Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Side 14

Tölvumál - 01.12.1998, Side 14
Myndrænar upplýsingar frekar til dæmis áferð í vatn, tré, mat, osfrv. A neðsta þrepinu er tilvísun í þau margmiðl- unargagnasöfn sem innihalda myndrænar upplýsingar er flokkast undir viðkomandi grein í stigveldinu. Mynd 3 sýnir dæmigert stigveldi í safni lýsigagna.I2]t4II6] Gagnasafnarinn og sniðmátssmiðurinn (sjá Mynd4) sjá um að búa til og viðhalda lýsigögnum í gagnasafninu. Þetta er gert með því að bera saman innihald margmiðl- unargagnasafna við sniðmátin í stigveldi gagnasafnsins. Mynd er talin tilheyra ákveðnu sniðmáti ef samanburðarmæling, byggð á myndrænum eiginleikum sbr. stigveldið, er innan ákveðinna marka. Samanburðurinn gefur til kynna hvers konar myndefni hvert mai-gmiðlunargagnasafn inniheldur og þar af leiðandi hvar tilvísun í þau eiga heima á neðsta þrepi stigveldisins. Samanburðurinn er framkvæmdur út frá innihaldi myndefnisins og getur því verið mjög tímafrek aðgerð. Því er oftast aðeins lítið en dæmigert hlutmengi af innihaldi margmiðlunargagnasafnsins borið saman við sniðmát gagnaþjónsins. Hvert marg- miðlunargagnasafn getur að sjálfsögðu flokkast undir fleiri en eitt sniðmát, en næganlegt er að safnið innihaldi a.m.k. eina mynd sem fellur innan skilgreiningar viðkomandi sniðmáts.]6] Þar að auki eru reiknaðar tölfræðilegar upplýsingar sem gefa enn frekar til kynna vægi margmiðl- unargagnasafnanna út frá myndrænum eiginleikum þeirra gagna sem þau geyma. Þessai' tölfræðilegu upplýsingar eru byggðar á líkindadreifíngu og innihalda til dærnis upplýsingar um meðaltal, frávik og fjölda sýnishorna sem notuð eru við samanburð- arútreikningana fyrir hvert gagnasafn. Innihald margmiðlunargagnasafni tekur stöðugum breytingum þannig að mikil- vægt er að uppfæra einnig samsvarandi lýsigögn skráð hjá gagnaþjóninum. Til að tryggja samhæfni gagnanna er innihald margmiðlunargagnasafnana borið saman við sniðmátin og gögnin uppfærð eftir því sem við á. Þetta getur einnig leitt til þess að sniðmátin í stigveldinu sjálfu taki breytingum til að endurspegla betur þær myndrænu upplýsingar sem gagnaþjóninn gefur aðgang að.[2] Leit samkvæmt innihaldi Gagnaþjóninn vinnur á eftirfarandi hátt úr fyrirspurn, sem getur verið ýmist kyrr- mynd eða kvikmyndarammi. Fyrst er fyrirspurnin greind út frá myndrænum eiginleikum hennar s.s. áferð, munstri, lit og lögun. Fyrirspurninni er skipt niður í smærri einingar eða fyrirspurnir þar sem Mynd 3. Dæmi um stigveldi lýsigagna I gognasafni gagna- þjóns. [2] [6] Eiginleikar Sniðmát Neðri sniðmát Dreifð gagnasöfn 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.