Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Síða 19

Tölvumál - 01.12.1998, Síða 19
Menntamál Er græjudellan dragbítur á skólastarf? Atli Harðarson Iðnbyltingin hófst á 18. öld og hún stendur enn. Fyrst tóku aflvélar við af vöðvaafli, svo komu orkuveitur og raf- væðing og nú upplýsingatækni og vaxandi sjálfvirkni á ótal sviðum. A næstu áratugum mun líftæknin svo ef til vill gefa lífi okkar og störfum nýjan svip. Þessi bylting veldur stöðugum breytingum á atvinnulífi okkar og lifnaðaháttum. Kunnátta og vinnubrögð sem þykja góð og gild í dag eru úrelt á morgun og ekki er hægt að sjá fyrir nema að litlu leyti hvað tekur við. Skólar eiga að búa fólk undir framtíðina en hvernig er hægt að gera þetta þegar fram- tíðin er óviss og við vitum ekki hvaða hæfni, þekking og kunnátta gagnast nem- endum best eftir 10, 20 eða 30 ár? Ég ætla ekki að fjalla um allar hliðar þessa máls heldur einbeita mér að þeini sem snýr að upplýsingatækni og ræða tvær spurningar. 1. Hvernig hafa skólarnir brugðist við upplýsingabyltingunni? 2. Hvað þurfa skólarnir að gera til að búa nemendur sína undir lífí upplýsinga- samfélagi? En fyrst ætla ég að segja nokkur orð um neytendur og veitendur í heimi tækninnar. Fjöldi fólks sem telur sig aldrei snerta tölvu notar þessa tækni daglega. Þegar það ýtir á 5 til að panta símtal, tekur peninga út úr hraðbanka, stígur á bremsuna í bílnum sínum eð a flettir upp í textavarpinu. Öll þessi tækniundur sem hér voru talin eiga það sameiginlegt að þeim er stjórnað af tölvum. Fólk sem notar þau notar tölvur rétt eins og þeir sem grípa í hrærivél, þvotta- vél eða hárblásara nýta sér rafmagnsmótora jafnvel þó þessir sömu mundu svara því neitandi með bestu samvisku ef spurt væri hvort notkun mótora kæmi mikið við sögu í þeirra daglega lífi. Menn geta notað tæknina án þess að vita mikið um hana. En þeir sem ekki hafa neinn skilning á aflvélum, rafmagni og upplýsingatækni hafa takmarkaða mögu- leika á að skilja þann heim sem þeir lifa í Flestir nútímamenn eru tæknineytendur fremur en veitendur og taka þátt í mótun hans sem veitendur og framleiðendur. Þeir þekkja heim tækn- innar aðeins sem neytendur ekki sem veit- endur. Flestir nútímamenn eru tæknineytendur fremur en veitendur. Þeir hafa upp til hópa lítið vit á tækni þó þeir kunni að nota bíla, tölvur, hraðbanka, myndbandstökuvélar og farsíma. Þegar ég segi að þeir hafi lítið vit á tækni á ég við að þeir hafi litla eða enga hugmynd um hvernig þessi tæki virka og séu upp til hópa ófærir um að tengja reynslu sína af tækninni við þaðsem þeir læra í raungreinum eins og efnafræði og eðlisfræði. Þessu fylgir að áhugi á tækni- og raungreinanámi er lítill, sárafáir framhaldsskólanemendur velja eðlisfræði- og tæknibrautir og það er vaxandi skortur á menntuðu fólki í tækni- og raungreinum. Á þessu eru sjálfsagt margar skýringar. Ein sem ég held að vegi þungt er hvað nútímatækni er flókin. Hversdagslegir hlutir eins og hemlakerfi í bíl, geisla- spilari, farsími og myndavél innihalda hugbúnað sem er erfitt að tengja við gang náttúrunnar og örrásir sem eru ósýnilegar. Það er löng leið frá undirstöðuþekkingu á náttúrunni að skilningi á tölvu- og raf- eindatækni nútímans. Fyrir hálfri öld var þetta ekki svona. Þá var vel mögulegt fyrir unglinga að skilja hvernig bifreið, hljóm- flutningstæki, sími og myndavél virkuðu og tengja reynslu sína af þessum tækjum við fróðleik um náttúruna. Fyrir 20 árum síðan var trúlega algengara en nú að ungl- ingar fengjust við að lappa upp á bilaða bíla, smíða magnara og móttökutæki og framkalla Ijósmyndir. Einföld tilraun með spólu og járnkjarna getur skýrt nokkurn veginn hvað gerist þegar gamaldags sími hringir eða dyra- bjalla klingir. Það er öllu erfiðara að skilja hvernig nútíma farsími hringir. Viðgetum rifið hann í sundur en við erum engu nær, við sjáum enga hluti sem hreyfast, engan hamar sem slær á bjöllu eða neitt annað sem hægt er að tengja við hversdagslega reynslu af því að mynda hljóð eða einföld Tölvumál 19

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.