Tölvumál - 01.05.1998, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.05.1998, Qupperneq 19
TÖLVUMÁL un og annað að bregðast við þeim rekstraruppákomum sem berast til stjórnstöðvar. Við hjá Skýrr hf. höfum farið út í það að skrifa okk- ar eigin viðbætur við stjórnstöðv- arbúnaðinn sem gerir okkur kleyft að senda út viðvaranir við rekstaruppákomum með margvís- legum hætti, tölvupóstur, talna- boðtæki, stafaboðtæki og nú ný- lega SMS skilaboð í GSM síma. Að auki eru svo innbyggðir mögu- leikar í stjórnstöðvarbúnaðinum þar með talið færsluskrár og gluggar sem birtast á skjá. Stjórn- stöðvarbúnaðurinn sjálfur hefur svo grafískt notendaviðmót og sýnir á myndrænan hátt lógíska staðsetningu IP neta, búnaðurinn sér sjálfur um að rekja sig eftir netunum og finna þann búnað sem þar er til staðar og notar til þess rútunartöflur og „ARP Cache“. Netframsetningin birtist síðan á þann hátt sem sést á með- fylgjandi mynd, að auki birtast truflanir á TCP/IP samskiptum við hnútpunkta í netinu sem mismun- andi litir þar sem grænn lýsir eðli- legum samskiptum, gulur ef t.d. eitt port í beini er ekki virkt o.s.fr. Til þess að nálgast hinar mis- munandi breytur sem til eru í SNMP uppsprettum eru notaðir svokallaðir vísar „OID“ (Object Identifier) uppsetning þessara vísa samsvarar IP tölum og er einskonar heimilisfang, þar sem dæmigerð vísun væri t.d. 1.3.6.1.2.1.1. Þar sem vísarnir eru í tréstrúktúr getur tiltekin tala staðið íýrir grein í trénu þar und- ir koma síðan fleiri greinar eða það endar í vísun í tiltekna breytu. Þannig er t.d. vísun í grein sem hefur heitið „Enterprizes" 1.3.6.1.4.1, þar undir koma síðan greinar sem framleiðendur bún- aðar fá úthlutað þannig hefur t.d. Cisco greinin vísunina 1.3.6.1.4.1.9, Oracle 1.3.6.1.4.1.111 og Micro- soft 1.3.6.1.4.1.311, þessir fram- leiðendur skilgreina síðan vísun í fleiri greinar og breytur útfrá sinni grein, þ.a. ekki er hætta á endurtekningu. Nokkuð er síðan Skýrr hf. fékk úthlutað sinni grein í SNMP tréstrúktúrnum, þessi grein hefur síðan verið notuð til þess að leysa úr þörfum viðskiptavina um sér- tækt eftirlit og vöktun með bún- aði. Sem stendur hefur Skýrr hf. framleitt útsendara sem keyra á Windows vinnustöðvum og HP- Unix miðlurum, þetta hefur verið gert í þeim tilgangi að vakta hug- búnaðarkerfi framleidd af Skýrr hf. og eins til að hafa eftirlit með búnaði þar sem SNMP uppspretta hefur ekki verið fyrir hendi af hálfu framleiðenda. í augnablikinu er þróunin í slíkum eftirlitkerfum nokkuð hröð og kemur til með hafa sífellt meiri áhrif eftir því sem fleiri framleiðendur búnaðar hafa SNMP uppsprettur innifaldar í sínum búnaði. Líklegt er að þró- unin eigi eftir að færast meira í þá átt að svokallaðir gáfaðir útsend- arar (Intelligent Agents) í sam- vinnu við stjórnstöðvarbúnaðinn geri ekki einungis viðvart um rekstraruppákomur heldur leysi að einhverju leyti úr þeim án þess að þjónustumaður komi þar nærri. Helgi Helgason er rafmagns- tæknifræðingur og vinnur sem kerfisforrítari hjá þjónustudeild Skýrr hf. Tölvupóstlisti Skýrslutæknifélags íslands Stofnaður hefur verið tölvupóstlisti Skýrslutæknifélagsins. Um er að ræða tvo lista, annan með félagsmönnum SÍ og hinn með utanfélagsmönnum. Á listunum eru netföng þeirra sem hafa skráð þau í gestabók félagsins. Á nokkrum síðustu ráðstefnum. Öllum er frjálst að skrá sig á listann - eða skrá sig af honum. Útsendingar verða aðallega til að minna á ráðstefnur og aðra atburði á vegum félagsins. Stjórn félagsins hefur samþykkt reglur um notkun listans og eru þær birtar á heimasíðu félagsins, www.sky.is. Skráið ykkur á tölvupóstlista Sl - með því að senda tölvupóst til félagsins, sky@sky.is. MAÍ 1998 - 1 9

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.