Tölvumál - 01.05.1998, Page 10

Tölvumál - 01.05.1998, Page 10
TÖ LVU MÁ L Úr skýrslu sérfræðinefndar um fjarskiptamál Fjarskiptamálin hafa verið í brennidepli síðustu mánuði. Nefnd skipuð af samgönguráð- herra, Halldóri Blöndal hefur skilað af sér ýtarlegri skýrslu um stöðu fjarskiptamála hér á landi og þróun þeirra fram á næstu öld. Einnig er í skýrslunni metin staða Landssíma íslands hf og lagðar fram tillögur um hvernig eignar- hluta ríkisins í félaginu verði best varið. Nefndina skipuðu kunnir at- hafnamenn, þeir Eyþór Arnalds, Frosti Bergsson, Olafur Jóhann Olafsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Guðjón Már Guðjónsson sem gengdi formennsku í nefndinni. Starfsmaður nefndarinnar var Sæ- mundur Norðfjörð. Skýrslan ber heitið „Til móts við nýja tíma“ Hér að neðan er birtur kaflinn „Samantekt“ úr skýrslunni, en skýrsluna í heild er að finna á Internetinu. Slóðin er http://www.fjarskipti.is Samantekt Um aldir voru Islendingar ein- angraðir frá umheiminum. Með bættum fjarskiptum hefur þjóðin náð að yfirvinna fjarlægðir, bæði innanlands og gagnvart umheim- inum. Þrátt fyrir fámenni er fjar- skiptakerfið á Islandi öflugt og notkun fjarskiptaþjónustu meiri en víðast hvar annars staðar. Ahugi og frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja hefur lagt grunn að því upplýsingasamfélagi sem Is- lendingar búa nú þegar við og ekkert lát virðist á vilja fólks til að taka þátt í tæknibyltingu framtíð- 10- MAÍ 1998 arinnar. Á skömmum tíma hefur orðið róttæk tæknibylting í heim- inum og hafa símafyrirtæki ekki farið varhluta af henni. Um víða veröld eru slík fyrirtæki að breyt- ast og aðlaga sig nýjum aðstæðum enda kemur það æ betur í ljós að aðgangur að upplýsingatækni og notkun hennar skilur í sívaxandi mæli á milli þeirra sem tileinka sér hina nýju möguleika og hinna sem sitja eftir. Nauðsynlegt er fyrir símafyrir- tækin að fylgjast vandlega með þróuninni til þess að verða ekki undir í samkeppninni. Ein leið símafyrirtækja til aðlögunar er aukið samstarf. Samvinna síma- fyrirtækja verður sífellt mikilvæg- ari, þar sem sum eru sterkari á al- þjóðasviði og dreifingu, önnur á sviði þjónustu og sérþekkingar. Þetta hefur í för með sér fjöl- breyttari þjónustu við neytendur og hagstæðara verð. Um leið styrkjast fjarskiptafyrirtækin og leita að tækifærum á alþjóðavett- vangi, berjast á heimsmarkaði.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.