Vísir - 02.11.1962, Síða 8
k
8
V í SIR . Föstudagur 2. nóvember 1962.
Utgefandí: Blaðaútgatan VISIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Vinnulöggjöfin sökudólgurinn
Margt einkennir greinar málgagns kommúnista-
flokksins fremur en sanngirni. í forsíðufrétt í gær er
veitzt hatrammlega að útgerðarmönnum og þeim borið
á brýn að þeir valdi þjóðinni stórtjóni með því að
semja ekki í síldveiðideilunni. Með sama rétti mætti
segja að verkamenn í Dagsbrún baki þjóðinni stórtjón
er þeir gera verkfall.
Svo rangur málflutningur er engum til góðs og
málstaður þeirra manna, sem þannig rita er sannar-
lega slæmur. Hér er raunverulega látið að því liggja að
annar aðilinn eigi skilyrðislaust að ganga að kröfum
hins. Það á með öðrum orðum að afnema samninga-
frelsið.
Þessi vandkvæði sýna enn Ijósar en nokkru sinni
áður að við högum okkur eins og molbúar í þessu
efni. Hvorki ber að ásaka útgerðarmenn eða sjómenn.
Þeir vilja báðir halda sem bezt á málum sínum og
það er eðlilegt.
Það sem úrelt er og óhæft er það fyrirkomulag
kaupgjaldsmála sem Ieiðir til slíkra vandræða. Vinnu
löggjöfin er úrelt. Hún er sökudólgurinn.
Allir flokksbræður!
Þegar Eysteinn var f jármálaráðherra skipaði hann
9 skattstjóra í embætti. Þeir voru allir flokksbræður
Eysteins.
Síðan ætlar Tíminn sér þá dul að ráðast að f jár-
málaráðherra fyrir nýlegar veitingar skattstjóra-
embætta. Þeir menn sem fjármálaráðherra hefir skip-
að í hin nýju skattstjóraembætti fullnægja allir ströng
um kröfum laga um menntunar og hæfnisskilyrði.
Þegar Eysteinn var ráðherra setti hann hins vegar
engin skilyrði utan þess eina, sem fyrr er getið. Mennt-
unarskilyrði voru engin sett, enda ómenntaðir menn
skipaðir. Því fer það Tímanum illa að kasta steinum
úr glerhúsi.
Lánin til bænda
Hygla bankarnir sjávarútveginum í lánum, en láta
landbúnaðinn sitja á hakanum?
Framsóknarmenn hafa talið það og Tíminn reynt
að læða því inn hjá bændum, til rógs stjórninni. En
þetta er rangt eins flest annað sem í því blaði stendur
um þjóðmál.
Liandbúnaðarmálaráðherra upplýsti að 1956—1959
vorut úfurðalánin nákvæmlega hin sömu til beggja at-
vinnugreinanna. 1960 var heldur meira lánað út á land-
búnaðarafurðir og 1961 var aftur jafnræði komið á.
Þessu jafnvægi þarf að viðhalda og sízt er bænd-
um greiði ger með tilraunum til þess að læða inn tor-
tryggni hjá þeim með fölskum upplýsingum um lána-
málin.
Edith og Eggert Guðmundsson úti fyrir islenzkum bóndabæ.
Editb
Guðmundsson
í
IRLAND
í fortíð og nútíð
Fram að þessu hafa lslending-
ar verið nrcsta fáfróðir um írland
þótt svo skammt sé milli land-
anna og náin, söguleg tengsl séu Keltneska
milli íslendinga og íra. Það er
aðeins fjögurra stunda flug til
Dyflinnar með viðkomu f Glas-
gow.
ar hamingju ekki eða þau vanda-
mál, sem af því stafa.
Það fyrsta, sem maður rekur
augun í, þegar farið er á skipi
frá Englandi til írlands, er að
maður er á leið til lands, þar
sem kaþólsk trú hefir mjög sterk
ítök í þjóðinni. Nunnur og prest-
ar verða strax á vegi manns. Það
er furðulegt, hve ungar nunn-
urnar eru. Við urðum þess síðar
áskynja, að þegar stúlkurnar eru
orðnar 14 ára, heimsækja nunn-
ur skólana og spyrja þær, hverj-
ar hafi hug á að ganga í klaust-
ur. Að jafnaði gefa sig fram tvær
eða þrjár úr 30 stúlkna bekk.
Baráttan milli
trúarbragða.
Innsiglingin til Dyflinnar er við
kunnanleg og vinaleg. Jafnskjótt
og stigið er á land, kemst mað-
ur í snertingu við gestrisna, vin-
samlega og hjálpfúsa íra, jafnvel
tollverðir óska manni þægilegr-
ar dvalar í landinu. Hvar sem
maður fer, minnir landsfólkið
mann á íslendinga — manni
finnst, að gamalkunn andlit séu
hvarvetna.
