Vísir - 02.11.1962, Side 7

Vísir - 02.11.1962, Side 7
V1S IR . Föstudagur 2. nóvember 1962. *7 ( TVT ' • i\lu sesi n Dr. Friðrik Eiríarsson ritar um Jæknadeiluna Um mörg undanfarin ár og allt þar til lög um kjarasamninga op- inberra starfsmanna voru sam- þykkt á síðasta Alþingi, hafa laun þeirra verið ákveðin með launa- lögum. Lítill munur hefur verið milli hinna ýmsu launaflokka. Spítalalæknum mun alltaf hafa fundizt, að of lítið tillit væri tekið til hinnar sérstæðu vinnu, sem fram fer á spítölunum. Spítalar starfa allan sólarhringinn. Þár þurfa því alltaf að vera margir íæknar til taks þegar á þarf að halda, hvenær sem er. Menn skipta á milli sín vöktum um nætur og helgidaga, en vegna stöðugt auk- innar sérhæfingar lækna í hinum ýmsu greinum, kemur það ekki sjaldan fyrir, að læknar, sem eiga „frí“ þessa eða hiha nóttina, eru kallaðir til skrafs og ráðagerða og jafnvel aðgerða, þegar vanda ber að höndum, sem viðkomandi er talinn færari um að leysa, heldur en sá, sem þá er á vakt. Þótt Iækn ir sé að vinna alla nóttina, þykir samt sjálfsagt að hann haldi áfram næsta dag, eins og ekkert hafi í skorizt. Þetta aukna vinnuálag væri hægt að bæta upp með því að borga sómasamlega fyrir það og sjá fyrir nauðsynlegum hvíldar- tíma. Skipulögð öarátta. 1954 tók Læknafélag Reykjavík- ur (L. R.) upp skipuiagða baráttu fyrir bættum kjörum spítalalækna. Á árunum 1955—1958 voru öðru b.verju haldnir fundir með fulltrú- iím ríkisstjórnarinnar og Reykja- víkurborgar annars vegar og launa nefndar L. R. hins vegar. Auk þess ritaði stjórn L. R. stjórnarnefnd ríkisspítalanna 5 bréf um þessi mál. I apríl 1958 tókst samkomu- lag um lágar greiðslur fyrir nætur- vaktir á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Námu greiðsl urnar kr. 150.00 fyrir 18 klst. vakt eða rúmar 8.00 kr. fyrir hverja klst., en áður höfðu þessar nætur- vaktir alls ekki verið greiddar á nokkurn hátt. Læknarnir skoðuðu þetta náttúrlega sem málamynda greiðslur fyrir þessa aukavinnu, en ekki sem framtíðar fyrirkomulag. Samt hefur þessi greiðsla ekki hækkað síðan 1958 ne'ma með vísi- töluálagi. Sunnudaga- og aðrar helgidagavaktir hafa aldrej verið greiddar á nokkurn hátt. 1958 fékkst siglingastyrkur á fjögurra ára fresti fyrir deildar- lækna og bílastyrkur kr. 750.00 til 1000,00 á mánuði fyrir nokkra læknanna, og hefur hann eigi hækkað síðan. Aukin vinna. Vinna lækna á þeim stofnunum, sem hér um ræðir, hefur aukizt mjög með hverju ári, og er það bein afleiðing af stórstígum fram- förum læknisfræðinnar. Sjúkling- unum fjölgar stöðugt, en legutími þeirra á spftölunum styttist, flókn- ari viðfangsefni eru tekin fyrir, tímafrekari og vandasamari rann- sóknir gerðar, og ráðizt i stærri og erfiðari . gerðir heldur en áð- ur var. Þetta veldur svo aftur þvi. að vinna við hvern sjúkling eykst stöðugt og vindur þessu fram með ári hverju. Ónóg launahækkun. Vegna aukinnar spítalavinnu hafa flestir þessara lækna orðið að hætta algerlega eða minnka mikið við sig önnur launuð störf, svo sem vinnu á lækningastofum og fyrir sjúkrasamlög. Sú litla hækk- un, sem orðið hefur á föstu laun- unum hin síðari árin, hefur því hvergi nærri vegið upp á móti því, sem minnkað hefur frá sjúkrasam- lögum og einkasjúklingum. Engin svör. 31. janúar 1961 ritaði stjórn L. R. stjórnarnefnd ríkisspítalanna • bréf, þar sem mál þessi voru reif- uð, bent á Ieiðir til þess að bæta kjör læknanna og óskað eftir við- ræðum um málið. Ekki var bréfi þessu svarað. 