Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 3
TOLVUMAL EFNI 5 Af CeBIT ‘98 Einar H. Reynis 7 Framkvæmd stefnu ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfélagiö Guðbjörg Sigurðardóttir 10 Úr skýrslu sérfræðinefndar um fjarskiptamál 13 Fjarskiptin frjáls Gústav Amar 16 Eru fjarskiptin frjáls? Kristján Gíslason 18 Neteftirlit með Open View Helgi Helgason 20 Kynning: TÍR EHF. Þekking. Lausnir. Bætt samkeppnis- staða með betri upplýsingum Ríkharður Ríkharðsson Ritstjórnarpistil í þessu öðru tölublaði Tölvumála 1998 er fjallað nokkuð um fjarskipti en í apríl kom út skýrsla sérfræðinefndar um fjarskipti sem samgönguráðherra Halldór Blöndal skipaði sér til ráðuneytis um stefnumótun í fjarskipta- málum, og er samantekt nefndarinnar birt í blaðinu. Næsta tölublað Tölvumála verður helgað 30 ára afmæli Skýrslutæknifélags Islands og verður það með breyttu útliti. Er þetta því síðasta tölublaðið með nú- verandi útliti. Einnig mun verða hægt að nálgast efni blaðsins á heimasíðu félagsins. Frá og með fjórða tölu- blaði verða nýjungar á ferðinni sem verða kynntar í haust. Nokkrar breytingar hafa orðið í ritstjórn en Gísli Ragnarsson og Ólöf Þráinsdóttir hafa gengið úr ritstjórn- inni og eru þeim færðar þakkir fyrir góð störf. Ritnefnd- inni hefur bæst liðsauki, þeir Kristján Arnþórsson og Kristján Kristjánsson og eru þeir boðnir velkomnir til starfa. Samkvæmt dagatalinu hefur sumarið nú gengið í garð og viljurn við í ritstjórn Tölvumála því óska öllum les- endurn blaðsins gleðilegs sumars. Agnar Björnsson Formannspistill Eitt fyrsta verkefni nýrrar stjórnar Skýrslutæknifélagsins á hverju ári er að setjast niður og móta stefnu um starfsemi félagsins á komandi starfsári. Þetta hefur verið gert um árabil og gefist vel. Að þessu sinni var stefnumót- unarstarfið mun markvissara þar sem fyrir lá viðhorfskönnun meðal félagsmanna Skýrslutækni- félagsins sem unnin var í febrúar sl. Könnunin leiddi í ljós almenna ánægju með starfsemi félagsins og var einkar ánægjulegt að sjá að Tölvumál er í miklum metum á meðal félagsmanna. Tölvumál er nánast eini sérhæfði vettvangurinn á íslandi fyrir fagfólk í upplýsinga- tækni til að koma á framfæri áhugaverðum málefnum á sínu sviði. Alls nefndu 26% aðspurðra Tölvu- mál sem þann þátt sem í starfsemi félagsins sem gagnaðist þeim mest faglega. Ráðstefnu- og fundahald hefur verið mjög áberandi í starfsemi félagsins og er að mati félagsmanna mikilvægasti þátturinn. Fundirnir eru ekki einvörðungu mikilvægir frá fræðilegu sjónarmiði heldur gefst einnig tækifæri til að hitta aðra í faginu. Það er því oft erfitt á ráðstefnum að slíta menn frá áhuga- verðum samtölum í kaffihléum. Hvað varðar innihald ráðstefna var áberandi hversu mikill áhugi er á að fræðast um hvað íslensk fyrir- tæki eru að gera á sviði upplýs- ingatækni og er það til marks um hversu gróskan er mikil í þessum geira atvinnulífsins. Hádegisfund- ir félagsins eru mikilvægur vett- vangur fýrir upplýsingamiðlun af þessu tagi en með því formi er unnt að gera málefnum skil á meðan þau eru heit í umræðunni. Nýlegur fundur um gagnagrunn á heilbrigð- issviði er ágætt dæmi um þetta. Skýrslutæknifólagið er 30 ára á þessu ári og verður tímamótanna minnst með sérstakri ráðstefnu síðar á þessu ári. Mikilvægt er að félag eins og Skýrslutæknifélagið gangi í gegnum öra endurnýjun og sé stöðugt að leita nýrra leiða í starfsemi sinni. Ein af niðurstöð- urn stefnumótunarfundarins var að vinna að því að setja á stofn sér- staka faghópa til að fjalla um ákveðin málefni. Með þessu er ætlunin að virkja betur áhugasama félagsmenn og skapa vettvang fýrir fagleg skoðanaskipti. Faghóparnir skapa einnig tækifæri til að virkja fleiri í innra starfi félagsins. Erlent samstarf hefur ekki verið áberandi í starfsemi félags- ins en með aðild að CEPIS sem eru Evrópusamtök skýrslutæknifelaga gefst gott tækifæri til að blása til sóknar á þessu sviði. Unnið er að mörgum áhugaverðum verkefnum á vegum CEPIS og mikilvægt að við fáum tækifæri til að fylgjast með því sem þar er að gerast. Mörg spennandi verkefni bíða nýrrar stjórnar á komandi ári og vonandi tekst að halda áfram því góða starfi sem fyrri stjórnir hafa markað. Félagsmenn geta áfram átt von á að Skýrslutæknifélagið verði sá faglegi vettvangur sem full þörf virðist vera fyrir í okkar litla en öfluga upplýsingasam- félagi. Óskar B. Hauksson MAÍ 1998 - 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.