Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 14
TOLVUMÁL Opinn aðgangur að netum (90/387/EEC) Samkeppni á mörkuðum fyrir fjarskipti (90/388/EEC) Ákvæði um opinn aðgang að því er varðar leigulínur (92/44/EC) Beiting onp ákvæða á talsímaþjónustu (95/51/EC) Breyting á tilskipun 90/388/EEC með tilliti til farstöðva- þjónustu og persónufjarskipta (96/2/EC) Breyting á tilskipin 90/388/EEC með tilliti til innleiðingar algjörrar samkeppni á fjarskiptamörkuðum (96/19/EC) Samtenging í fjarskiptum með tilliti til að tryggja alþjónustu og gagnkvæma starfsemi með því að beita ákvæðum um opinn aðgang að netum (97/33/EC) Tafla: Mikilvægar tilskipanir ESB um fjarskipti. markað, sem átti að spanna allt bandalagið og í öðru lagi var það álit hennar að í einkaréttinum væri að finna orsök þess að ýmis fjarskiptaþjónusta kostaði veru- lega meira í Evrópu en í Banda- ríkjunum. Þetta var talið koma niður á atvinnulífinu og vera ein af ástæðum bágborinnar sam- keppnisstöðu Evrópuríkjanna á mörgum sviðum. Framkvæmda- stjórnin hófst þess vegna handa á áttunda áratugnum að marka nýja stefnu opins fjarskiptamarkaðar og þar með afnám einkaréttar til fjarskiptareksturs. Græna bókin frá 1987 markar upphaf þeirra breytinga, sem nú er verið að reka endahnút á. Gefnar hafa verið út fjölmargar tilskipanir um fjar- skiptamál og er þeirra helstu get- ið í töflunni. Til samans mynda þær hornsteina hins nýja fyrir- komulags í fjarskiptum: sam- keppni á fjarskiptamarkaðinum, opinn aðgangur að netum til að geta veitt og fengið þjónustu, al- þjónusta til að mæta þörfum þjóð- félagsins og samtenging neta, en án hennar mundi samkeppnin eiga erfitt uppdráttar. Nýjar leikreglur Tilskipanir þær, sem hér voru taldar skipta máli, eru efnismikl- ar og þess vegna ekki hægt í stuttu máli að rekja efni þeirra. Til samans mynda þær leikreglur, sem munu gilda á Efnahagssvæð- inu að íslandi meðtöldu. Fyrsta reglan er að þeir, sem leyfi hafa til að reka almenn fjarskiptanet, skulu veita öðrum þjónustufyrir- tækjum aðgang að netunum, þ.m.t. leigulínum, þannig að þau hafi jafna stöðu til að veita þjón- ustu. Önnur leikreglan er um rétt notenda til að tengja búnað sinn við hin almennu fjarskiptanet og fá talsímaþjónustu með ákveðn- um skilmálum og reglum. Segja má að þessi regla eigi að tryggja rétt hins almenna símnotanda. Þriðja leikreglan tryggir rétt sér- stakra notendahópa, sem hugsan- lega geta orðið útundan á opna fjarskiptamarkaðinum og geta ekki lengur reitt sig á ríkisrekstur til að þjóna sér. Lykilorðið hér er alþjónusta, sem felur í sér hina al- mennu talsímaþjónustu og nokk- ur atriði tengd henni. Undir viss- um kringumstæðum getur þurft að fjármagna sérstaklega alþjón- ustu eða hluta hennar og verður það gert með rekstri jöfnunar- sjóðs. Fjórða leikreglan er um samtengingu neta, en hún er fors- enda þess að nýir aðilar geti kom- ið sér upp eigin netum eða net- hlutum og veitt almenna þjón- ustu. Á byrjunarstigi opna mark- aðarins er samtenging lífsnauð- syn nýju fjarskiptafyrirtækjunum, en hún er einnig fyrri einkaréttar- höfum drjúg tekjubót. Það má nefna að búist er við að tilskipun- in um samtengingu komi til með að hafa víðtæk áhrif innan Evr- ópu í þá átt að lækka símagjöld milli ríkjanna. Fimmta leikreglan er um gerð gjaldskrár fyrir fjar- skiptaþjónustu og segir að lrún skuli byggð á tilkostnaði. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að bann- að sé að hafa hagnað af sölu þjón- ustu, henni er hins vegar ætlað að koma í veg fyrir að ein þjónusta sé greidd niður með hagnaði af annarri og samkeppnismarkaður- inn þannig skekktur. Þessi regla er auðvitað ekki einskorðuð við fjarskipti. Auk þessara almennu leik- reglna eru svo ýmis ákvæði, sem er ætlað að koma í veg fyrir að fyrri einkaréttarhafar kæfi sam- keppnina í byrjun. í þessu skyni hefur verið skilgreint að aðili, sem hefur 25% hlutdeild á ein- hverju svæði eða í ákveðinni þjónustu, skuli teljast vera í markaðsráðandi stöðu. Á hann eru síðan lagðar ýmsar kvaðir um- fram aðra. Má þar nefna skyldu til að halda aðgreint bókhald fyrir mismunandi rekstur, skyldu til að birta kostnaðartölur urn rekstur- inn og þegar alþjónustukvaðir eru lagðar á fjarskiptafyrirtæki er það oftast slíkur aðili, sem verður þeirra aðnjótandi. Póst- og fjarskiptastofnun í 7. gr. tilskipunar nr 90/388/ EEC er ákvæði um að veiting rekstrarleyfa og eftirlit með leyfis- höfum skuli vera í höndum aðila, sem óháður er fjarskiptastofnun- um, þ.e. fyrri ríkisstofnunum, sem önnuðust þjónustu. Vegna þessa ákvæðis hefur verið komið á fót leyfis- og eftirlitsstofnunum í flestum Evrópuríkjum, sem hafa það að hlutverki að útfæra hina nýju stefnu. Hér á landi var efnt til slíkrar stofnunar með lagasetn- ingu í lok ársins 1996 og tók hún til starfa 1. apríl 1997. Póst- og 14 - MAI' 1998

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.