Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 8

Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 8
Menntamál Að viðbættum venju- legum fyrirlestrar- sölum og kennslu- stofum eru minni vinnuherbergi fyrir verkefnavinnu nemendahópa beinendum sem hafa reynslu úr viðskipta- og atvinnulffi. Húsnæði og þjónusta við nemendur Þar sem lögð er áhersla á að nýta vel þann tíma sem nemendur verja í Viðskiptaháskól- anum er mikilvægt að öll aðstaða til náms sé til fyrirmyndar. Hús Viðskiptaháskólans í Reykjavík var tekið í notkun í byrjun september 1998. Þetta hús, sem er fyrsti áfangi af þremur, er um 4000 fermetrar á fimm hæðum og rúmar um 500 nemendur. Á 1. hæð hússins er m.a. matsalur og 100 manna fyrirlestrasalur og á annarri hæð er bókasafn. Allur aðbúnaður nemenda og kennara er mjög góður. Að viðbættum venjulegum fyrirlestrarsölum og kennslu- stofum eru nrinni vinnuherbergi fyrir verk- efnavinnu nemendahópa. Síðari áfangar í byggingu VHR líta dagsins ljós á nýrri öld og stefnt er að því að skólinn geti hýst starfsemi fyrir um 1500 nemendur við lok fyrsta áratugs nýrrar aldar. Bókasafn Bókasafn skólans er í uppbyggingu en stefnt er að því að tryggja það að nemendur geti nýtt sér hvers kyns upplýsingatækni við upplýsingaleit og geti unnið sjálfstætt úr mismunandi gögnum. Bókasafn VHR mun veita eftirtalda þjónustu: millisafna- lán, hvort sem er frá söfnurn innanlands eða utan, almenna upplýsingaþjónustu úr ritakosti safnsins, aðstoð við heimilda- leitir, tölvuleitir, þ.e. gerðar eru leitir í erlendum gagnagrunnum og safnkennslu þar sem notendum er kennt að leita að heimildum og nýta sér gagnagrunna. Safn- kostur skólans er aðallega bækur og tíma- rit á rafrænu og prentuðu formi. Einnig er boðið upp á aðgang að ýmsum gagna- gmnnum svo sem ABI/Inform, Encyclopædia Britannica og Reuters Business Briefing. Lesaðstaða á safninu er fyrir 40 nemendur og þar munu verða 24 vinnustöðvar fyrir tölvur. Tölvubúnaður Tölvubúnaður er allur nýr og glæsilegur og miðast við að nemendur eigi jafnan auðvelt með komast að til að vinna í tölvum skólans í skólanum eru þrjár tölvustofur, hver með 25 Dell Pentium II, 266Mhz tölvurn. Vélarnar eru nreð 4GB diskum, 64MB minni og 17“ skjá. Þá er ein námskeiðsstofa með 15 tölvurn og eitt lítið tölvuver með 9 vélum, en í þessum stofum eru Hyundai 166MMX vélar með 3GB diskum, 64MB minni og 15“ skjám. I öllum stofum eru öflugir geislaprentarar og eru stofurnar opnar nemendum þegar ekki fer fram kennsla í þeim. Að með- töldunr vélum á bókasafni hafa nemendur því aðgang að yfir 100 vinnustöðvum við námið. Allar vélar eru tengdar netkerfi skólans og hafa aðgang að NT netþjónum, Unix vél, AS/400 og Internetinu. Framtíðin Oflugt nýsköpunar- og þróunarstarf er mikilvæg forsenda tækniframfara og aukinnar verðmætasköpunar. Tölvu- og upplýsingatækni eru að verða æ samofnari öllum sviðum viðskiptalífsins og þá ekki síst þeim sem lúta að samkeppnishæfni, nýsköpun og þróun. Því er kjarngóð menntun í tölvu- og upplýsingatækni grundvöllur framfara í atvinnulffinu. Það var engin tilviljun að áhersluþættir í námi VHR eru tengdir viðskiptum, tölvu og upplýsingatækni. Viðskiptaháskólinn er nýr háskóli sem vill taka þátt í þróunar- starfi og stuðla að nýsköpun og helst vera leiðandi í ýmsum nýjungum á sviði við- skipta og tölvutækni. Á sama tíma er stefnt að því að námið verði bæði krefjandi og metnaðarfullt jafnframt því að vera í stöðugri þróun og endurskoðun. Viðskiptaháskólinn mun í framtíðin reyna af fremsta megni að fá duglega og góða nemendur í skólann. Mikilvægum áfanga verður náð þegar útskrifast framúr- skarandi fagfólk úr Viðskiptaháskólanum sem er mótað af sjálfstæði, ögun og ábyrgð í vinnubrögðum og er jafnframt tilbúið að axla ábyrgð í íslensku atvinnu- lffi. Til þess að fá þessu áorkað mun Við- skiptaháskólinn verða í stöðugri mótun og sækjast eftir náinni samvinnu og tengslum við íslensk fyrirtæki. Björg Birgisdóttir er kynningafulltrúi og námsráðgjafi hjá Viðskiptaháskólanum 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.