7. Vesturlandsumdæmi: Um það sóttu tveir menn. Annar þeirra er lögfræðing- ur að mennt og hafði verið skattstjóri í Vestmannaeyj-^ Gunnar Thoroddsen. uir) J -IS'ÚJ. Hann var skip- aður í starfið. Hinn full- nægði ekki menntunarskil- yrðum laganna, en hafði gegnt skattstjórastarfi í 8 ár. 8. Reykjanesumdæmi: Um það sóttu sex menn. í starfið var skipaður maður, sem fullnægðl öllum skil- yrðum laganna, viðskipta- fræðingur að mennt. 9. Austurland: Tveir menn sóttu, annar með hagfræðiprófi og full- nægði öllum skilyrðum lag- anna. Hinn fullnægði ekki menntunarkröfum Iaganna, en hafði um sex ára skeið verið skattstjóri í Neskaupstað og ráðning- artími hans þar útrunninn. í samræmi við tilgang og anda laganna var sá fyrr- nefndi skipaður í starfið. Ádeilur. Þega. er yfir pessar embættaveitingar með hug- arró og hlutlausu mati, sýn- ist erfitt að finna að þeim með rökum. Þó hefur sá maður, er sízt skyldi, hafið harðskeyttar ádeilur á þær, formaður Framsóknarflokks- ins, Eysteinn Jónsson, og sakað mig um pólitíska misbeitingu. — Sá maður, er sízt skyldi, því að slík er fortíð hans I þessum efnum. Meðan hann var fjármálaráð- herra skipaði hann 9 skatt- stjóra og var hver einasti þeirra flokksbróðir ráðherr- ans. Menntunarskilyrði setti hann engin. Helzt átti mað- urinn að vísu að hafa gengið í Samvinnuskólann. En eitt skilyrði var ófrávíkjanlegt: Framsóknarmaður varð hann að vera. Meðframbjóðandi Eysteins Jónssonar á Austurlandi, Vil- hjálmur Hjálmarsson, hefur einnig sótt fram á vígvöll- inn og ráðizt á veitingu skattstjóraembættisins á Austurlandi. Hann hefur í grein, sem er ólík höfundi að orðbragði og allri gerð, sett fram harla nýstárlegar reglur handa ráðherra til notkunar við embættisveit- ingar: Umsækjandi er ís- lenzkur, eiginkona hans finnsk og fjölskyldan þvf nor- ræn. Þar sem ráðherrann er formaður norræna félagsins, er honum auðvitað rétt og skylt að veita þessum um- sækjandi embættið, ekki sízt þar sem norræna félagið átti nýskeð 40 ára afmæli, og for- maðurinn flutti þá ræðu um norræna samvinnu. Hét í höfuðið á Páli amtmanni. Þessi rökfærsla minnlr á annan rökstuðning Fram- sóknarmanna endur fyrir löngu. Ráðherra úr þeim flokki hafði skipað ungan Fram- sóknarmann I sýslumanns- embætti. Þegar einhver leyfði sér að benda á það, að með embættisveitingu þessari hefði ráðherrann brotið sam- tímis þrjú ákvæði nýsettra Iaga, stóð ekki á svörum: Gagnrýnin var árás á sam- vinnuhreyfinguna og minn- ingu tveggja af mætustu son- um þjóðarinnar, því að ungi sýslumaðurinn var sonur fyrsta forstjóra Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og hét I höfuðið á Páli amt- manni. ímmímmmiim Heimdallur fagnar málalokum áKúbu Almennur félagsfundur í Heim- dalli félagi ungra Sjálfstæðismanna var haldinn í gærkveldi. Á fundin- um var samþykkt ályktun þar sem málalokum í Kúbumálinu var fagn- að. Taldi fundurinn að hér hafi kom- ið fram svo að ekki verði um villzt, að árangursríkasta aðferðin til þess að verjast ásælni kommún- istarlkjanna sé að mæta henni af fullri einurð og festu. í>á lítur fundurinn svo á, að at- burðirnir við Kúbu hafi greinilega leitt 1 ljós, að friðurinn í heimin- um sé ótryggur og lítið megi út af bera. Vill fundurinn vekja athygli á þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórn- arvöldum að gera ráðstafanir til að vernda líf og öryggi landsmanna. Töldu Heimdallarmenn brýna nauð- syn bera til að frumvarpinu um al- mannavarnir verði hraðað sem mest. Frummælandi á fundi þessum var Birgir ísl. Gunnarsson hdl. Raunvísindastofttuu há- skólans í undirbúningi I ræðu sinni á háskólahátíðinni á laugardag vék próf. Ármann Snævarr rektor að því, að mennta málaráðherra hefði nýlega heimil- að háskólanum að koma á fót raunvísindastofnun. Eins og menn muna, hlaut Háskóli Islands veg- i lega gjöf frá Bandaríkjastjórn, og var hún ætluð sem fyrsti skerfur til stofnunar Raunvísindastofnun- ar Skýrði rektor svo frá, að síð- an hefðu verið samdar nýjar til-1 lögur, sniðnar með það fyrir aug-1 um, að hið fyrsta verði unnt að i reisa raunvísindastofnun fyrir I handhært fé. Rektor sagði: „Er það ' von mín, að nú verði hægt að gera verulegt átak í raunvísindum hér við skólann, því að þau mikil- ■ i ’gu fræði hafa ekki notið þeirr- ar aðstöðu, sem skylt er hér á landi, þegar litið er til hins sí- aukna gildis þeirra fyrir vfsinda- legar og efnahagslegar framfarir“ Vísir sneri sér til rektors í morg un til þess að inna hann nánar eftir þessari raunvísindastofnun Kvað hann málið vera enn á byrj- unarstigi, en að undirbúningi væri stöðugt unnið og yrði væntanlega hægt að skýra nánar frá þessu máli eftir nokkra mánuði. HKT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.