15. júnf 1961 var því | ritað annað bréf, þar sem bent var á mikilvægi málsins og ítrekuð ósk um viðræður. Ekkert svar. Var þá j gripið til þess ráðs að rita heil- brigðismálaráðherra, sém þá var Jóhann Hafstein, og óska þess, að hann skipaði nefnd til viðræðna við launanefnd L. R. Ráðherrann skipaði þegar nefnd, og hófust við- ræður í október 1961 og voru all- margir fundir haldnir fram að jól- um. Ekkert jákvætt skeði, og þeg- ar fyrir áramót fór þeim læknum fjölgandi, sem sögðust mundu segja upp stöðu sinni og hverfa til annarra starfa lífvænlegri, eða þó með minna vinnuálagi. Á síðasta fundi fyrir jól kom fram, a8 ríkis- stjórnin myndi ekki veita fasta- launalæknum kjarabætur fyrr e.n búið væri að ganga frá samniag- um milli Sjúkrasamlags Reykjavík- ur og heimilislækna. Biðum við því með uppsagnir um sinn. í lok árs- ins 1961 gerði sjúkrasamlagið bráðabirgða.. ..mning við heimilis- lækna. Á fundi launanefndar L. R. og fulltrúa Reykjavíkurborgar og 1 ríkisstjórnarinnar í febrúar 1962’ j gáfu hinir síðarnefndu vilyrði um, 1 að hugmyndir um kjarabætur fast- 1 launalækna myndu koma fram, þeg ar sjúkrasamlagið hefði endanlega samið -við heimilislækna. Sá samn- ! ingur var gerður um mánaðamótin 1 marz og apríl. í byrjun apríl var enn haldinn fundur, en fulltrúar ríkisstjórnar og Reykjavíkur höfðu þá engar tillögur fram að færa og kváðust ekki vita hvort eða hve- nær það yrði. „Nú segi ég upp“. Stjórn L. R. hafði jafnóðum til- kynnt hlutaðeigandi læknum, hveiíiig samningaviðræður gengu, og þegar hér var komið, sýndist ástæðulaust að halda þessum gagns lausu viðræðum áfram. Var þetta tilkynnt heilbrigðismálaráðuneyt-; inu með bréfi L. R. 13. aprfl 1962, og jafnframt tilkynnti læknafélag- ið að eins og málum væri nú kom- ið, myndi læknafélagið \ ekki hafa frekari afskipti af þessu máli. Eins og að framan getur, höfðu viðkomandi læknar hver um sig talað um að segja upp störfum sínum allt frá desember 1961. Og þegar hér var komið, í apríl 1962, sögðum við allir: „Nú segi ég upp“ Uppsagnir voru með löglegum fyrirvara. sem eru þrír mánuðir, og skyldu gilda frá 1. ágúst 1962. Heilbrigðisstjórnin notfærði sér strax „rétt“ sinn til að framlengja , uppsagnarfrest um þrjá mánuði, til j 1. nóvember, eins og það var orð-j -2-.• ' ‘ ' •'Tvt’ t; ég upp“ Dr. Friðrik Einarsson. að: „vill því með lengingu á upp- sagnartímanum auka möguleika á 1 samkomulagi milli aðila um ágrein ingsatriði áður en í algert óefni er komið“. Engimi fundur. Heilbrigðisstjórnin hefur nú samt: ’ ekki notað þessa lengingu á upp- sagnartíma betur en svo, að enginn fundur var haldinn fyrr en í byrj- un ágúst, og kom þar ekkert til- boð fram frá ríkisstjórninni. Er því vandséð, hvers vegna okkur hefur verið haldið í nauðungarvinnu í þrjá mánuði, nema til þess að draga málið á Ianginn, en lög kunna það að vera. Síðan við sögðum upp stöðum okkar, hefur það gerzt, að launa- Iög ríkisins