Tölvumál - 01.12.1998, Síða 31
Verkefnastjórnun
Frumskilyrði til þátt-
töku í vottunarferlinu
eru þau að umsækj-
andi sé orðinn þrí-
tugur að aldri, hafi
lokið stúdentsprófi
eða samsvarandi iðn-
prófi, hafi unnið að
skilgreindum verk-
efnum undanfarin
fimm ár og að um-
sækjandi hafi þar af
stýrt verkefnum, að
hluta eða í heild, í
þr/ú undanfarin ár
Mynd 1.
IPMA vottun
verkefna-
stjóra (VSFÍ).
hluti af starfsþróun hans, auk þess að slík
staðfesting styrkir ímynd fyrirtækisins á
sviði verkefnastjórnunar og veitir fyrir-
tækinu samkeppnisforskot. Loks má
einnig líta á staðfestingu af þessu tagi sem
lið í gæðatryggingu fyrirtækisins.
í hverju felst vottunin?
Vottun verkefnisstjóra er fyrst og fremst
staðfesting á hæfni og fenginni reynslu
umsækjandans. Ekki er því um að ræða
röð námskeiða eða formlegt próf í aðferða-
fræði verkefnastjórnunar. Tekið er mið af
þeirri reynslu sem umsækjandi um vottun
hefur þegar aflað sér og stuðst við mat á
verkefni sem hann hefur unnið við og
borið ábyrgð á sem verkefnisstjóri.
Vottunarferlið er skilgreint á Mynd 1.
Ferlið tekur um níu mánuði í framkvæmd
og er skipt upp í fjóra meginþætti: umsókn,
vinnufund, verkefnaskýrslu og viðtal.
Frumskilyrði til þátttöku í vottunarferl-
inu eru þau að umsækjandi sé orðinn þrí-.
tugur að aldri, hafi lokið stúdentsprófi eða
samsvarandi iðnprófi, hafi unnið að skil-
greindum verkefnum undanfarin fimm ár
og að umsækjandi hafi þar af stýrt verkefnum,
að hluta eða í heild, í þijú undanfarin ár.
IPMA vottun verkefnisstjóra hjá Verkefna-
stjórnunarfélagi íslands felur í sér að
ávallt er um samstarf erlendra og innlendra
matsmanna að ræða og því fer hluti vott-
unarferlisins fram á ensku, auk þess sem
að umsóknargögn og verkefnaskýrsla verða
að vera á ensku. í því ferli sem nú er að
hefjast koma matsmennirnir frá verk-
efnastjórnunarfélagi Bretlands (APM), en
matsmenn á þeirra vegum búa yfir mikilli
reynslu á þessu sviði.
Hvernig fer vottunin fram?
Kynniitgaifundur: Vöttunarferlið hefst
fonnlega með kynningarfundi þar sem
farið er yfir einstök atriði vottunarferlisins
og fyrirspurnum svarað. Jafnframt fá um-
sækjendur í hendur, gegn greiðslu, hand-
bók þar sem er að finna öll gögn og leið-
beiningar um umsókn og skýrslugerð.
Umsækjendum er eindregið ráðlagt að
sitja kynningarfundinn, en hann er þó ekki
skilyrði fyrir þátttöku.
Umsókn: Umsækjandi fyllir út þar til gert
Tölvumál
31