Dyflin er ciðkunnanleg 550
þijsund manna borg og er þar
fjöldi fagurra og rögulegra bygg
inga, meðal annars söfn með
gömlum og nýjum listaverkum.
Trinity College er háskóli mót
mælenda, og á bókasafn hans
ágætt safn góðra, fornra bóka og
handrita, sem eru allt frá sjöttu
öld. Dýrmætasta eign safnsins er
„The book of Kelt“, biblían frá
8. öld. Kaþólskir eiga einnig sinn
háskóla og dýrmætt bókasafn.
En maður hefir ekki verið
lengi í landinu, þegar maður tek-
ur eftir óviðkunnanlegri baráttu
milli kaþól. ' .a manna og mót-
mælenda, en slíka baráttu þekkj-
um við Norðurlandabúar til allr-
skyldunámsgrein.
Ibúar austurstrandarinnar tala
ensku, en keltneska (gaeliska) er
skyldunámsgrein í skólum. Þessi
forna tunga hefir ekki öðlazt vin
sældir, og unga fólkið nennir
naumast að læra hana, og talar
hana illa. Einstöku menn hafa
mikinn áhuga á varðveizlu
hinnar fornu tungu eyjaskeggja,
en þeir eru í algerum minnihluta,
Götunöfn og staðarnöfn öll eru
á tveim tungum, ensku og kelt-
nesku.
Liffey-fljót rennur gegnum
borgina og á sinn þátt í að gera
Dyflin að mikilvægri hafnar-
borg með stórri skipasmíðastöð.
Fyrri
grein
Borgin er umlukt skógivöxnum
fellum, og í ströndinni eru vík-
ur og vogar með þægilegum bað-
ströndum. Austur- og miðhluti
landsins er frjósamur og blóm-
legur, og þegar farið er þar um,
er það eins og að aka um skrúð-
garð. Það er því ekki að undra,
þótt frland sé kallað „eyjan
græna“ Loftslagið er svipað og
á íslandi, en þó mildara. Snjór
sést sjaldan, og ef snjóföl gerir.
tekur það strax upp.
Varðturnar
gegn víkingum.
Einkennilegast er að sjá, hvar
vetna þar sem maður fer um,
steinveggi, sem hlaðnir eru með
vegum og annars staðar. Þeir
hlykkjast um landið þvert og
endilangt, en meðfram vegunum
er líka blómskrúð mikið, og ber
mest á hinu rauða blómi, sem
„fuchsia" heitir.
Hingað og þangað má sjá sí-
vala turna, en þó eru þeir tíðast-
ir í austurhluta landsins. Turnar
þessir eru um 30 metrar á hæð,
en 15 metrar í þvermál, og dym-
ar á þeim eru meira en mannhæð
frá jörðu eða hálfan fjórða
metra. Turnar þessir eru á víð
og dreif um landið, og eru þeir
frá 9., lo. og 11. öld. Þetta voru
varðturnar endur fyrir löngu,
til þess að menn gætu fylgzt þar
með ferðum danskra víkinga,
sem oft gerðu strandhögg á þess-
um slóðum, og leitað hælis í
þeim, ef víkingar herjuðu land-
ið. Turnar þessir eru byggðir 1
rómverskum stíl, hinum sama stíl
og varð síðar áberandi á írskum
kirkjubyggingum.
Glendaloch.
Einhver skemmtilegasti stað-
urinn, sem hægt er áð heimsækja
er Glendalochi, sem er tæpa 60
km. frá Dyflin. Þar er að finna
rústir þorps nokkurs, sem stofn-
að var á 5. eða 6. öld — en
þar voru um eitt skeið hvorki
meira né minna en sjö kirkjur.
Maður ekur inn í yndisfagran
dal, og eru í honum miðjum tvö
stöðuvötn, en á milli þeirra ás
eða háls. Granítfjöll eru beggja
vegna dalsins, en í hlíðum hans
vaxa fornar eikur og furutré.
Heilagur Kelvin var fyrsti dýr-
lingurinn, sem settist þarna að
til að njóta friðar og einveru
Hann reisti kirkju og klaustur,
og síðan voru reistar fleiri kirkj-
ur á staðnum, unz þær voru orðn
ar sjö og jafnframt óx upp þorp
umhverfis þær og hina helgu
menn, sem leituðu til þessa stað-
ar. Síðar dró heilagur Kelvin sig
í hlé og settist að í skúta einum,
til að geta notið þar algers frið-
ar, og hafðist hann þar við í sjö
ár samfleytt. Hann andaðist ár-
ið 618.
Annað er og mjög einkennandi
fyrir írland, og það eru hinar
fjölmörgu rústir klaustra, kirkna
og halla, sem gefa manni góða
hugmynd um, hversu blóðug
saga landsins hefir verið. Rústir
þær, sem fyrst eru taldar, mega
skrifast á reikning Thomasai
Framhald á bls. 13.
■» (■
i t
T»
ti:. \
,V'