hafa verið numin úr gildi, en Alþingi hefur samþykkt lög um kjarasamninga, sem koma til framkvæmda 1. júlí 1963. Vissu- Iega er þess að vænta, að þessi skipan verði til bóta fyrir opin- bera starfsmenn. En þessi lög snerta ekkert okkar mál nú. Fyrstu tillögurnar, sem launanefnd L. R. gerði fyrir okkar hönd, voru að vísu miðaðar við framtíðarskipu- lag, enda hafði þá enginn minnzt á kjaradóm. Þær voru miðaðar við það, að hægt væri að lifa af störf- um á þessum stofnunum, og að hægt væri að bæta þjónustuna fyr ir sjúklingana. Þetta mun nú því miður verða að bíða um sinn. En nú erum við að krefjast bóta fyrir vangoldna aukavinnu, svo sem vaktavinnu, helgidagavinnu og margs konar aðra vinnu, sem lækn ar hafa í æ ríkara mæli innt af höndum af þegnskap einum saman, án þess að krefjast greiðslu fyrir þar til nú, þegar undan er skilin málamynda greiðslan fyrir nætur- vaktir. Spítalalæknar og heimilislæknar. Heilbrigðismálastjórninni mun ekki enn vera orðið ljóst, að á síðari árum hefur verið að rísa upp hér nýr starfshópur, sem sé spítalalæknar. Fram til þessa hafa læknar við sjúkrahús hér í bæ haft lífsviðurværi sitt af því að vera heimilislæknar, en nú er svo kom- ið, að mikill meiri hluti spitala- lækna eru hættir að geta sinnt heimilislæknisstörfum og margir þeirra geta alls ekki haft neinn privatpraxis, og er þróunin mjög ör í þá átt. Spítalavinna er sem sagt orðin fullkomin dagsvinna, auk þess tíma, sem fer í að kynna sér nýjungar í læknisfræði. Þetta á einnig svo að vera, nema við sættum okkur við að dragast mjög aftur úr öðrum þjóðum á þessu sviði. Lokaorð. Þessi greinargerð skal ekki höfð lengri að sinni. Við skulum biða með að ræða um þær umbætur á spítalaþjónustunni, sem fyrir okk- ur vakir, svo sem eins og að að- standendur sjúklinga geti fengið tíma og tækifæri til að ræða við Frh a 10. Dls Efnahagsmál — viðbótarsöluskattur — 260 milljópa tekjustofn - hámarksþóknun verkfræðingsi styrkur til bændahallarinnar. Sl í neðri deild var fyrst á dag- skrá írumvarp til hámarksþókn- unar fyrir verkfræðistörf, borið fram af ríkisstjórninni. Ingólfur Jónsson hafði framsögu og mót- mælti enginn, hvorki frumvarp- inu né ræðu hans. Mál hans snerist einkum um þá ákvörðun að afnema hina nýju gjaldskrá verkfræðinga með bráðabirgða- lögunum á síðasta sumri. Benti ráðherrann á, að gert hafði ver- ið ráð fyrir 320% hækkun frá gömlu gjaldskránni skv. þeirri, sem verkfræðingar settu í sum- ar. Hann nefndi nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Skv. nýju gjaldskránni yrðu verkfræð ingar 833 klst. að vinna sér inn 100.000 kr., en reiknað hefur verið út að venjulegur vinnu- tími manna er 2200 — 2500 klst. á ári. Verkfræðifyrirtæki, sem hefði ófaglærðan mann í vinnu hjá sér, græddi á vinnu hans yfir árið 164 þús. kr. og þó fengi maðurinn sjálfur í sinn vasa kr. 100 þús. Eins ca fyrr segir, gerði enginn athugasemd við frumvarpið. Frá landbúnaðarnefnd deild- arinnar kom frumvarp um að Vi% af tekjum framleiðsluvara landbúnaðarins, sem ella rynni til búnaðarmálasjóðs, yrði áfrarn látið renna til bændahallarinn- ar, eins og gert hefur verið undanfarið. Á síðasta ári nam þessi upphæð 8 millj. 