Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 9
T 0 L V U A L urskoðun hennar verði reglu- bundin og henni verði fylgt eftir á framkvæmdastig. Innan ráðu- neyta eru starfandi faghópar sem hafa eftirfarandi verksvið: • Utfæra stefnu ríkisstjórnar um upplýsingasamfélagið. • Gerð framkvæmdaáætlana fyrir verkefni á sviði upplýsingatækni. • Tillögugerð vegna fjárlagavinnu. • Faglegt eftirlit með fram- kvæmd stefnunnar. • Samráð við hagsmunaaðila. Menntamálaráðuneyti og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti hafa þegar mótað stefnu í upplýsingamálum. Faghópar ráðu- neyta vinna nú m.a. að því að út- færa stefnu ríkisstjórnar á vett- vangi hvers ráðuneytis og að til- lögugerð vegna fjárlaga 1999. Nefnd um stjórnarráðsvef Auk ofangreindra hópa vinna ýmsir aðrir hópar að mikilvægum verkefnum sem varða framkvæmd stefnunnar. Þar má nefna nefnd um stjórnarráðsvef sem sér um þróun stjórnarráðsvefsins sem vaxið hefur hratt á síðustu mán- uðum. Nefndin er skipuð fulltrú- um allra ráðuneyta og starfar nú innan hennar ritstjórn sem vinn- ur að handbók um vefinn. í hand- bókinni verða m.a. skýr ákvæði sem tryggja munu samræmingu í uppbyggingu, efnisflokkun og út- liti vefsins auk siðareglna. Málaskrárnefnd Nefndin sér um þróun mála- skrárkerfisins sem er mjög mikil- vægt fyrir starfsemi ráðuneyta og sendiráða íslands erlendis. Aukin notkun kerfisins innan ráðuneyta og sendiráða gerir starfsemi þeirra og upplýsingamiðlun skilvirkari og stuðlar þannig að framkvæmd stefnunnar. Stöðugt er verið að vinna að endurbótum á kerfinu. Guðbjörg Sigurðardóttir er deildarstjóri íforsætisráðuneytinu MAÍ 1998 - 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.