Tölvumál - 01.12.1998, Síða 21
Menntamál
Þegar ræft er um
upplýsingatækni og
skóla er yfirleitt ein-
blínt á einmennings-
tölvur og kennslu í
notkun þeirra. Þetta
er þröngt s/ónarhorn
og gefur dálítið
skakka mynd
1. Fáir kennarar eru menntaðir í þeim
greinum tækni- og raunvísinda sem
upplýsingabyltingin byggist á.
2. Kennarar sem helst hafa vit á tölvutækni
hafa verið of önnum kafnir við að sinna
uppbyggingu á tölvukosti skólanna og
uppsetningu og viðhaldi tölvukerfa til
að geta mótað kennsluaðferðir og
kennsluefni í þeim greinum sem nem-
endur þurfa að læra til að geta skilið
tölvutæknina.
3. Skólamenn hafa verið með glýjur í
augum af öllum þeim glæsilegu tækni-
undrum sem sífellt bætast á markaðinn.
Simpansar kunna ekki að tala. En ein-
hvern veginn þurfa þeir að styrkja vináttu-
böndin og halda góðu sambandi við félaga
sína svo í stað þess að masa saman sitja
þeir í hnapp og leita hver öðrum lúsa. Við
höfum engar lýs og þess vegna verðum
við að rnasa. Það er óskaplega þægilegt að
sitja og rnasa. Sumir karlar halda að þetta
geri konur einar. Samt masa þeir um bíla,
fótbolta og tölvur. Bílamas og tölvumas
tilheyrir sarna flokki sem við getum kallað
mas hins góða neytanda. Það gegnir meðal
annars því hlutverki að glæða með rnönn-
um vilja til að kaupa bfla og tölvur.
Mér finnst tölvumas óskaplega skemmti-
legt og á kennarastofum stærri skóla heyr-
ast oft tveir, þrír eða jafnvel fjórir kennarar
rnasa um tölvur: „... og svo getur rnaður
bara tengt vídeóið beint við hana og edit-
erað vídeóið á skjánum. Gústi var sko með
svona vídeó af konunni sinni og hann var
búinn að stroka af henni allt hárið og setja
á hana hundshaus og þetta var alveg raun-
veruleg mynd og svo gat hann bara sýnt
þetta í sjónvarpinu og hann er líka kominn
með internettengingu í sjónvarpið. Maður
þarf að fá svona hérna á kennarastofuna.“
... „Ég veit það nú ekki. Ætturn við ekki
frekar að kaupa Power PC þá eru þessir
múlitmedía möguleikar allir inni sko.
Góður Makki með dévaffdé og sæmilegu
hljóðkorti, með þessu er sko hægt að...“
Já með þessu er sko hægt að gera ýmislegt
en er hægt að nota þetta til að búa börnin
undir framtíðina?
Ýrnsir virðast halda að menn læri að
lifa í upplýsingasamfélagi framtíðarinnar
með því einu að læra á einmenningstölvur
dagsins í dag. En ætli ritvinnslukerfi árs-
ins 1998 verði ekki hlægileg eftir 25 ár?
Þá verða menn kannski farnir að hugsa
stafina beint á blað eða skrifa með blýanti
á þunna og meðfærilega tölvu sem lítur út
eins og stflabók. Verður hver maður kannski
með snertilinsur í augurn og snertilins-
urnar með IP tölur svo þær geti bæði
tengst veraldarvefnum og tölvunni í
skósólunum? Eru þeir sem hafa lært á
Word og Excel öðrurn betur undir það
búnir að takast á við þetta? Skiptir kannski
engu máli hvort krakkar læra fingra-
setningu á ritvél eða tölvu?
Hvernig á að búa böm undir óvissa
framtíð í samfélagi þar sem upplýsinga-
og tölvutækni mun gegna hlutverkum sem
við skiljum ekki nema í mesta lagi til
hálfs? Ég veit þetta auðvitað ekki frekar
en aðrir en mig grunar að mikilvægara sé
að glæða með þeim skilning á tækninni en
að ala þau upp sem tæknineytendur. Mas
hins góða neytanda má vel heyrast á kenn-
arastofum en það m á ekki rugla því
saman við stefnumörkun fyrir kennslu í
tækni- og upplýsingafræðum.
Þegar rætt er urn upplýsingatækni og
skóla er yfirleitt einblínt á einmennings-
tölvur og kennslu í notkun þeirra. Þetta er
þröngt sjónarhorn og gefur dálítið skakka
mynd. íslenskir skólamenn hafa eytt
mikilli orku í að koma upp tölvustofum og
fá vélarnar í þeim til að gera sitt gagn.
Þetta er vel. En þetta dugar ekki. Það þarf
fleira að koma til eigi að búa næstu
kynslóð undir líf í upplýsingasamfélagi
framtíðarinnar. Og nú ætla ég að reyna að
svara seinni spurningunni.
Hvað þurfa skólarnir að gera til
að búa nemendur sína undir líf
í upplýsingasamfélagi?
Ég held að það sé sama hvemig upplýsinga-
tæknin þróast, skilningur á henni hlýtur að
byggja á traustri undirstöðu í stærðfræði
og eðlisfræði, sem sagt hefðbundnum rök-
og raunv ísindum. Ef til vill ætti að breyta
áherslum í kennslu þessara greina, leggja
meiri rækt við rökfræði, forritun og
endanlega stærðfræði en gert er og kenna
rneira um rafmagn þótt það yrði ákostnað
annarra viðfangsefna.
Til að búa nemendur undir líf og starf í
upplýsingasamfélagi þarf engin ósköp af
tækjum. Það þurfa að vera traust tölvu-
kerfi í skólum en það þarf ekki margmiðl-
Tölvumál
21