260 þús. króna. Gunnar Gíslason (S) flutti frumvarpið, og benti hann á að kostnaðurinn við höllina væri slíkur, að upphæð þessi væri bráðnauðsynleg, og ólík 'egt, að ekki þyrfti að fara fram á þetta þálfa prósent á næsta þingi. Það furðulega skeði, að eng- inn þingmaður hreyfði mótmæl- um. Allir þeir fjölmörgu bænd- ur, sem á þinginu sitja, sam- þykktu að vísa málinu til ann- arrar umræðu. Kostnaðurinn við höllina mun nema um 100 millj- ónum áður en lýkur. í efri deild voru efnahagsmál lítið eitt á dagskrá, og voru þar Framsóknarmenn enn einu sinni á ferðinni með gamalkunnar at- hugasemdir og kröfur. Fyrir nokkrum dögum heimtuðu þeir stóraukið fé til láns til bænda, fluttu frumvarp um að afnema tolla og aðflutningsgjöld á heim ilisvélum, en i þetta skipti stóðu þeir upp og heimtuðu að fella niður 260 millj. króna tekju- stofn. Þeim var góðfúslega bent á, að ef þeir héldu þessum Ieik áfram, tæki hvorki þing né al- menningur flokk þeirra lengur alvarlega. Fáránlegar og ýktar kröfur þeirra ykju að minnsta kosti ekki hróður þeirra. Komm únistar lögðu að sjálfsögðu einn ig orð í belg (Björn Jónsson), og héldu langa ræðu um áður þaulrædd atriði. Á dagskrá var frumvarp rík- isstjórnarinnar um framlengingu viðbótarsöluskatts. Framsókn og kommar mynduðu minnihluta, hvor í sínu lagi. Rök Karls Kristjánssonar (F) voru þau, að ríkisstjórnin hefði lof$?> á sínum tíma að afnema söluskattinn, og nú væru síðustu forvöð að standa við þau loforð. Vitnaði hann í norskan hag- fræðing, sem á árinu 1959 hélt því fram, að með því að af- nema söluskattinn, væri hægt að lækka vísitöluna um 2 stig, og íleit Karl, að þai með væri komin forsenda fyrir afnámi skattsins. Björn Jónsson vildi einnig af- nám söluskattsins, & hversu sk^ttar hc-í:Öu áÍElöEtit hækkað, en tekjuskattur væri þó 200 milljónum lægri en 1959. Áleit hann að þannig hefði skattabyrðin færzt yfir á laun- þegana. Lagði Bjöm til að á móti afnámi söluskattsins kæmu minni útgjöld ríkissjóðs, án þess að skilgreina það nánar. Ólafur Björnsson, sem var framsögumaður fjárveitinga- nefndar, taldi einnig æskilegt að afnema söluskattinn, en málið hefði svo margar hliðar og því þannig háttað nú, að ekki væri stætt á því, að afnema viðbótar- söluskattinn, sem nemur skv. frumvarpi til fjárlaga 260 millj- ónum króna. Ef það yrði gert, kæmi þrennt til: 1) hækka aðra skatta, 2) skera niður ríkisút- gjöldin eða 3) hafa tekjuhalla. Ekkert af þessu væri væn- iegt. Hann, þ. e. Ólafur, hefði enn ekki heyrt neinar tillögur frá stjórnarandstöðunni, sem raunhæfar væru, og Iagði því meirihluti nefndarinnar til að frumvarpið um viðbótarsölu- skattinn yrði framlengt. ' Hann benti Karli á, að það, sem hagfræðingar hefðu haldið fram 1959, þyrfti ekki að eiga við nú, enda væri allt ástand annað nú en þá. Gunnar Thoroddsen ræddi málið lítillega og minntá Fram- sóknarmenn á, að með þvi að skera niður viðbótarsöluskatt- inn, skæru þeir jafnframt niður tekjustofn bæjar- og sveitarfé laga, en 50 milljónir af viðbót- arsöluskattinum rynni tll þeirra Fátt varð um svör, nema hvað Birni Jónssyni fannst broslegt. að ráðherrann hirti ekki um að elta ólar við hálftíma ræðu Björns.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.