Tölvumál - 01.05.1998, Qupperneq 6

Tölvumál - 01.05.1998, Qupperneq 6
TOLVUMAL rita með öflugum dulmálslyklum er hægt að senda viðkvæmar upplýs- ingar með öruggum hætti um upp- lýsingavegi heimsins. Hraðar og flatar Á CeBIT ‘98 voru kynntar sölutölur helstu tölvuframleið- enda fyrir árið 1997. Þessir fimm framleiðendur seldu um 42% ein- menningstölva í Evrópu og salan á árinu í það heila einhverstaðar í námunda við 18 milljónir. Intel lætur ekki Apple slá sig út af laginu með því að bera Pentium II saman við snigil því fyrirtækið kynnti á CeBIT afbrigði af örgjörvanum sem gengur á 700 MHz og fregnir herma að mun sneggri örgjörvar séu í pípunum og því ekki ólíklegt að fyrr en varir verði hægt að kaupa tölvur með 1 GHz örgjörvum. Eins og tölvunot- endur þekkja helst það í hendur að samhliða koma fram forrit sem kalla á svo rnikið tölvuafl og má búast við að margmiðhmarforrit ýmisskonar muni njóta sín í slíku umhverfi. DVD mun bjóða upp á dreifingu mjög fyrirferðamikilla gagna sem slíkir örgjörvar geta keyrt. Dálkahöfundur nokkur skrifaði af þessu tilefni að Moore-lögmálið svokallaða gæti ekki staðist til lengd- ar. Það segir að hraði örgjörva tvö- faldist á átján mánaða fresti og að stærðin rninnki um helming á sama tíma. Höfundurinn benti á að einn daginn muni smárar verða 0,1 míkrón að stærð, eða jafnstórir og DNA keðja, og það verði að koma til einhver ný tækni í ör- gjörvum til að taka við í hraða- og afkastaþróun. Þær tölvur sem sýnendur not- uðu voru af hefðbundinni gerð en flatir skjáir voru víða notaðir og myndgæðin dágóð. Því má búast við hefðbundnu, stóru mynd- lampaskjáirnir fari að týna tölunni á komandi árum. Compaq var eitt þeirra fyrirtækja sem kynntu ílata skjái og er hann 14,5 tommur og kostar USD 1.600. Mitac kynnti 233 MHz tölvuna LCDPC og tekur hún aðeins þriðjung af plássi sem hefðbundin tölva tekur og hefur 15 tommu skjá og notar 60W af afli sem er aðeins þriðjungur þess sem hefðbundin einmennings- tölva notar. Til eru sérstakar einmenn- ingstölvur sem ætlað er að þola útiveru, miklar hitasveiflur og jafn- vel að fara á kaf í vatn. Tveir fram- leiðendur, Husky (http://www. husky.co.uk/) og Ramline Sales (http://www.ramline.fi/) kynntu tölvur sínar. Framleiðendurnir segja samkeppnina harða á þessu sviði því rniklar kröíur eru gerðar til tækjanna til dæmis að rafhlöður endist óvenju lengi og dæmi eru um að tölvur af þessum gerðum endist mun lengur en hefðbundnar fartölvur. Jafnframt séu ekki gerðar kröfur um að þær keyri annað en DOS en geti engu að síður keyrt Windows 95 ef þess er þörf. Á spjalli við tækin Ýmis raddstýrður búnaður er að koma fram. Dæmi um þetta eru GSM símar sem stjórna má með munnlegum fyrirmælum og eins- konar „diktafóna" sem umbreyta tali í texta og senda svo heim í einmenningstölvuna. Internetsím- inn verður sífellt meira áberandi tækni en talið er að upp úr alda- mótum muni allt að 10% milli- landa-talumferðar fara um Internet- ið. Einn framleiðandi Internet gátta fyrir síma sagðist vera með í burðarliðnum gagnagrunna sem gefa má munnleg fyrirmæli. Þá nægði að lyfta af og segja í símann hvert ætti að hringja og Internet- gáttin tengdi í gegn. Lernout & Hauspie (http://www.lhs.com/) kynnti GPS í bíla þar sem bíl- stjórinn getur spurt tækið til vegar og tækið segði bílstjóranum hvert ætti að halda. Núna vantar bara að einhver finni upp ryksugu sem tekur við munnlegum fyrir- skipunum... Svona mætti lengi telja hvað nýjungar snertir. Allskonar tækni fyrir mjög hraðan gagnaflutning var til sýnis. Haft var á orði að núna væri stutt í að ATM spryngi út með miklum krafti. Þeir sem sýndu ATM voru með nrargskonar lausnir og notkunardæmi þar sem þörf er á hraða og þjónustu þar sem tryggja þarf bandbreidd, til dæmis í myndflutningi. Mikill hraði er þó ekki bara bundinn við þráð því gervitunglafyrirtæki á borð við Eutelsat eru að hampa Internettengingum beint til við- takenda frá gervitunglunr og talað er unr hraðann 2 Mb/s í því sam- bandi. Á næsta CeBIT er viðbúið að 2 Mb/s GSM síminn af svo- nefndri þriðju kynslóð verði til sýnis. Það verður forvitnilegt. Ekki bara básar og rölt Á hverjum degi sem CeBIT stendur yfir er boðið upp á nrik- inn fjölda fyrirlestra um allt milli himins og jarðar. Þeir eru haldnir í ráðstefnuhöllinni TCM sem er á nriðju sýningarsvæðinu og eru kynntir í fréttabréfum og á vef CeBIT. Það er gott að nota tæki- færið og taka hlé frá skoðun og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur. Þeir sem hafa sótt CeBIT vita hversu stór sýningin er. Frá sjón- arhóli sýnenda er sýningin líka afar mikilvæg. Einn þýskur sýn- andi sagði að salan næsta árið réð- ist á CeBIT og því lægi mikið á að allt gengi snurðulaust upp. Svo eru aðrir að hugsa um að draga sig út úr CeBIT. Sýningin sé einfald- lega orðin of stór og þátttaka dýr og því betra að taka þátt í sérhæfð- ari sýningum. Frá mínum sjónarhóli er þó alveg ómetanlegt að geta hitt „alla“ á einum stað. Það hefur reynst mjög árangursríkt í gegnum tíðina. Heimasíða CeBIT er http:// www.messe.de. Höfundur starfar á Vöru- þróunardeild Landssímans hf. 6 - MAl 1998

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.