Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 37

Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 37
Öryggismál Rdðstefna á vegum Skýrr hf. um öryggismál í tölvukerfum Agnar Björnsson Auðveldara væri að vernda upplýsingar í miðlægum gagna- grunni en í dreifðum Það er ekki þekkingin sem er vandamál heldur hvernig við notum hana Þann 24. nóvember síðastliðinn stóð Skýrr hf. í samstarfí við Ernst & Young endurskoðun og ráðgjöf hf. fyrir ráðstefnu um öryggismálefni. f máli ráðstefnustjóra, Hreins Jakobssonar, for- stjóra Skýn- hf., kom fram að boðað var til ráðstefnunar til að bregða betra ljósi á öryggi í meðhöndulun viðkvæmra persónuupplýsinga og finna hvaða leiðir má fara til að bæta öryggi og meðferð við- kvæmra gagna. Til þessa voru fengnir ýmsir færir sérfræðingar bæði innlendir og erlendir. Þeir fjölluðu um málefnið út frá mismunandi sjónarhornum til að mynda með augum stjórnmálamannsins, lögfræðingsins, endurskoðandans og tölvusérfræðinganna. Eftir setningu ráðstefnunnar var komið að ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráð- hena. Margir biðu spenntir eftir því hvað hann hefði fram að færa en hann hafði ekki tjáð sig um málefnið frá því er hann sagði að víða lægu heilbrigðisupplýsingar á glámbekk eins og frægt varð. Davíð fagnaði því að haldið skyldi sérstakt umræðuþing um persónuvernd og afdrif hennar í heimi sífellt skilvirkari upplýsinga- og tölvutækni. Hann fjallaði um þá umræðu sem hefur verið í gangi í þjóðfélaginu varðandi miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði og taldi að umræðan væri stundum ómarkviss og ætlað að valda ruglingi hjá almenningi. Persónuvemd væri ekki bara punt eða skrautyrði heldur væri þetta nokkuð sem skipti veigamiklu máli. Þekkingarumræðan var líka sú að við megum ekki hindra framgang hennar þannig að við getum nýtt okkur hana til framfara í þjóðfélaginu. Það er ekki þekkingin sem er vandamál heldur hvernig við notum hana. Stefnumótun í öryggismálum Tom Peltier aðstoðarprófessor við Eastern Michigan University lagði áherslu á nauð- syn stefnumótunar í öryggismálum, það er að hafa skráða öryggisstefnu fyrir þær upplýsingar sem eru í fyrirtækinu, stofn- uninni eða þess aðila sem sér um rekstur upplýsingamála. Hann lagði mikla áherslu á að það væri hinn mannlegi þáttur sem er stærsti veikleikinn í öryggismálum tölvu- kerfa en ekki það hvort gögn séu dulkóðuð eða ekki. Hann sagði að áhætta vegna utanaðkomandi væru smámunir miðað við áhættuna á brotum eigin starfsmanna. Hann bað ráðstefnugesti að líta á næsta mann við hliðin á sér og benti síðan á að þannig liti hin dæmigerði tölvuþrjótur út. Hann talaði um að þegar öryggisstefna væri skráð niður þyrfti að skrifa hana á máli sem fólk gæti skilið. Það er nauðsyn- legt að hún sé skrifleg og hana þarf að kynna vel. Mikilvægt væri að starfsfólk væri með í mótun öryggisstefnunnar. Það væri afar mikilvægt fyrir Skýrr og aðra sambærilega aðila að viðskiptavinirnir þekktu til öryggisstefnunnar. Hann ræddi einnig um gagnagrunna á heilbrigðis- sviðinu og nauðsyn þess að vernda réttindi einstaklinganna en hindra ekki að vísinda- menn gætu notað þessi gögn. Tom taldi að auðveldara væri að vernda upplýsingar í miðlægum gagnagrunni en í dreifðum. Lagaumhverfið I máli Oddnýar Mjallar Arnardóttur lög- fræðings kom fram að löggjafinn er rnjög mikið að sinna verndun persónuupp- lýsinga. f friðhelgi persónuupplýsinga felst m.a. rétturinnn til að vita hvernig gögn eru skráð og hvernig þau eru notuð. Hún benti á nokkrar vefslóðir, sem vísa á hvað er að gerast í þessum málum, sem hún hvatti ráðstefnugesti til að kynna sér. 1. Drög að leiðbeiningum um friðhelgi einkalífs á Internetinu. http://www.coe.fr/DataProtection. 2. Tilskipun Evrópusambandsins um vernd einstaklinga við vinnslu persónu- upplýsinga og um frjálst flæði slíkra upplýsinga, nr. 95/46/EC. Tölvumál 37

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.