Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 16
TÖLVUMÁL Eru fjarskiptin frjáls? . geturðu ekki bara hringt í Landssímann?" Þegar leiðtogafundurinn var hald- inn hér á landi árið 1986 var út- búin aðstaða fyrir erlenda blaða- menn, þar sem þeir höfðu m.a. aðgang að síma. Eftir fundinn kom í ljós að blaðamennirnir, og þá sérstaklega þeir bandarísku, höfðu tekið umrædda síma ófrjálsri hendi og urðu menn forviða. Fljótlega skýrðist málið. Blaða- mennirnir höfðu aldrei séð svona svarta skífuhlunka og til minn- ingar um þennan heimsviðburð, sem leiðtogafundurinn var, þótti þeim tilvalið að taka símann með sér sem minjagrip. A.m.k. 12 árum áður voru öll amerísk heim- ili kornin með takkasíma, sem húsráðendur gátu keypt úti í næsta stórmarkaði. A sama tíma vorum við neydd til þess að leigja svarta skífuhlunka af einokunar- fyrirtækinu Pósti og síma. Sem betur fer hefur mikið breyst frá þessum tíma og því ber að fagna, en staðreyndin er að við erum alltaf einhverjum tugum ára á eftir öðrum þjóðum þegar kem- ur að því að losa um einokunaról ríkisins á þessu sviði. Það er eins og við höfum ekki hugmyndaflug til þess að ímynda okkur hvernig hægt sé að koma við frjálsræði á þessu sviði og það sem meira er að ráðamenn okkar, og þá sérstaklega ráðherra fjar- skiptamála, hafa streist á móti slíku frjálsræði - og gera enn. Tek ég sem dæmi tilurð og framkvæmd GSM samningsins. Með aðild okkar að samningi um evrópskt efnahagssvæði skuld- bundum við okkur að koma á frjáls- ræði í viðskiptum og ekki síst varðandi fjarskiptin. Samningar er gilda á evrópska efnahagssvæð- inu byggja að grunninum til á lögum og reglum (tilskipunum) Evrópusambandsins. Pompidou, þáverandi Frakklandsforseti, sem kom fyrstur með hugmyndina að samningum Evrópusambandsins, sá að til þess að auka hagvöxt inn- an álfunnar, þurfti að rjúfa við- skiptamúra milli aðildarþjóðanna og auka samkeppnina og hætta ríkisafskiptum í stórauknum mæli. Allir helstu leiðtogar álf- unnar urðu þessu sammála og hófu sína heimavinnu. Útbúnir voru staðlar um hina ólíklegustu hluti til að tryggja jafnan aðgang allra framleiðenda, en alls kyns tæknistaðlar höfðu verið notaðir til þess að vernda innlenda fram- leiðslu. Atti þetta ekki hvað síst við um framleiðslu fjarskipta- tækja á þessum tíma. Má því segja að samningurinn um GSM staðalinn hafi verið fyrsti evrópski tæknistaðallinn sem tók gildi yfir fjarskiptabúnað, sem notast átti í öllum aðildar- löndum Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins. Þar sem óheftur aðgangur framleið- enda var tryggður, gátu framleið- endur framleitt tækin mun ódýr- ara, sem síðan skilaði sér í lægra verði til neytenda. En samfara slíkri stöðlunarvinnu voru einnig settar reglur er vörðuðu sam- keppni rekstraraðila GSM fjar- skiptakerfa. I hverju landi skyldi t.d. vera tryggt að a.m.k. tveir rekstraraðilar byðu þjónustu á hverju svæði, til þess að tryggja neytendum ódýran og óheftan að- gang að fjarskiptanetinu. Vegna „smæðar“ íslands, þá tókst íslenskum yfirvöldum að sannfæra yfirvöld samkeppnis- mála í Evrópu urn að ekki væri þörf á slíku hér á landi. Frestur var gefinn sem yfirvöld (Póstur og sími) nýttu sér vel, því loksins þegar yfirvöld neyddust til þess að auglýsa eftir öðrum rekstrar- aðila, var fjöldi farsímanotenda hjá ríkisfyrirtækinu kominn yfir 30.000 og í dag er hann orðinn yfir 70.000 - og einhver tími mun líða áður en við fáum að kynnast samkeppni á þessu sviði! Eg spyr: Myndir þú vilja nota sparifé þitt til þess að fjárfesta í fyrirtæki sem er að hefja sam- keppni á þessu sviði? Harla fáir eru tilbúnir til þess og veit ég að- eins um einn aðila. Á meðan ein- staklingar og fyrirtæki eru ekki tilbúin til þess að leggja fé í fyrir- tæki, sem hyggjast fara í sam- keppni við ríkisfyrirtæki á þessu 16 - MAÍ 1998

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.