Tölvumál - 01.12.1998, Síða 16
Menntamál
Kennsluhugbúnaður, staða og framtíð
Tryggvi Jakobsson
Nú eru í dreifingu
samtals nærri I 00
kennsluforrit sem
Námsgagnastofnun
hefur gefið út síðan
1990. Um 20-25 %
þeirra eru íslensk
I miðstöð sem jbessari
skapast kjörinn vett-
vangur fyrir fyrir
tölvunarfræðinema,
kennaranema, náms-
efnishöfunda og aðra
til að sinna verkefnum
á sviði kennsluhug-
búnaðargerðar og
ráðgjafarstörfum
Allar götur M því að tillögur mennta-
málaráðuneytisins um menntun,
menningu og upplýsingatækni:
/ krafti upplýsinga kornu út í mars 1996
hefur upplýsingatækni í skólum verið
rneira í sviðsljósinu en nokkru sinni fyrr.
Nú líður að því að nýjar námskrár grunn-
og framhaldsskóla líti dagsins ljós, en
áætlað er að þær komi út fyrir árarnót.
Þær munu því verða það leiðarljós sem
lýsa mun veginn fram á nýja öld í skóla-
starfi á íslandi. Síðastliðið vor gaf
menntamálaráðuneytið út ritið Enn hetri
skóli, þar sem birtur var sá grundvöllur
sem endurskoðun námskránna byggir á.
Þar segir rneðal annars:
Upplýsingatækni verður sjálfsagt hjálp-
artæki í öllum námsgreinum. Upplýs-
ingalæsi, en svo nefnist hæfni til að
safna, greina og setja fram upplýsingar,
verður skyldunámsgrein frá upphafi til
loka grunnskóla. Þar verður rík áhersla
lögð á almenna upplýsingatækni og
leikni í notkun tölvu í nárni og starfi.
Öllum grunnskólabörnum er nauðsyn-
legt að hafa aðgang að margmiðlunar-
tölvum og netinu.
Samkvæmt fjárlögum sem nú liggja
fyrir Alþingi verður 135 milljón krónum
varið á árinu 1999 í sérstakt átak er nefnist
Islenska upplýsingasamfélagið. Gert er
ráð fyrir að stærstum hluta framlags af
þeirn lið verði varið til þess að smíða
íslenskan kennsluhugbúnað, endurmennta
kennara og kaupa tölvubúnað fyrir skóla. I
þessari grein vil ég einkum staldra við
tvennt er varðar þessa stefnumörkun stjórn-
valda; Það er smíði kennsluhugbúnaðar og
stofnun þjónustumiðstöðvar á sviði
upplýsingatækni fyrir starfandi kennara,
kennaranema og aðra þá sem þurfa á
þjónustu slíkrar miðstöðvar að halda.
Gerð kennsluhugbúnaðar
Námsgagnastofnun hefur nú um árabil
verið í fararbroddi þeirra sem sinnt hafa
gerð og útgáfu kennsluhugbúnaðar á
íslandi. Stofnunin tók formlega við
norrænum samskiptum á sviði kennslu-
hugbúnaðargerðar af Reiknistofnun
Háskólans árið 1992 og hefur fengið mörg
forrit til þýðingar og dreifmgar í því sam-
starfi. Auk þess hafa æði mörg íslensk for-
rit litið dagsins ljós á þessurn tírna, en
stærst þeirra er Islandshandbókin, fyrsti
alíslenski margmiðlunardiskurinn, sem
kom út í árslok 1995. Nú eru í dreifmgu
samtals nærri 100 kennsluforrit sem
Námsgagnastofnun hefur gefið út síðan
1990. Um 20-25 % þeirra eru íslensk en
hin eru flest fengin í norrænu forritaskipt-
unum og hafa verið þýdd og staðfærð.
Flest þessara fon'ita eru ætluð grunn-
skólum, en nokkur þeirra nýtast forskóla-
stiginu eða þá framhaldsskólum. Þau eru
flest gerð fyrir Windows umhverfí.
Eins og sést af þessu súluriti eru flest
forritanna í íslensku og stærðfræði og æði
mörg nýtast vel til sérkennslu. Annars
dreifast þau á flestar námsgreinar.
Almennar upplýsingar um forritin
og uppsetningu þeirra er að fmna á
heimasíðu Námsgangastofnunar:
http://www.namsgagnastofnun.is.
Sú skipan er smátt og smátt að kornast
á að kennsluhugbúnaður verði eðlilegur
hluti þess námsefnis sem nemendum
stendur til boða. Með heildstæðri stefnu í
námsefnisgerð verður að meta hverju sinni
hvaða rniðill eða miðlar henta náminu
best. Þar verður jafnt að huga að þörfínni,
hver notendahópurinn er og við hvaða
aðstæður námsefnið er notað. Stundum
þjónar þá margmiðlunarefni tilganginum
best, en stundum einfaldlega gamla góða
námsbókin, verkefnahefti eða myndefni
eða þá það sem líklegast er, einhver blanda
þessara miðla. Nú er hafin vinna við útgáfu
nýs námsefnis í stærðfræði fyrir allt grunn-
skólastigið. Slík endurnýjun er ekkert
áhlaupaverk, en ákveðið hefur verið að
þýða og staðfæra danskan námsefnisflokk
þar sem allt fylgist að: Nemendabækur,
verkefnamöppur, kennsluforrit og kennslu-
leiðbeiningar. Hin öra þróun í dreifingu
efnis á netinu mun líka áreiðanlega hafa
16
Tölvumál